Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 62

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 62
MENNING IALGERUM ÞÝÐINGAHEIMI Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur hefur lokið við þýðingu sína á Karamazov — bræðrum Dostojevskís JÓN ÖZUR SNORRASON Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur. Öll ritstörf eru yfirleitt frekar einmanaleg iðja. —Núna er ég að ljúka við þýðingu mína á Karamazovbræðrunum en seinna bindi þeirrar sögu kemur út fyrir þessi jól. Þetta er þriðja skáldverkið sem ég þýði eftir Dostojevskí en ég hef áður þýtt Glæp og refsingu sem kom út á íslensku árið 1984 og Fávitann sem kom út í tveimur hlutum árið 1986 og 1987. Þetta er mitt aðalstarf og á þessu lifi ég. Með því móti hefur það tekið mig að meðaltali eitt ár að þýða hverja bók, segir Ingi- björg Haraldsdóttir rithöfundur. — Sennilega var erfiðast að þýða Glæp og refsingu vegna þess að hún var fyrsta bókin. Karamazovbræðurnir var ekkert sérstaklega erfið enda hef ég nú eitthvað skólast í þessu. Þó er þetta nú ansi erfið vinna svona þegar á heildina er litið og getur tekið mikla orku. En um leið tel ég það til töluverðra forréttinda að fást við það sem manni þykir skemmtilegt og gef- andi en stundum gengur þetta illa og þá er allt í upplausn. En þetta starf veitir mér bara svo mikla ánægju. A milli þessara stóru þýðinga hef ég hvílt mig á minni þýðingum. Þannig að yfirleitt lifi ég í al- gerum þýðingaheimi. Loka mig af í gluggalausum kjallara með tölvunni og án allra samskipta við annað umhverfi. Getur það ekki verið einmanalegt? — Það fer bara eftir því hvernig á það er litið. Öll ritstörf eru yfirleitt frekar ein- manaleg iðja. Maður einangrast auðvitað geysilega mikið og er kannski hálfgert við- undur í mannlegu samfélagi en á móti kemur það að maður er að slást við risa- stóran heim sem er fullur af átökum, ást og hatri og geysilega fjölskrúðugum pers- ónum. Maður gengur eiginlega út úr sín- um eigin heimi og inn í annan heim nokk- urskonar ævintýris í lokuðum kjallara. Ég kann reyndar ágætlega við mig þar og sökkvi mér dálítið inn í hann með sögu- persónunum. En er ekki töluverður munur á rúss- neskunni og íslenskunni. Kemst það sem sagt er á rússnesku eðlilega til skila á íslensku? — Munurinn á þessum tveimur tungu- málum liggur helst í frásagnarmátanum þar sem textinn er svo mælskur og fjálgur á rússnesku. Þetta er svo mikil frásögn sem ég er að fást við í texta Dostojevskís. Geysileg mælska. Stærsta freisting mín sem þýðanda er að stytta textann og ég hef dálítið þurft að berjast við það. En það er auðvitað ekki hægt því skylda þýðandans er að vera trúr frumtextanum. Ef þetta væru íslenskar bækur þá myndi maður hafa þær miklu styttri. Munurinn á þess- um tungumálum getur líka falist í tján- ingu tilfinninga sem getur oft orðið ákaf- lega væmin á íslensku. Það myndi enginn skrifa á íslensku eins og Dostojevskí. Það eru svo mikil læti í persónum hans. Öll þessi hróp og köll og æsingur í verkum hans. Texti Dostojevskís er svo stríður og merkingarfullur. Styrkur hans er auðvitað fólgin í því hvað hann kafar djúpt í sálarlíf- ið. Hann er svo næmur á manneskjuna og það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Allt verður svo lifandi í meðförum hans. Má kannski segja að hann sé í uppá- haldi hjá þér? — Já því ekki það — ásamt Mikhail Búlgakov. Það má segja að þeir keppi um 62 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.