Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 14

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 14
Miðbœrinn Vinsælasti skemmtistaðurinn PÉTUR BJÖRNSSON Mikið hefur verið fjallað um ástandið í miðbæ Reykjavíkur að undanförnu. Mikill fjöldi fólks safnast þar saman um hverja helgi og ofbeldisverk og skemmdarverk hafa verið tíð. Nýr borgarstjóri, Markús Örn Antonsson, lét það verða sitt fyrsta verk í embætti að skera upp herör gegn ofbeldi og skemmdarverkum í miðbænum um helgar. Lögreglan herti gæslu sína auk þess sem óeinkennisklæddir lögreglu- menn voru settir á vakt í miðbænum. Þegar nálgast miðnættið, aðfaranæt- ur laugardags og sunnudags, fer fólkið að streyma í bæinn. Ef vel viðrar fyllist bærinn fljótt af fólki og í blíðunni í sum- ar voru stundum fleiri þúsundir manna í miðbænum, alveg fram á rauðan morg- un. Vínveitingastaðir á þessu svæði eru mýmargir og draga til sín fjölda fólks. En það er ekki mannfjöldinn sem er vandamál heldur frekar það sem honum fylgir. Skemmdarverk í miðbænum eru algeng. Bílar eru rispaðir, rúður brotnar og þar fram eftir götunum. Einnig er óþrifnaður mikill. Á laugardags- og sunnudagsmorgnum er miðbærinn eins og eftir loftárás. Flöskubrot og drasl er um allt torg og alveg inn á Hallærisplan. Ofbeldi í miðbænum og nágrenni hans hefur færst í vöxt og er það oft mjög gróft. Fréttir af grófum misþyrmingum og jafnvel vopnabeitingu eru því miður allt of tíðar. Það sem athygli vekur er sá fjöldi unglinga, sem ekki komast inn á skemmtistaðina, sem eru í miðbænum. Svo virðist sem unglingarnir sæki frekar í að vera í bænum heldur en að sækja félagsmiðstöðvarnar í hverfunum, ef þær eru þá fyrir hendi. Unglingar á aldrinum 15-18 ára virðast ekki hafa áhuga á félagsmiðstöðvunum eða telja sig vera vaxna upp úr þeim og hafa þá ekki úr miklu að moða í skemmtanalífi. Engir fastir skemmtistaðir eru fyrir þennan aldurshóp og engar félagsmið- stöðvar eru miðaðar við þennan aldur. Þar af leiðandi sækja krakkarnir sína „skemmtun“ í bæinn. Skemmtistaðir fyrir unglinga eru sjaldnast langlífir. Eins og gefur að skilja eru þeir ekki með vínveitingaleyfi og hafa því nánast ein- göngu tekjur af aðgangseyrinum. Þar af leiðandi vill aðgangseyririnn verða hár og staðirnir því minna sóttir fyrir vikið. Flestir unglir.ganna koma í bæinn til að hitta kunningjana, sýna sig og sjá aðra. Oft er ölvun meðal þessara krakka nokkuð áberandi, og virðast þeir ekki eiga í neinum vandræðum með að út- vega sér áfengi. í fréttaflutningi og umfjöllun fjöl- miðla um miðbæinn eru unglingarnir oftast tilteknir sem gerendur og vand- ræðin rakin til þeirra. Raunin er hins vegar önnur. Flest ofbeldis- og skemmdarverkin sem unnin eru í bæn- um eiga sér stað eftir að skemmtistöðum miðbæjarins er lokað klukkan þrjú og eldra fólkið fer að tínast þaðan í bæinn. Unglingarnir eru ekki nema lítill hluti þeirra sem eru í bænum á þessum tíma og að sögn unglinganna sjálfra er það oftast eldra fólk sem er til vandræða. Umfjöllun um miðbæinn er nánast alltaf neikvæð. Heimildir fréttastofanna er yfirleitt lögreglan og eru þá fréttirnar aðallega af fjölda þeirra sem gistu fanga- geymslur, fjölda þeirra sem fluttir voru á slysadeild eftir slagsmál í bænum og þá yfirleitt ásamt fréttum af fjölda öl- vaðra bílstjóra og annarra lögbrota helg- arinnar. Sú mynd sem dregin er upp af miðbænum í fjölmiðlum er ekki falleg. Af umfjöllun þeirra að dæma er mið- bærinn ljónagryfja þar sem enginn er óhultur þrátt fyrir það að flestir þeir sem sækja miðbæinn séu hið mesta ról- yndisfólk. Miðbæjarsamkomur eru ekki nýjar af nálinni. Mannsöfnuður í miðbænum er kunnur allt frá því um 1960. / öldinni okkar, 1976 til 1980, er t.d. frétt frá 1976 um vandræðaástand í bænum af völdum unglinga sem þar söfnuðust saman. Drykkja unglinga niður í 12-13 ára og skemmdarverk eru tilefni fréttarinnar og þar er einnig minnst á nafngiftina Hallærisplan yfir Hótel íslandsplan. Þessi frétt sýnir að mannsöfnuður í mið- bæ Reykjavíkur er engin ný bóla og þó margt hafi breyst á þessum fimmtán ár- um og unglingarnir sem sóttu í mið- bæinn þá séu að verða miðaldra er mið- bærinn vinsælasti skemmtistaður borg- arinnar og virðist ætla að vera það áfram. 0 unarþörf sína hefur ekki þörf fyrir að ganga að næsta manni og ráðast á hann. Hún hefur heldur ekki þörf fyrir að missa ráð og rænu í gegnum vímuefni. Hún finnur fyrir styrk sínum á mun heillavæn- legri hátt. Börn og unglingar þurfa fyrst og fremst ást, virðingu, að finna styrk sinn og finna að þau séu mikils virði alveg eins og við öll hin þurfum. Til að fólk finni fyrir styrk sínum þarf það að fá að glíma við viðfangsefni sem því finnst spennandi og hefur hæfileika til að fást við. Grunnur- inn er lagður í fjölskyldunum meðal ást- vina og gífurlega mikið veltur á hvernig sá grunnur er lagður, hversu mikið barn er elskað og hversu mikla virðingu það fær. En ég held að í skólakerfinu þurfum við að gera miklu betur en gert er nú, að þar þurfi að búa betur að hverjum einstakl- ingi. Að hvert barn þurfi að fá að finna betur að það getur margt og að þess sér- stöku hæfileikar fái að njóta sín. Eg held að við höfum enn of þunga áherslu á bóklegt nám og „vitsmuni“ en sinnum bæði hinni tilfmningalegu og list- rænu hlið alltof lítið til mikils skaða fyrir börnin okkar. Þó er þessum hliðum meira sinnt í yngri bekkjum grunnskólans en hinum eldri - og líklega best í góðum leik- skólum. Ég hef undanfarin ár fengist við að kenna fullorðnu fólki tjáningu og ræðu- mennsku. Og það kemur fólk beint úr menntaskóla sem hefur verið í skólanámi síðan það var sex eða sjö ára og það liggur við að því sé ómögulegt að standa upp og segja frá sjálfu sér. Fólk fær allt of litla þjálfun í því að tjá sig í skólunum og kem- ur út úr þeim ófært um að tala um hluti sem það gjörþekkir, hvað þá um aðra og afstæðari hluti eins og tilfmningalífið, samfélagið o.s.frv. Unglingar velta mikið fyrir sér sinni eigin sjálfsmynd, hver er ég, hvernig er ég í augum heimsins, hvað vil ég verða. En það er alltof illa hlúð að þessum mikilvægu þáttum í þroska manneskjunnar, tilfinn- inga-, sköpunar- og tjáningarþættinum. Fjölskyldan og ástvinirnir hljóta að vera þungamiðjan í þessari aðhlynningu að sál- arlífi hvers og eins. En þessir krakkar eiga eftir að verða foreldrar og hvernig verða þeir í stakk búnir til að sinna þessu? Vinnustaður barnanna og unglinganna er skólinn, þau dvelja þar mikinn hluta tíma síns og hann þarf líka að geta hlúð að þessum hliðum til að byggja upp sterkari og hamingjusamari manneskjur.“ Björn Valgeirsson tekur í svipaðan streng og Kristín: Við eigum þess kost að læra í skóla allar mögulegar námsgreinar, 14 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.