Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 9

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 9
Togstreita er innan ríkisstjórnarinnar og ágreiningur um pólitísk grundvallaratriði. Hallarbylting í aðsigi? Ágreiningurinn kemur því fram við sam- starfsflokkinn til þess að sprengja ríkis- stjórnina, — til þess að málið verki sem minnst innan Sjálfstæðisflokksins. Margir telja að einmitt þetta hafi verið að gerast að undanförnu. Með því að Þorsteinn og fé- lagar hjóli í kratana komist þeir hjá marg- víslegum óþægindum innan eigin flokks. Hér er með öðrum orðum verið að notast við hina svonefndu „Albaníu-Kínaað- ferð“. En um leið er verið að gefa vísbend- ingu um það með hverjum menn vilja stjórna. Atburðarásin síðustu vikur þykir benda til þess að þeir hafi ætlað að láta til skarar skríða um síðastliðin mánaðamót. Þeir eru nánast að nota kratana til að sprengja rík- isstjórnina — og bola Davíð Oddssyni frá völdum. Hins vegar telja margir að þeir hafi misreiknað sig og ekki áttað sig á því að Morgunblaðið færi í skelegga vörn fyrir utanríkisráðherrann og þarmeð forsætis- ráðherrann. Auk þess var Þorsteinsar- murinn farinn að berjast á of mörgum víg- stöðvum þegar hann var bæði í slag um efnahagsstefnu við Davíð innan ríkis- stjórnarinnar og við Jón Baldvin um utan- ríkisstefnu. Þar færðist hann of mikið í fang. Þegar þessi grein er skrifuð eru uppi hugmyndir í Þorsteinsarminum um að styrkja hann með pólitískri langtíma- fléttu; Magnús Gunnarsson fari í frí frá SÍF, vinni á næstunni að sjávarútvegsmál- um fyrir Þorstein og samstarfsnefnd sjáv- arútvegsins. Magnús sem er maður vin- sæll gæti hægt og rólega unnið sér pólitískt bakland. Hann eigi í næstu kosningum að fara í framboð í Reykjaneskjördæmi og að mati ýmissa gæti hann orðið foringi í flokknum. íkisstjórnin hefur vaðið í hluti að því er virðist mjög illa undirbúin. Hún hefur á færibandi sett fram leikrænar lausnir í pólitísku andrúmslofti síðustu mánaða; selja Búnaðarbanka, gera einok- unarfyrirtæki að hlutafélögum o.s.frv. þó að slíkar ráðstafanir leysi í sjálfu sér ekkert vandamál og skipti í skásta falli ekki máli. Á hinn bóginn hefur ríkisstjórnin ekki gefið neinn tón fyrir framtíðina. Og það sem skiptir þjóðina máli núna er einmitt tónn í atvinnulífinu. Það er at- vinnulífið sem hefur verið að dragast sam- an. íslenska efnahagslífið sem er í stöðug- um samdrætti. Ein meginmistök ríkis- stjórnarinnar þegar hún settist að völdum var að hún taldi gífurlega þenslu vera í uppsiglingu. I framhaldi af þessu vitlausa mati ráðherranna hækkuðu þeir vexti upp úr öllu valdi, sem voru fyrir hærri en nokkur réttlæting var fyrir. Ráðherrarnir lásu vitlaust í efnahagslífið og framhaldið varð í samræmi við það. Þegar ríkisstjórn- in fer svo af stað með haustinu rekst hún á tvennt; annars vegar að undirbúa mál sín illa og standa hrapallega að kynningu og svo hins vegar steitti hún á „framsóknar- skerinu“ í eigin flokki jafnt sem annars staðar. Fólk er ekki reiðubúið að láta ganga yfír landsbyggðina með valdboð- um, það er fátt hægt að gera nema með sæmilegri pólitískri sátt. Og þá kom að þætti forsætisráðherrans sem virðist margt betur gefið en auðmýkt og hógværð gagnvart verkefnum hvunndagsins í landsmálapóliu'k. I framhaldi af vaxandi ágreiningi innan stjórnarinnar í haust er talið að stjórna- randstaðan hafi metið stöðuna um mán- aðamótin þannig að mun vænlegra væri fyrir Alþýðubandalag og Framsóknar- flokk að gera bandalag við helming eða meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins heldur en við Alþýðuflokkinn á þingi. Strax í nóvember voru byrjaðar þreifmgar í þessa veru í gluggakistum þingsins. Var þá imprað á hugmynd um ríkisstjórn sem yrði undir forsæti Matthíasar Bjarnasonar ellegar annars hvors þeirra Steingríms Hermannssonar eða Þorsteins Pálssonar. En til þessa gat ekki komið, Mogginn stöðvaði atburðarás í þessum dúr, a.m.k. í bili. Frammarar og allaballarnir komust því ekki í ríkisstjórn með „sægreifunum" í svipinn. En óþolið er mikið. ftir fjölmiðlauppákomur vegna þyrl- umála og fleiri atriða af hálfu forsæt- isráðherra tók að hrikta í stólnum og hug- myndir um nýja ríkisstjórn fengu byr undir báða vængi. Eða breytingar á núver- andi ríkisstjórn. Reiðir sjálfstæðismenn og stuðningsmenn Inga Björns Alberts- sonar vildu þá margir hverjir að Davíð hyrfi úr stól forsætisráðherra og við tæki ÞJÓÐLÍF 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.