Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 71
en það yrði íslandsmet hvað lengd varðar
og eflaust stysti tími sem um getur við
gerð á kvikmynd í fullri lengd.
Reynt var að fara nýjar leiðir við fjár-
mögnun og myndin gerð á mjög ódýran
hátt en þó ekki billegan. Stefnt er að því að
Veggfóður verði tilbúin til sýningar í kvik-
myndahúsi í Reykjavík fyrir næsta sumar.
0
Leikstjórinn Júlíus Kemp (með sólgleraugu) og kvikmyndatökumaðurinn Jón Kari Helgasson
spá í næsta skot. Veggfóður er tekin á Aaton 16mm tökuvél.
STJÖRNUR
Börn náttúrunnar - ***
vikmyndin Börn náttúrunnar er í
senn látlaus og einlæg og hefur
leikstjóranum Friðriki Þór Friðrikssyni
tekist að skapa sjónræna frásögn byggða
á einföldu og góðu handriti.
Myndin fjallar um elli og leit að æsku,
um leiðangur tveggja aldraðra æskuvina
sem „flýja“ af elliheimili í höfuðborginni
til að fara á æskuslóðir og upphfa á ný
náttúruna og umhverfið sem þau ólust
upp í.
Það eru þau Gísli Halldórsson og
Sigríður Hagalín sem fara með aðalhlut-
verkin tvö en þau eru eins og sniðin fyrir
þessa leikara. Samleikur þeirra er sann-
færandi og persónusköpunin góð. Aðrir
leikarar standa sig einnig vel en þáttur
þeirra í myndinni er lítill og ómerkilegur
í samanburði við ferðafélagana sem við
fylgjumst með vestur á firði.
Fyrsti kaflinn í myndinni sem gerist í
Reykjavík og á elliheimilinu er hægur og
þungur, dauð birta og líflausir litir. I
fyrstu er þetta leiðigjarnt og pirrandi en
væntanlega gert að ásettu ráði til að
skapa rétta andrúmsloftið og til að und-
irstrika þá vonleysistilfmningu sem
söguhetjurnar upplifa á elliheimilinu.
Þegar ferðalagið hefst breytist allt. Um-
hverfið öðlast eigið líf og tilfmningin fyrir
því að náttúran sé í raun og veru lifandi afl
verður sterkari eftir því sem nær dregur
áfangastað. Kvikmyndataka, tónlist og
hin íslenska náttúra spila saman og vekja
þær kenndir hjá áhorfandanum að hann
hrífst með börnum náttúrunnar á ferða-
lagi þeirra.
í þessari litlu mynd slær stórt hjarta og
hún er svo sannarlega rós í hnappagat ís-
lenskrar kvikmyndagerðar.
Sýnd í Stjörnubíó.
Eldhugar (Backdraft) - ***
Leikstjórinn Ron Howard sem áður
hefur leikstýrt myndum eins og
Willow og Parenthood fæst hér við eldfimt
efni. Það segir frá slökkviliðsmönnum í
Chicago sem berjast við eld en hann er
fyrir þeim lifandi afl. Það er ekki nóg með
að þeir þurfi að hætta lífi og limum við að
slökkva elda sem kvikna af eðlilegum
kringumstæðum heldur gengur einnig
morðingi laus sem snöggsteikir fórnar-
lömb sín með „backdraft" aðferðinni.
í myndinni Eldhugar ægir saman úr-
valsleikurum sem ættu að hafa getað hald-
ið myndinni uppi á nöfnunum einum sam-
an. En það gildir það sama með þessa
mynd eins og allar aðrar: það er ekki
hægt að gera góða mynd úr lélegu handr-
iti. Söguþráðurinn í Eldhugum er svo
götóttur að hann er nánast enginn og
frábærir leikarar eins og Robert DeNiro
sem leikur rannsóknarmann og Donald
Sutherland sem leikur brunavarg,
rembast við að skapa sannfærandi og at-
hyglisverðar persónur sem ekki eru í
handritinu. Kurt Russel er eini eftir-
minnilegi karakterinn í allri myndinni
enda hæfir hlutverkið honum mjög vel.
Það sem gerir myndina hinsvegar ein-
stæða eru áhættuatriðin en þau eru engu
lík. Það er hreint ótrúlegt hve fegurð og
eyðingarmáttur elds er vel sýndur í
myndinni og einnig það að áhættuleikar-
arnir séu enn á lífi eftir sum atriði. Þegar
kviknar í efnaverksmiðju standa leikar-
arnir inni í miðjum sprengingunum og
hlaupa í gegnum elda sem gera áramóta-
brennur sambærilegar við eld á eld-
spýtu. Að þessum atriðum er frábærlega
vel staðið og hefði mátt vera meira af
þeim en minna af formúlukenndum sög-
uþræði.
Sýnd í Laugarásbíó.
Dignus
ÞJÓÐLÍF 71