Þjóðlíf - 01.08.1991, Síða 76

Þjóðlíf - 01.08.1991, Síða 76
MENNING DANSADí BOLUNGARVÍK Gerum hlutina af metnaði, segja Bjarni K. og Pálína Vagnsdóttir TEXTI OG MYNDIR: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON Popptónlistarlíf á Bolungarvík hefur verið með daufara móti hin síðari ár. Einu sinni var þar og hét hljómsveitin Kan með Her- bert Guðmundsson fremstan í flokki. En hún lagði upp laupana um miðjan síðasta áratug og síðan hefur lítið gerst. Þangað til í mars. Þá stofnaði ungur skagamaður, Bjarni S. Ketilsson, nýfluttur til Bolung- arvíkur, Léttsveit Bjarna K. Þjóðlíf var á ferð þar vestra ekki alls fyrir löngu og tók hús á bassaleikaranum. Einnig var mætt á svæðið söngkona sveitarinnar, Pálína Vagnsdóttir, en hún er einmitt ein af sjö Vagnssystkinum, sem fyrr í sumar gáfu út plötuna Hönd í hönd, uppáhaldslögin hans pabba. En meira um það síðar. Þau voru fyrst spurð um tilurð Léttsveitar Bjarna K. — Eftir að ég flutti hingað vestur um síðustu áramót fór ég að leita að gítarleik- urum og fann nóg af þeim en enginn vildi koma „út úr skápnum“, heldur bara vera áfram heima í sinni stofu, segir Bjarni. Svo þegar leikfélagið hérna fór að æfa komust þar í úrslit en það kom þeim sjálf- um mjög á óvart. Og áður en þær vissu af voru þær stöllur byrjaðar að spila á böll- um. — Þegar við vorum að byrja í kringum 1980 þá var mikið tónlistarlíf hérna og mikið af unglingahljómsveitum í gangi. En það hefur dofnað mikið yfir þessu og það er miður vegna þess að margir af þess- um krökkum höfðu svo sannarlega hæfi- leika. Sennilega hefur ekki verið hlúð nógu mikið að þessari viðleitni, tónlistin þótti kannski heldur hrá og hávær en ein- hvernveginn verða allir að byrja. Það var slæmt að svona fór því þessir krakkar fengu mikla útrás í því sem þeir voru að gera. Færð þú þessa sömu útrás í þinni spilamennsku ? — Já, já, ég fæ heilmikla útrás í þessu, það er svo gaman að spila þessi gömlu lög. Fólk getur sungið með og það skapast miklu meiri stemmning þegar þannig lög eru spiluð. Ásthildur segir allskonar atvik koma upp og stundum hafi verið brugðið á það ráð að ferðast á snjóbílum og hraðbátum til þess að komast til og frá dansleikjum. v \ Ásthildur Cesil. Er að vinna að hljómplötu hjá Sigurði Rúnari Jónssyni (Didda fíðlu) þar ein- göngu verða lög og textar eftir hana sjálfa. Eftir Ásthildi liggur platan Sokka- bandsárin sem kom út árið 1985 en nú er ný plata í bígerð með aðstoð Sigurðar Rúnars Jónssonar, Didda fiðlu. Blaða- maður bað Ásthildi um að segja örlítið frá því. — Ég hef verið að vinna að þessari plötu frá því á síðasta ári, að vísu ekki haft mikinn tíma og því síður fjármagn en nú þegar hægist um hjá mér þá einbeiti ég mér meira að henni. Á plötunni verða ein- göngu lög og textar eftir mig og ég vonast til að geta lokið við hana áður en árið er úti. En það skiptir í raun ekki svo miklu máli hvenær, aðalatriðið er að hún komi út. Ég reikna með því að gefa plötuna sjálf út en er ekkert að flýta mér eða ýta á eftir þessu. Og um hvað ertu að fjalla á plötunni? — Þetta eru þankar um lífið og tilver- una almennt, hvað tekur við að því loknu o.s.frv. Einskonar litlar hugleiðingar sem ég klæði í rokk eða poppbúning og þrykki svo á plast þegar fram í sækir en þar sem ég er pínulítið forlagatrúar þá læt ég ráðast hvenær verður endanlega af þessu, sagði Ásthildur Cecil Þórðardóttir að lokum. 0 76 ÞJÓÐLÍF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.