Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 65

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 65
MENNING ÆVISÖGUR Mikil gróska er í útgáfu ævisagna fyrir þessi jól. Meðal viðalmeiri verka af þeim toga er ævisaga Kristjáns Eldjárns for- seta og þjóðminjavarðar. Við ritun sög- unnar er stuðst við dagbækur Kristjáns og munnlegar frásagnir samferðamanna auk annars. „Hér er dregin ujpp áhrifa- mikil mynd af alþýðumanni og heims- borgara, manni sem ekki sá neina þver- sögn í því fólgna að hlúa að arfi norð- lenskra formæðra sinna og forfeðra um leið og han tileinkaði sér það dýrmætasta í menningu erlendra þjóða“, segir í bók- arkynningu. Gylfí Gröndal skrifar söguna, en hann hefur verið mikilvirkastur Islendinga í rit- un ævisagna. Ævisaga Kristjáns er viða- mesta verk hans til þessa og það er Forlag- ið sem gefur bókina út. Forlagið gefur einnig út ævisögu Jónas- ar Jónassonar útvarpsmanns með meiru. Svanhildur Konráðsdóttir skráði söguna, en á bókakápu segir m.a. „Þar segir hann hispurslaust frá lífi sínu og samtímafólki og slær til skiptis á blíða og stríða strengi. En við hvert fótmál vofir lífsháskinn yfir, lífsháski þess manns sem leitast viða að horfast í augu við sjálfan sig og ljá lífi sínu merkingu.“ Minningar Jónasar bera ein- mitt nafnið Lífsháskinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingis- maður skráði sögu Sigurveigar Guð- mundsdóttur kennara í Hafnarfirði, en Sigurveig veiktist kornung af berklum og gerðist kaþólikki. „Bókin er í listileg lýs- ing á tíðaranda og ómetanlegt framlag til sögu tuttugustu aldarinnar. í henni má lesa um örlög og hugmyndir þeirrar kyns- lóðar sem fullorðnaðist á árunum milli heimsstyrjaldanna tveggja. Saga Sigur- vegiar er skemmtileg og vekur lesananum bjartsýni. Sigurveig hefur ætíð treyst á sannfæringu sína og ævi hennar er dæmi um það hvernig óbilandi trú á lífið og fegurð þess getur lyft manneskjunni upp yfir erfiðar aðstæður, mótlæti og efasemd- ir um tilgang sinn í tilverunni“, segir í kynningu bókarinnar. Bókaútgáfa Fróða gefur út ævisögu Er- lendar Einarssonar í SIS sem er skráð af Kjartani Stefánssyni blaðamanni. Hann hefur áður með góðum árangri skrifað ævisögu, Með viljann að vopni, ævisögu Guðmundar í Víði sem kom út árið 1983. Erlendur komst ungur til æðstu metorða í einu mesta efnahagsveldi Islendinga á þessari öld og stýrði Sambandinu í aldar- fjórðung. Saga hans og sjónarhóll er því afar forvitnileg fyrir áhugamenn um at- vinnulíf, þjóðmál og persónusögu. Þá gefur Fróði einnig út ævisögu Sig- urðar Olafssonar söngvara og hesta- manns, sem Ragnheiður Davíðsdóttir færði í letur. Omar Ragnarsson sá fjöl- hæfi og afkastamikli fréttamaður og fjöll- istamaður hefur skráð bernskuminningar sínar sem sama bókaforlag gefur út. Og ekki má gleyma I sviptivindum, en það eru æviminningar Sigurðar Helgasonar Flugleiðafrömuðar. Bók hans hefur þegar valdið fjaðrafoki og á eftir að verða drjúg í umræðunni. Steinar J. Lúðvíksson skráði söguna. Meðal annarra umtalsverðra ævisagna er Lífróður Arna Tryggvason- ar. Ingólfur Margeirsson skráði en Örn og Örlygur gefa út. Þráinn Bertelsson skrifaði sögu Ladda en bókaútgáfan Líf og Saga gefur út. Og ekki má gleyma ævisögu Jónasar Jóns- sonar frá Hrilfu sem Guðjón Friðriksson skrifaði. Nokkrar bækur vantar í þessa upptalningu en nánar verður fjallað um sumar þessara ævisagna síðar í Þjóðlífi. (> Blómleg útgáfa lióðabóka JÓN ÖZUR SNORRASON Óhætt er að fullyrða að fjöldi útgefinna ljóðabóka í ár veki nokkra athygli því hingað til hefur ljóðabókaútgáfa ekki talist til arðbærra útgáfuverkefna og höfundar sjálfir oftsinnis gefið út sínar bækur. Hér virðist vera jákvæð breyt- ing á ferðinni. Frá Máli og menningu koma út sjö ljóðabækur: Ljóðaþýðingar úr belgísku eftir Anton Helga Jónsson, Ljóðasafn Ingibjargar Haraldsdóttur, Jarðmunir eftir Hannes Sigfússon, Vetraráform um sumarferðalag eftir Gyrði Elíasson, Ég man ekki eitthvað um skýin eftir Sjón, Ljóð eftir Margréti Lóu Jóns- dóttur og 27 herbergi sem inniheldur prósaljóð og myndir eftir Rögnu Sigurð- ardóttur. Frá Iðunni koma út fimm ljóðabækur: Stund og staðir eftir Hannes Pétursson sem er endurútgefin, Fuglar og annað fólk eftir Matthías Johannessen, Kúa- skítur og norðurljós eftir Steinunni Sig- urðardóttur, Felustaður tímans eftir Sveinbjöm I. Baldvinsson og Lendar elskhugans eftir Vigdísi Grímsdóttur. Frá Forlaginu koma út fimm ljóðabæk- ur: Ansjósur eftir Braga Ólafsson, Fuglar eftir Þórunni Valdimarsdóttur og þrjár ljóðabækur eftir Þórarin Eld- járn sem nefnast Hin háfleyga mold- varpa, Ort og Óðfluga sem er ljóðabók fyrir börn og myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn. Frá Hörpuútgáfunni koma út tvær Ijóðabækur, Kór stundaglasanna eftir Friðrik Guðna Þorleifsson og Borgfirðingaljóð sem er safn ljóða eftir 120 borgfisk ljóðskáld. Frá Vöku Helgafelli koma út fjórar ljóðabækur: Heildarútgáfa á ljóðum eft- ir Stein Steinarr, í skugga lárviðar, ljóð Hórasar “ í þýðingu Helga Hálfdánarsonar, Sonnettusveigur eftir Gunnar Gunn- arsson og Ilmur af draumi eftir Gunnar Gunnlaugsson. Frá Fjölva-Vasa koma einnig út fjórar ljóðabækur: Viskustykki eftir Sverri Stormsker, Innhöf eftir Pjetur Hafstein Lárusson, Línur í lófa eftir Þóru Jónsdóttur og Ber er hver... eftir Jónas Friðgeir. Frá Menningar- sjóði koma út tvær ljóðabækur: Sólarljóð í útgáfu Njarðar P. Njarðvík og Undir Parísarhimni, safn franskra ljóða í þýð- ingu Jóns Óskars. 0 ÞJÓÐLÍF 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.