Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 54
ÞAD ER ALDREI FRI
„Island sem er dauðadrukkið kaffi
dagað uppi volgt í hálfum bollum“
Þórarinn Eldjárn í spjalli við Þjóðlífum nýútkomnar Ijóðabækur hans
JÓN ÖZUR SNORRASON
Nú koma út eftir þig þrjár ljóðabækur
á þessu ári og er ein þeirra „Óðfluga“
sérstaldega ort fyrir börn. Er eitthvað
öðruvísi að skrifa ljóð fyrir börn?
— Að yrkja ljóð fyrir börn er kannski
ekkert öðruvísi iðja nema að því leyti að
það er minna um hátíðleika og kannski má
segja að þar sé sleginn annar tónn en á
endanum er þetta nú ósköp svipað.
Hinar tvær ljóðabækur þínar eru ólík-
ar af því leyti að önnur er ort í frjálsu
formi en hin í bundnu formi. En eru þær
nokkuð ólíkar að öðru leyti?
— Þessar bækur mínar eru í raun og
veru ekkert svo ólíkar. Formið er mis-
munandi þar sem sú fyrri „Hin háfleyga
moldvarpa“ sem kom út í vor inniheldur
óbundin ljóð en sú síðari „Ort“ inniheldur
háttbundin ljóð. En þó þær séu ekkert svo
ólíkar að öðru leyti krefjast þær ólíkra
vinnubragða því ljóð sem eru háttbundin
verða öðruvísi til. En yrkisefni þessara
bóka eru af líkum toga.
„Hið hefðbundna ljóðform er nú loks-
ins dautt“ sagði Steinn Steinarr í viðtali
við tímaritið Líf og list árið 1950. Nú
vinnur þú með rím, stuðla og höfuðstafi
og yrkir sonnettur rúmlega fjörutíu árum
síðar og ljóð þín eru talsvert lesinn. Er
ekki ástæðulaust og jafnvel rangt að
kveða upp svo afdráttarlausa dóma yfir
hugmyndum og formum?
— Þessi yfirlýsing Steins Steinars hef-
ur nú eiginlega verið gefin út sem vottorð.
Þessi setning hans er orðin að frasa sem
hefur fengið miklu meiri frægð en hún á
nokkurntíma skilið og verið tekin allt of
bókstaflega. Nálega allt sem Steinn Stein-
arr orti sjálfur var í bundnu formi að und-
anskildu „Tímanum og vatninu“ sem
reyndar er stuðlað en ekki rímað. Á þeim
tíma sem þetta var sagt voru uppi deilur í
samfélaginu milli sjónarmiða sem virtust
ósættanleg. I hugum sumra skálda var hið
nýja form lokasvar og endanlegur sann-
leikur. Ég held að það sé ekki hægt að
strika yfir mörg hundruð ára ljóðhefð með
einni setningu. T.S. Eliot sagði aftur á
móti að ekkert ljóðform væri frjálst fyrir
þann sem ætlaði að gera vel. Ég held að
það sé miklu meira til í því.
Er sérstaða þín sem skálds kannski í
því fólgin að þú sækir meira í liðinn tíma
en margir aðrir?
— Að leita að yrkisefnum í fortíðinni
greinir í engu minn skáldskap frá skáld-
skap annarra. Það er alltaf mikið leitað í
eldri bókmenntir og má þar nefna höf-
unda eins og Hannes Pétursson og Þor-
stein frá Hamri. Það er ekki liðin tíð að
leita.
En er ekki munurinn á þínum skáld-
skap og annarra samtíma ljóðskálda sá
að þú notar aðferðir liðins tíma á meðan
mörg hinna ungu skálda hafna slíkum
aðferðum?
— Ef menn hafa ekki reynt að yrkja í
háttbundnu formi þá geta þeir ekki hafnað
því. Menn geta ekki hafnað því sem þeir
ekki hafa. Ég held hinsvegar að mörg góð
skáld hafi mjög góð tök á hefðbundnum
brag en noti hann ekki. Að stilla hlutun-
um upp sem einhverskonar kúvendingu
er alls ekki rétt. Skáldskapurinn hefur svo
margar hliðar.
Orðið sjálft er þér ákaflega hugleikið
viðfangsefni. Er margræðnin þér ofar-
lega í huga þegar þú býrð til texta?
— Tenging liggur í eðli ljóðræns skáld-
skapar. Það að leita eftir margræðni.
Nokkurskonar kontrapunktísk virkni þar
sem orð leita í tvær áttir. Mörg skáld, þar á
meðal ég, eru á höttunum eftir slíkum
áhrifum en það eru auðvitað til önnur
skáld sem hafa ekki áhuga á slíku.
Hallærisleg orð eins og „storesar“ og
„betrekk“ virðast heilla þig. Orð sem
lengi hafa verið til í málinu en fáir veitt
sérstaka eftirtekt. Hvað erþað sem heill-
ar þig við þessi orð?
— Ég hef alltaf verið óskaplega hrifin
af tökuorðum en um leið finnst mér orðið
sjálft ekki fallegt. Það minnir á tökubarn
og er einhverskonar vorkunnarmerking
fólgin í því. Ég myndi miklu heldur vilja
kalla þessi orð kjörorð. Orðsifjabókin er
full af tökuorðum sem eru miklu
skemmtilegri en hin hreina íslenska og öll
nýyrðasmíðin samanlögð. En þó verð ég
að taka það fram að mörg nýyrði eru vel
smíðuð. En þau geta orðið dálítið steríl.
Að minnsta kosti þau sem eru lítið notuð.
Gildi orða fyrir mér felst í því hversu mik-
ið þau eru notuð. Þannig hefur orð eins og
storesar gildi í mínum skáldskap. Ég held
að það henti íslenskunni vel að taka erlend
orð og laga þau að beygingarkerfinu. Einn
helsti mælikvarði á það hvort þýðing telst
vera góð eða slæm finnst mér felast í því
hvort menn treysti sér til að nota tökuorð í
texta, þótt það þyki ekki eins fínt.
Yrkisefni þessara bóka eru af ýmsum
toga. Eru þetta bæði gömul ljóð og ný?
— Meginuppistaða þessara bóka er til-
tölulega ný ljóð en með fljóta ansi gömul
ljóð. Þessar ljóðabækur hafa ekkert heild-
stætt yfirbragð enda eru þær ekki hugsað-
ar sem heild. Kannski þó frekar „Ort“ þar
sem ljóðunum er raðað niður eftir form-
inu. Ég legg samt áherslu á það að hvert og
eitt ljóð standi sér og fái að njóta sín.
En hvernig vinnur þú? Situr þú mark-
visst við og yrkir ljóð eða koma þau til
54 ÞJÓÐLÍF