Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 73

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 73
Síðan skein sól: Klikkað Belað Úr ýmsum áttum: Ýmsir flytjendur Úr ýmsum áttum Ef ég væri að austan myndi ég ef til vill bera nafn nýjustu plötu S.S.S. fram svona; „Klekkað!“. En þar sem ég er ekki austfirðingur kemur slíkt ekki til greina. Klikkað er hins vegar alveg ágætis plata, á henni eru fimm ný stúdíólög og af þeim fmnst mér titillagið nokkuð skemmtilegt, gítar- leikurinn minnir sterklega á Adrian Belew og er það af hinu góða. Fjörugt og þétt lag. Kannski er góð ballaða þar sem Helgi Björnsson syngur um ástina, sem oftar. Orð er einnig ballaða og er það smekklegur, bandalaus bassa- leikur sem setur sterkastan svip á lagið. í því yrkir Helgi um (særingar)mátt orða. Eyj- ólfur Jóhannsson/Þorsteinn Magnússon (nákvæmar upp- lýsingar vantar) setur inn gott gítarsóló. Á Klikkað er einnig að finna hljómleikaupptökur af fimm eldri lögum S.S.S. Það fyrsta er Blautar varir en mér finnst skorta pínulítinn kraft í það. Annars er skemmtilegt hvernig þeir félagar skeyta lag- inu Good times með diskó- sveitinni gömlu, C/ncaftan við „varirnar". Þess má geta að í laginu, sem og á plötunni í heild, fer Ingólfur Sigurðsson trommari á kostum og er hér með settur í landslið tromm- ara. Þessi lög eru tekin upp á staðnum 1929 á Akureyri og í viðbót eru þarna Geta pabbar ekki grátið (þar er krafturinn kominn), Tíkall í strætó, Taktu mig með og að endingu Húsið og ég, gamli, klassíski Grafíkursmellurinn. Þar heyr- ist vel í áhorfendum. Klikkað er kannski ekki besta plata S.S.S. en sú sér- stæðasta, sökum hljómleika- upptakanna. Á tónleikum er sveitin alltaf í firnastuði og er ekki gerð undantekning á því hér, Helgi leiðir stuðið í fjöri og flippi. Belað! Ég ætla að byrja á því að skamma útgefendur. Upplýs- ingar um tónlistina á þessari safnplötu eru skammarlega litlar. Það er lágmark að maður fái að vita hverjir spila í hvaða lagi, hvar það er tekið upp, hverjir taka upp, útsetja o.s.frv. Þetta eru ekki nútíma- leg vinnubrögð. Á Úr ýmsum áttum eru fimmtán flytjendur, sem spila mismunandi tónlist á misjafn- an hátt og misvel. Geiri Sæm ríður á vaðið með Steranum, ágætis popplagi, en textafram- burður mætti vera skýrari. í kjölfarið fylgja svo m.a. Rúnar Þór með Tómleika tímans, klassískt lag a la Rúnar, Namm og Júlíus Guðmunds- son flytja ágætlega Eina nótt en hljómsveitin Orgill á besta lag plötunnar, Línulag, söng- konan Jóhanna S. Hjálmtýs- dóttir á framtíðina fyrir sér ásamt hljómsveitinni sjálfri. Heimavistin helvíti með Bless er sennilega það poppaðasta sem undirritaður hefur heyrt frá sveitinni, með sætum bak- röddum og hvaðeina. Og text- inn er vægast sagt fyndinn. Júpíters virka fremur mátt- lausir, því miður, í laginu Nótt í Trípólí, þeir njóta sín lang- best á tónleikum, í svita og hita. Draugar með Eftirlitinu er gítarfönk og er gítarleikur- inn aðalsmerki sveitarinnar, enda snillingurinn Þorsteinn Magnússon,,, Steini í Eik“, sá sem sér um sólóin. Lagið sjálft er þó ekki ýkja merkilegt. ívar Sigurbergsson í hljóm- sveitinni Gulleyjunni stælir Bryan Ferry af miklum móð í laginu Vakna þú og er munur- inn á þeim ansi mikill. Sverrir Stormsker grínar sem fyrr í knæpulegu lagi, Píanó, hann breytist ekkert og alltaf má hlæja að honum, skemmtigildið er það sama og áður og melódían líka. Það er með þessa safnskífu eins og aðrar, sumt er gott, annað síðra. ÞJÓÐLÍF 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.