Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 22
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
eftir stríð og ég tala nú ekki um á árunum
fyrir stríð en samt sem áður: þetta kerfi
var í fullum gangi eftir að Beria var tekinn
af. Og það þurfti ekki mikið til að vera
dæmdur í 5 ár fyrir andsovéskan áróður:
óvarkár ummæli. Það var vissara fyrir
mann að fara varlega.
— Jú, jú, það var talað um Stalín. Ég
man eftir því að 7. nóvember 1954 var
hengd utan á nýju byggingu háskólans
risavaxin mynd af hinum látna leiðtoga,
margir metrar á hæð — það var dúkur sem
strengdur var yfir þrjár eða fjórar hæðir.
Það var ekkert sem benti til annars en
hann væri enn í guðatölu. Fyrir mann sem
var þarna að hamast við að læra tungumál-
ið var ekki hægt að greina neina stefnu-
breytingu. Það var að vísu frægt að Mal-
enkoff sem þá var aðalmaðurinn í ríkinu
kvaðst styrkja léttaiðnað en það var
kredda Flokksins að þungaiðnaður skyldi
ganga fyrir en það þýddi í raun og veru að
styrkja skyldi hergagnaiðnað. Maður varð
fljótlega var við skortinn: stúdentar í há-
skólanum voru einatt að skrapa saman
mat og senda heim til sín: sykur, kaffi,
ýmiss konar matur var ekki til þar en til í
Moskvu— maður fékk fljótlega á tilfinn-
inguna það sama og ég sá reyndar á leið
minni frá Helsinki að úti um landið væri
erfitt að halda bara í sér tórunni. En það að
Moskva væri forréttindaborg, að þangað
væri sópað varningi sama hvaða nafni
hann nefndist og síðan fengi afgangurinn
af landinu það sem eftir var: þetta frétti
maður ekki fyrr en löngu síðar. Moskva
hafði þessi forréttindi alla tíð — alveg þar
til fyrir nokkrum árum. Ferðafrelsi var
takmarkað, bændur njörvaðir niður í sam-
yrkjubúum og máttu ekki ferðast út fyrir
land samyrkjubúsins nema með því að fá
sérstakt ferðaleyfi, stimplað í bak og fyrir
af yfirmönnum samyrkjubúsins — en
þetta vissi maður ekki fyrr en seint og um
síðir.
— Allir Sovétborgarar urðu að hafa
sérstaka vinnubók um það hvernig þeir
höfðu hagað sér á vinnustað. Ymislegt af
þessum toga tilheyrði þjóðlífinu. Að sjálf-
sögðu var vonlaust að leita að upplýsing-
um um slíkt í blöðum og bókum og þessi
mynd sem þannig varð smám saman til
fyrir tilviljanir var mynd af einhverju öm-
urlegasta þjóðlífi sem hægt var að hugsa
sér. Ég fékk bráða lungnabólgu í báðum
lungum haustið 1956 og var meðvitundar-
laus í nokkra sólarhringa. Penisilín var
bannað, þótti burgeisalegt og spítalinn var
frá 17. öld. Ég var þarna á stofu með
tveimur atvinnusjúklingum sem voru
ágætir og þetta var líkast til einn af fáum
stöðum í landinu þar sem var hægt að tala
opinskátt um hlutina. En eina lækninga-
aðferðin við lungnabólgu var sú að skella
glerskálum sem brugðið var yfir gasloga á
húðina — þannig átti að draga blóð út í
húðina. Mér skilst að þetta hafi verið not-
að fyrr á öldum á vestrænum sjúkrahúsum
og ku vera aðferð sem dugar vel til að
draga blóð út í húðina — en skiptir litlu
máli í því að lækna lungnabólgu...
— Ég var í Sovétríkjunum til 1959, fór
burt í júlí það ár. En eftir fyrsta árið var ég
eiginlega alveg búinn að fá nóg, staðráðinn
í að nota fyrsta tækifæri til að komast burt.
Það var bara peningaleysið sem hélt í mig.
Ég hefði svo sem komist út úr landinu en
ef ég hefði viljað skrá mig í þýskan eða
enskan háskóla hefði ég þurft að eiga eitt-
hvað fyrir uppihaldi. Það átti ég ekki. Ég
var í þeirri stöðu að ég komst hvergi. Og á
endanum hugsaði ég sem svo: fyrst ég er
kominn hingað er best að drekka þennan
bikar til botns. Við Árni vorum þarna í tvö
ár einu vestur-evrópsku stúdentarnir og
það var ekki fyrr en 1956 að það komu
stúdentar frá Ítalíu og Bandaríkjunum.
Ég vissi nú að á endanum yrði þetta sér-
stök reynsla og ég hélt að íslenska ríkið
myndi kannski vilja nýta sér þá reynslu
Árni Bergmann og Arnór íMoskvu. Þeir héldu tíl Moskvu árið 1954 og urðu fyrstír Islendinga og
Vesturlandabúa tíl að nema við háskólann þar í borg.
22 ÞJÓÐLÍF