Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 26
ERLENT
VIÐ BIÐJUM
OG BERJUMST
Viðtal við Blönku Vil sem leiðir starf Króata í Tubingen í Þýskalandi: Er hœgt
að œtlast til þess af heilli þjóð að hún líði píslarvœtti?
TEXTI OG MYNDIR: CARLOS A. FERRER
Blanka Vil er Króati, alin upp í Vu-
kovar. Tíðindamaður Þjóðlífs kynnt-
ist henni í Tubingen í Þýskalandi þar sem
hún er í framhaldsnámi í germönskum
fræðum og guðfræði. Ekki er hægt að
segja að hún hafi eirð í sér til að sinna
fræðunum sem stendur. Þegar stríðið
braust út í Króatíu í vor tókum við Blanka
þátt í ráðstefnu í Svörtuskógum. Hún
kom þá iðulega þreytuleg og taugaspennt
til funda. Það var ekki að ástæðulausu því
að foreldrar hennar voru þá í Vukovar og
heyrst hafði vélbyssuskothríð meðan á
símtölum stóð.
Hún sagði okkur frá þeirri aðferð Serba
að senda sjálfboðaliða, Tschetnoks, í þorp
til að egna til óeirða og gera þannig hern-
um kleift að grípa inn í deilurnar. Núna
eru þetta margtuggnar fréttir. Serbar hafa
gert þær fyrirætlanir sínar kunnar okkur
Vestur-Evrópubúum að þeir ætli að sam-
eina alla Serba innan serbneskra landa-
mæra. Það er auk þess ekkert launungar-
mál að þeir ætla að skilja eftir sig sviðna
jörð £ Króatíu.
Foreldrar Blönku Vil eru nú óhultir í
Zagreb. Óhultir meðan Zagreb er utan
skotmáls stórskotaliðs júgóslavneska
hersins.
Blanka, segðu svolítið frá þér og fjöl-
skyldu þinni?
— Pabbi minn, Stjepan, er bifvélavirki
og rekur eigið verkstæði. Hann byggði
það eftir að hafa unnið 10 ár í Þýskalandi.
Marija móðir mín er húsmóðir.
— Þau eru ekki lengur í Vukovar.
Heimili okkar er eyðilagt og þau eru orðin
of roskin til að vera þar. Auk þess voru
kjallararnir fullir af fólki sem þarna leitaði
sér skjóls undan skothríðinni. Faðir minn
á nú sæti í neyðarráðinu í Zagreb, þaðan
stjórnar hann birgðaflutningum til Vuko-
var. Móðir mín er meðlimur friðarhreyf-
ingar mæðra sem stóð fyrir mótmælum í
Belgrad og víðar í vor. Systir mín flytur
hjálpargögn frá Vestur-Evrópu til Zagreb.
Eg sé um almanna- og fréttatengsl, skrifa
greinar, tek þátt í undirbúningi mótmæla
og þess háttar.
Vukovar liggur á landamærum Serbíu
og Króatíu. Er hún dæmigerð landa-
mæraborg með verslun, menningar-
samskiptum og öðrum friðsamlegum
tengslum milli þjóða?
— Vukovar liggur við Dóná og er ein
stærsta hafnarborgin inni í landi. Hún er
mikil verslunarborg og serbneskir bænd-
ur flytja afurðir sínar til hennar þar sem
enginn verslunarstaður er Serbíumegin.
Bjuggu Serbar og Króatar þarna hlið
við hlið í bróðerni?
— Maður varð að láta sér það lynda.
Hún var ekki auðveld sambúðin á stund-
um, maður vissi alltaf af því að það voru
Serbar sem höfðu forréttindin. Ekkert var
hægt að gera. Þeir réðu lögreglunni og
stjórnkerfinu. Það kraumaði alltaf undir
yfirborðinu. Það ríkti kannski ekki hatur
en allir tortryggðu alla.
— Þegar við fjölskyldan fluttum heim
til Króatíu frá Þýskalandi 1971 var nýbúið
að berja niður stúdentahreyfinguna en
Fórnarlamb stríðsins í Króatíu.
26 ÞJÓÐLÍF