Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 28

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 28
ERLENT gráa leik að samþykkja og undirrita allt sem sagt er í Haag og fara svo á bak orða sinna þegar heim var komið. Þannig hafa þeir grætt tíma og til þessa hindrað að vestrið viðurkenni sjálfstæði Króatíu. Þetta er fyrsta flokks stjórnkænska og ekki er annað hægt en að dást að henni. Þú notaðir orðin „fasískt yfirbragð“ áðan. Nú vitum við að Króatía var í bandalagi við Þýskaland Hitlers fyrir 50 árum. Er sagan óuppgerð enn? — Mín kynslóð gat ekki tekist á við söguna vegna þess að þagað var yfir henni. Eins var sögukennsla í skólum of einföld og enn í dag líða Króatar fyrir það að sett er samasemmerki milli þeirra og Usters- hashreyfíngarinnar. Enn í dag heyrist sagt: „Allir Króatar eru Ustershas.“ Þetta er hins vegar ekki rétt, ríkisstjórn Usters- has 1941 til 1945 var ekki þjóðin öll. Ust- ershas voru sérsveitir eins og SS í Þýska- landi. Ekki má gleymast að til var venju- legur her í Króatíu sem ekki var á bandi ofstækismannanna. Auk þess átti komm- únistahreyfingin rætur sínar í Zagreb. Hún undirbjó andspyrnuna gegn Usters- has og Hitler. Serbar höfðu aðeins kon- ungssinna Tshetniks sem sameinuðust sveitum Títós 1943—44. Það er því ekki hægt að setja samasemmerki milli Króata og fasista annarsvegar og Serba og and- spyrnunnar hinsvegar. — Frá því að við vorum í leikskóla gekk innrætingin út á „fræði“ Títós á kostnað þjóðernisvitundar og sögu okkar. Ekki má þegja yfir grimmdarverkum Ust- „Skoðanafrelsi var ekkert...“ ershas en þau voru blásin upp úr öllu valdi meðan þagað var yfir grimmdarverkum andspyrnuhreyfmgarinnar sem framin voru með hjálp Englendinga. Hætt er við að stríðið færist enn í auk- ana og grimmdarverkum fjölgi. Hvað heldur þú að ríkisstjórn Króatíu muni gera? — Stríðið mun halda áfram. Einhvern tímann hljóta ríki Evrópu að viðurkenna sjálfstæði lýðveldanna. Ég held ekki að það sé mikið vit í því að Evrópuríki sendi friðarsveitir niður á Balkanskaga. Slíkar sveitir geta aðeins tryggt að ekki komi til frekari landvinninga en þær geta ekki tek- ið þátt í bardögum. Eins og er þarf Króatía á vopnum að halda til þess að binda endi á þetta stríð og reka árásarmennina af hönd- um sér. — Ég held að Serbar og Króatar geti lifað saman í friði þar sem ekki hefur verið barist og nágrannar hafa ekki framið grimmdarverk á hverjum öðrum. Þegar ég ræddi við formann samtaka Gyðinga í Zagreb fyrir nokkru taldi hann ekki að Serbar sem slíkir eða aðrir minnihluta- hópar hefðu ástæðu til að óttast ofsóknir í Króatíu. Staða Serbanna er þó nokkuð sérstök þar sem þeir höfðu töglin og hagldirnar í 50 ár í Júgóslavíu. Nú þurfa þeir að sætta sig við tilveru án forréttinda. Það er auðvitað erfitt fyrir þá og kannski hætt við að þeir einangrist. Heldur þú að það verði jafnvel svipað ástand eftir stríðið og er í Norður-Irl- andi? — Forseti okkar, Tudjam, vill að al- þjóðastofnanir vaki yfir réttindum minni- hlutahópa í Króatíu. Þau réttindi eru m.a. tryggð í stjórnarskránni. En ég held að þjóðin geti ekki þolað langt stríð sálfræði- lega séð. Því lengur sem það varir, þeim mun erfiðara verður að sætta Serba og Króata. — Ég óttast mest það sem Kleist lýsir í sögu sinni „Michael Kohlkammer oder Verbrecher aus Verlorener Ehre“ (Glæpa- maður af völdum ærumissis). Ég óttast mest að verjendur verði að sækjendum í þessu varnarstríði, að Króatar geri sig seka um svipaða glæpi og Serbar hafa gert sig seka um. Allt stefnir í að auga verði goldið fyrir auga og tönn fyrir tönn. Hvað heldurðu að verði fengið með alþjóðlegri viðurkenningu á Króatíu? — Alþjóðlegri viðurkenningu hlýtur að fylgja aðstoð. Ég býst ekki við hernað- aríhlutun, það myndi flækja málin of mik- ið. Hjálpargögn og vopn er það sem Króa- tía þarfnast. En þá er viðbúið að allar frið- arhreyfmgar reki um ramakvein. Slíkar hreyfingar vilja skapa frið án vopnavalds. En fyrir mér eru slíkar hugsanir eins og himnesk Jerúsalem. Auðvitað má láta sig dreyma um slíka hluti en einhliða siðfræði er ekki til þess fallin að takast á við hið raunverulega vandamál. Hvað réttlætir al- gert bann gegn innflutningi vopna til stríðandi fylkinga í Króatíu, þegar Króat- ar verjast árásum hers sem hefur haft 50 ár til að vígbúast? Er hægt að ætlast til þess af heilli þjóð að hún líði píslarvætti? Ég er hrædd um að hér dugi ekki að mæla með einföldum mælistikum og menn verði að 28 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.