Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 38

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 38
ERLENT Mistök sem ekki fara hátt Talið er að um fjórðungur allra þeirra dauðsfalla sem urðu meðal bandarískra her- manna á meðan Persaflóa- stríðinu stóð megi rekja til al- varlega mistaka meðal vest- urlandahersins. Mennirnir féllu fyrir kúlum frá eigin her- liði. Samkvæmt skýrslu frá Pentagon fórust 35 hermenn í 28 árásum á eigin herlið. Og af þeim 467 Bandaríkja- mönnum sem særðust í stríð- inu má rekja 72 tilfelli til þess- ara sömu árása. í öllum öðr- um styrjöldum á þessari öld er talið að þessi hlutfallstala hafi verið 2% af öllum særð- um og föllnum, þannig að mönnum bregður við þessi tíðindi. Bandarískir yfirmenn í hernum segja aö þessi óhugnanlega tala fallinna og særðra hljóti að krefjast al- gerrar endurskoðunar á þjálf- un og uppbyggingu herlið- sins. Sérstaklega finnst yfir- mönnunum óhugnanlegt að þessar árásir og slys urðu þar sem allra síst var við því að búast, þ.e. í átökum land- gönguliðsins. Orustuflugvél- ar Bandaríkjahers réðust níu sinnum á eigin herlið á landi og 11 hermenn féllu. En í engu tilfellanna voru flugvél- arnar skotnar niður. Á hinn bóginn kom 16 sinnum til átaka bryndreka og hersveita á landi og féllu 24 hermenn í þeim. Margar skýringar eru nefndartil sögunnar; næturá- tök og slæmt skyggni á víg- vellinum. Enn fremur að ná- kvæmniskotfærin hafi reynst gölluð, þ.e. skot sem leita uppi skotmarkiö með há- tæknibúnaði hafi margsinnis leitað til baka á eigin hersveit- ir. Sá búnaður sem átti að koma í veg fyrir slíkt hafi brugðist... (Spiegel/óg) Madan Lal ásamt áhangendum sínum. Sérkennileg endurfæðing Indverskur furðufugl, Madan Lal 62 ára, segist vera endur- fæddur Ghandi, sál hans hafi tekið sér bólfestu í nýjum lík- ama. Frelsishetjan Ghandi var myrtur árið 1948, þannig að þessi sálartilflutningur hef- ur átt sér stað eftir að Madan Lal var kominn töluvert á legg. Til að undirstrika þessa veru sína hefur Lal stælt í hví- vetna Ghandi í útliti. Ásökun- um um að vera einfaldlega ruglaður vísar Madan Lal á bug með tilvísun til þess að hann hafi stofnað flokk, sem muni bjóða fram næst til þings á Indlandi... (Spiegel/óg) Skaðabætur til Öðru hvoru verða menn ill- yrmislega minntir á fortíðar- glæpi. Ibrahim Bagbanida forseti Nígeríu hefur varpað fram þeirri hugmynd að skaðabætur fyrir þræla- verslun á síðustu öld gætu dregið úr eymd í Afríku nú á tímum. í þréfi til Afríkuráðs- ins (OAU) segir forsetinn: „Afríkumenn voru hand- teknir, hlekkjaðir og fluttir eins og búfénaður yfir Atl- antshafið til Ameríku til þess að auka velmegun ræn- Afríku ingja sinna. Þrælaverslunin og stjórnleysið sem af henni leiddi í Afríku varð til þess að heimsálfan dróst um aldir aft- ur á þróunarbrautinni." Fyrir það ættu þeir sem þræla- haldsins nutu nú að gjalda. Viðmiðunarverð sem Baab- anida nefnir er um 1,8 mill- jónir króna fyrir hvern Afríku- búa sem fluttur var mannsali til Ameríku. Verðið fyrir hvern einstakling er þaö sama og Bandaríkjamenn greiddu fyrir hvern Japana sem hafðir voru í haldi í Bandaríkjunum meðan á annarri heims- styrjöldinni stóð. Heildar- upphæðin sem OAU gæti þannig fengið frá stærstu þrælaverslunarþjóðunum, Bandaríkjunum og Hol- landi, er ekki lág; um 300 milljarðar dollara eða 20460 milljarðar íslenskra króna. Reiknað er með að um11 milljónir Afríkumanna hafi verið teknar til þræld- óms á síðustu öld... (Spiegel/óg) 38 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.