Þjóðlíf - 01.08.1991, Side 56

Þjóðlíf - 01.08.1991, Side 56
MENNING Sjávarútvegur í bókaútgáfunni Segir Heimir Pálsson hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda og vísar til þeirrar staðreyndar að íslensk bókaforlög eru að miklu leyti rekin á skammtímalánum JÓN ÖZUR SNORRASON Jólabókavertíðin í ár fer af stað með nokkuð líku sniði og í fyrra. Með lækkandi sól hefst bókaútgáfan að ein- hverju marki á Islandi og smátt og smátt fylla bókaauglýsingar skjái og blaðsíður dagblaða. Sumum finnst þó nóg um fjölda útgefmna bókatitla í nóvember og desem- ber en aðrir benda á það að annað hæfi ekki íslenskri bókaþjóð. Fjöldi útgefinna titla í ár er þó nokkurnveginn hinn sami og á síðasta ári og litlar breytingar er að finna í útgáfu á milli einstakra bókaflokka. Þannig er engin umtalsverð fjölgun eða fækkun í útgáfu ævisagna eða skáldsagna, allt helst þetta í hendur við löngu þekktar þarfir markaðarins. Heimir Pálsson hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda lét þau orð falla á síðasta ári að með niðurfellingu virðisaukaskatts á bókum væri ný öld runnin upp í íslensku bókasamfélagi. En hver hefur svo reyndin orðið? Töluverð aukning varð á bóksölu fyrir síðustu jól og jókst salan jafnt og þétt strax eftir afnám virðisaukaskattsins en aðspurður hvort salan héldi áfram í sama farvegi nú og þá eða hvort hún kæmi til með að standa í stað, sagði Heimir að ómögulegt væri að sjá það fyrir, því þriðji möguleikinn væri í raun alltaf fyrir hendi, að bóksalan drægist saman. „Það er ómögulegt að segja til um hvert stefnir í þessum málum því það er löngum vitað að þessi hluti bókamarkaðarins er ákaflega viðkvæmur fyrir skammdegiskvíðanum og telji menn allt komið í kalda kol þá fer fólk mjög fljódega að spara við sig bæk- ur.“ Að mati Heimis hefur verðlækkun á bókum orðið meiri en menn höfðu al- mennt gert sér í hugarlund eða á bilinu 22-23%. „Verðlækkunin skilar sér auðvit- að fyrst og fremst til bókakauþenda en um leið til útgefenda í aukinni sölu. Þannig er þetta ávallt beggja hagur en jafnframt skal á það bent að fjöldi forlaga er geysilega mikill á íslandi og því er býsna erfítt að standa í sjálfri bókaútgáfunni. Á það má benda að sextíu forlög eru aðilar að Félagi íslenskra bókaútgefenda en aðeins í kring- um tíu forlög ráða mestu á markaðinum. Menn verða því að reka sín fyrirtæki alveg gríðarlega vel til þess að komast hjá skakkaföllum." éreinkenni íslensks bókamarkaðar felast einkum í því að flestar bækurn- ar koma út á mjög skömmum tíma. Hefur þetta fáa kosti í för með sér en marga galla þar sem mestallri bókaútgáfunni er þjapp- að saman á síðustu tvo til þrjá mánuði ársins. Þetta hefur áhrif á alla umfjöllun um bækur sem fram fer í fjölmiðlum. Hún verður ákaflega hröð og ekki eins markv- iss og skipulögð. Margar bækur verða út undan í umræðunni og ná ekki þeirri at- hygli sem þeim ber. Auglýsingar hafa meiri áhrif en góðu hófi gegnir við þessar sömu aðstæður og má fullyrða að með þessum hætti nái þær að verða ráðandi þáttur í vali fólks á bókum. Heimir er spurður að því hvort búast megi við einhverjum breytingum á þess- um þætti útgáfunnar. Hann sér engar rót- tækar breytingar í vændum en lítur á þennan vanda í tvennu lagi: „í fyrsta lagi er þetta vandi margra íslenskra rithöfunda sem nota sumartímann fyrst og fremst til að skrifa, því meginmálið hjá þessum höf- undum er það að vinna þeirra fari sem fyrst að skila tekjum. I öðru lagi er þetta vandi forlaganna sem hafa í raun yfir fjarska litlum fjármunum að ráða og þá reynir á að láta allt ferlið taka sem stystan tíma og lánin því sömuleiðis. Að þessu leýti verður alltaf dálítill sjávarútvegur í bókaútgáfunni“. En hver er framtíðarsýn Heimis Páls- sonar, sér hann fyrir gróskumikið starf eða samdrátt í íslenskri bókaútgáfu? „Þróunin í Evrópu er að minnsta kosti eitthvað til að hafa áhyggjur af því stöðug- ur samdráttur hefur átt sér þar stað á síð- astliðnum tíu árum. Benda má á að upplög bóka í Svíþjóð hafa minnkað um 50% og í Danmörku hafa bókaklúbbar fyrir ungl- inga algerlega lagst af. Svipaða sögu er að segja frá Bretlandi og í Frakklandi reikna menn út að útgáfa á bókum hafi dregist saman um 33% á síðustu árum. Þessa sam- dráttar er ekki enn farið að gæta á íslandi og hvort það gerist og þá hvenær er ómögulegt að segja fyrir um. En að þessu verða menn að huga og vera vakandi fyrir því hvert mögulega gæti stefnt fyrir ís- lenska bókaútgáfu. Við verðum að taka þetta alvarlega og með hliðsjón af vanda annarra þjóða verðum við að móta okkar stefnu. Styrkur hins íslenska samfélags liggur í einsleitni þess þar sem allir virðast vera færir um að taka þátt í lýðræðislegri um- fjöllun. En hversu lengi við höldum okkar sérkennum er ómögulegt að segja til um. í Bandaríkjunum og öðrum fjölhyggjusam- félögum eru stjórnmálamenn í auknum mæli að leggja stórfé til lestrarkennslu því þannig er málum háttað að ólæsi er að verða stöðugt meira vandamál og sá hópur fer stækkandi sem getur ekki lengur tekið gagnrýna afstöðu, byggða á upplýsingum. I reynd er heimurinn sífellt að verða flókn- ari og orðalagið helst í hendur við þá þró- un. Þannig er innflytjendavandinn í Evrópu að stórum hluta mállegur vandi. Það er því gífurlega mikilvægt fyrir okkur Islendinga að halda vöku okkar og aukinn lestur og sú rækt við málið sem felst í kraftmikilli bókaútgáfu má alls ekki drag- ast saman“ sagði Heimir Pálsson að lok- um. 0 56 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.