Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 31
Jitka Sonkova: „Byltingin var kölluð flauelsbyiting af þvíað hún fór svo friðsamlega fram en andrúmsloftið hér núna minnir lítið á flauel.“
Og þetta snertir kjarna málsins. Það eru
liðin rúmlega 40 ár síðan kommúnistar
tóku völdin í Tékkóslóvakíu og í nútíman-
um eru 40 ár mjög langur tími. Atvinnulíf
í landinu byggist fyrst og fremst á iðnaði
en tékkneskar iðnaðarvörur eins og þær
voru á dögum kommúnismans eru hvergi
seljanlegar fyrir vestrænan gjaldeyri. En
hans þarfnast Tékkar fyrst og fremst.
Verksmiðjur loka, atvinnuleysi eykst og
þar á ofan hefur fólk aldrei almennilega
kynnst því að þurfa að hugsa sjálfstætt,
t.d. í sambandi við að skapa sér atvinnu.
Það vakti athygli mína í Prag að ákveðið
vandamál í sambandi við veitingahús
hafði einkennilega lítið breyst. Það gat
verið mjög erfitt fyrir tveimur árum að fá
borð á veitingahúsi þrátt fyrir að þau væru
kannski bara hálfsetin því þjónarnir uppá-
stóðu að allt væri fullt, að þeir ættu von á
hóp eftir korter o.s.frv.. Það lærðist hins
vegar smám saman að þetta var tómur
fyrirsláttur, hins vegar voru menn ekkert
að vinna meira en nauðsyn krafði enda
báru þeir ekkert meira úr býtum.
Nú hélt ég að veitingahús væru að
mestu komin í einkaeigu og allir æstir í að
vinna en svo reyndist ekki vera, þrátt fyrir
að í borg eins og Prag ættu menn að sjá
framtíð í veitingahúsarekstri og ákveðna
möguleika á að eignast peninga. Þetta seg-
ir kannski einkum þá sögu að það tekur
tíma að breyta hugsunarhætti fólks og
kenna því nýja siði, jafnvel þótt að um sé
að ræða atriði sem okkur Vesturlandabú-
um finnast jafn sjálfsögð og þetta.
Lidmila Nemcova kennir við Við-
skiptaháskólann í Prag. Hún talar ensku,
frönsku og þýsku og hefur búið í Frakk-
landi um tíma. Lidmila segir að því miður
hafi fólk alltof barnalegar hugmyndir um
líf í þjóðfélagi lýðræðis og markaðskerfis.
„Fólk heldur í fyrsta lagi að í markaðskerfi
sé auðvelt að verða ríkur og í öðru lagi að
það muni halda þeim jákvæðu þáttum sem
voru á tímum kommúnismans eins og t.d.
lágu verði á matvörum og almenningssam-
göngum. Raunveruleikinn mun hins veg-
ar renna upp fyrir því innan skamms tíma,
t.d. í formi atvinnuleysis og dýrtíðar og
það er mjög mikilvægt að við búum okkur
undir það. Annars eigum við á hættu að
gífurleg óánægja brjótist út á meðal fólks
og að það kjósi kommúnista aftur til valda.
Við þurfum að endurmennta fólk og end-
urhæfa og við þurfum ekki síst að koma á
öflugu félagsmálakerfi. Það eru margir
sem munu verða undir og því er fólk alls
ekki farið að gera sér grein fyrir. í raun-
inni er byltingin fyrir ungu kynslóðina,
fyrir þá eldri er hún að mörgu leyti mjög
grimm.“
g svo virðist sem almenningur eigi
alllangt í land með að átta sig á þeim
lögmálum sem gilda í þjóðfélagi markaðs-
kerfisins og ekki síður því að þjóðfélög þar
sem slíkt kerfi ræður ríkjum eru ekki öll
eins og greinir aukinheldur á um ýmislegt.
Ég spyr kunningja minn sem er ágætlega
menntaður um hvaða fyrirmynd menn
hugsi sér og hversu langt eigi að ganga í
einkavæðingu t.d.. Hann hafði ekki velt
svo mjög fyrir sér stefnu stjórnarinnar í
þeim efnum og hafði lítið leitt hugann að
þessu sjálfur. Andrúmsloftið virðist ekki
mikið snúast um að móta eigin afstöðu og
stefnu í málum sem varða framtíðarþjóð-
félagið á gagnrýnin hátt en það kann að
einhverju leyti að stafa af því að menn eru
enn að átta sig.
Reynsla mín staðfestir einnig þá stað-
hæfingu Lidmilu Nemcovu að Tékkar
eigi talsvert langt í land með að gera sér
grein fyrir veruleikanum á Vesturlönd-
um. Og það sem kannski er öllu verra:
margir virðast alls ekki vilja gera sér grein
fyrir honum. Það er að vissu leyti alveg
skiljanlegt. í 40 ár, á tímum alls kyns nið-
urlægingar, hefur fólkið átt sér drauma-
mynd, þ.e. Vesturlönd. Heimsmyndin
hefur verið svört og hvít, austrið og vestr-
ið. Það er ekki að furða að það sé sárt að
gera sér grein fyrir því, nú þegar tjaldið er
opinberlega fallið, að það sem bíður er
vinna og aftur vinna, að ákveðnir hlutir
sem hingað til hafa verið sjálfsagðir munu
tapast og að fáir munu verða ríkir.
Tékkar eiga sér margar hefðir. Þeir eiga
mikla tónlistarhefð, (Smetana, Dvorak
og Janacek voru allir tékkneskir), þeir
brugga besta bjór í heimi, þeir eiga sér
hefð í kvikmyndagerð og eru frægir fyrir
ÞJÓÐLÍF 31