Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 80
FORDÓMAFULL TÖLVUTÆKNI
Vísindamenn líta öðrum augum áfordóma eftir fangbrögð við
tölvutœknina. Það er því ekki nóg með að okkar fullkomnu heilar séufullir af
fordómum, heldur sköpum við okkur einnig verkfœri sem við fyllum af
fordómum til að það skili sem bestum árangri
BJARNI ÞORSTEINSSON
að hefur lengi verið einn af draumum
mannsins að skapa sér verkfæri sem
búið væri greind. Hvort sem þessi draum-
ur er sprottin úr þörf mannsins fyrir að
upphefja sjálfan sig sem guð og skapara
eða einfaldlega þeirri þrá að losna undan
oki hins daglega strits, hefur á síðastliðn-
um áratugum verið eytt gífurlegum fjár-
munum í rannsóknir á gervigreind. í upp-
hafi ríkti mikil bjartsýni meðal vísinda-
manna um möguleika gervigreindar og
sem dæmi má nefna að bandaríski tölvu-
fræðingurinn Herbert Simon lýsti því yfir
árið 1965 að eftir 20 ár gætu tölvur unnið
öll þau störf sem menn vinna.
Þegar niðurstöður rannsókna sýndu
fram á að erfiðara væri að fella raunveru-
leikann inn í forrit en talið var fór bjart-
sýnin að dofna. Rannsóknirnar hafa lengst
af verið byggðar á þeirri skoðun að að baki
ákvörðunum mannsins liggi rökhugsun -
eða m.ö.o. að rökhugsun sé lykillinn að
greind. Svokallaðir þekkingarverkfræð-
ingar, sem eru yfirleitt tölvufræði- eða
verkfræðimenntaðir, hafa hannað fjölda
tölvukerfa sem þeir fylla af upplýsingum
og reglum sem þeir afla sér með því að leita
til sérfræðinga á því sviði sem kerfið á að
starfa. Þessi kerfi, sem kölluð eru sérfræð-
ikerfi eða ekspertkerfi, hafa náð töluverðri
útbreiðslu og vinna mörg og mismunandi
verk.
En sérfræðikerfin hafa ekki reynst eins
vel og menn áttu von á; þau gefa allt of
mörg röng svör og erfitt hefur reynst að
vinna reglur upp úr þekkingu sérfræð-
inga. Þeir virðast annaðhvort að einhverju
leyti vera ómeðvitaðir um þær reglur sem
þeir nota eða að hugsun þeirra er ekki eins
undirorpin reglum og rökum og gervi-
greindarmenn töldu. Þau kerfi sem hafa
sýnt góðan árangur hafa verið hönnuð til
að leysa verkefni þar sem mjög ákveðnar
reglur gilda, eins og t.d. í skák. Þó svo að
hinar kostnaðarsömu rannsóknir hafi ekki
skilað nema broti af því sem vonast var til í
Rannsóknir á tauganctum hafa leitt tilþess að
goðsögnin um mannskepnuna sem rökhugs-
andi ofurveru hefur víða verið tekin til alvar-
legrar endurskoðunar.
upphafi hafa vísindin ekki gefist upp fyrir
hinum erfiða raunveruleika.
Asíðustu árum hafa stóraukist rann-
sóknir á svokölluðum tauganetum. í
stað þess að mata tölvukerfin á rökrænum
reglum eins og áður tíðkaðist, hafa þeir
sem fást við tauganet reynt að hanna kerfi
sem starfar á svipaðan hátt og mannsheil-
inn. Mannsheilinn inniheldur um 100
milljarða af taugafrumum sem eru inn-
byrðis tengdar og mynda þannig net af
taugafrumum. Hver taugafruma er tengd
1.000-10.000 öðrum taugafrumum. Það er
í þessu flókna tauganeti sem hugsanir
okkar fara fram.
Tauganetin sem gervigreindarmenn
hafa undanfarin ár verið að byggja upp og
rannsaka eru grundvölluð á hundruðum
eða þúsundum af reiknieiningum, sem
eru innbyrðis tengdar líkt og taugafrumur
heilans. í stað þess að forrita kerfið með
formúlum og rökfræðilega réttri þekkingu
eins og tíðkast hefur með eldri kerfi, er
tauganetið fóðrað með aragrúa af spurn-
ingum og réttum svörum. Þegar búið er að
þjálfa tauganetið, eins og spurninga- og
svarafóðrunin er kölluð, getur tauganetið
svarað spurningum sem það hefur ekki
verið fóðrað með áður. Tauganetið hefur
við þjálfunina byggt upp reynslu sem það
byggir vinnslu sína á.
Dönsku eðlisfræðingarnir Spren Brun-
ak og Benny Lautrup, sem hafa stundað
viðamiklar rannsóknir á tauganetum,
hönnuðu 1988 í tilraunaskyni tauganet
sem þjálfað var til að skipta orðum milli
lína. I stað þess að forrita ýmsar mál-
fræðireglur um orðskiptingu var tauga-
netið þjálfað með því að fóðra það með
upplýsingum um hvernig skipta megi yfir
17.000 orðum milli lína. Að lokinni þjálf-
uninni var tauganetið beðið að skipta milli
lína orðum sem það hafði aldrei verið fóðr-
að með og reyndist skiptingin rétt í 98,6%
tilfellanna.
Þróunin í vísindaheiminum getur verið
hröð - sérstaklega ef ekki skortir fjármagn
til rannsókna. Eftir að bandarísk heryfir-
völd og stórfyrirtæki fengu áhuga á taug-
anetum hefur þróunin verið hröð. Tauga-
net eru farin að hasla sér völl á fjölmörgum
sviðum þjóðfélagsins og sem dæmi má
nefna heilbrigðisgeirann og matvælaiðnað
að ógleymdum hinum tæknivædda hern-
aði.
annsóknir á tauganetum hafa átt sinn
þátt í að goðsögnin um mannskepn-
una sem rökhugsandi ofurveru hefur víða
verið tekin til alvarlegrar endurskoðunar.
Bandarísku sálfræðingarnir Amos Tver-
sky og Daniel Kahneman benda á dæmið
um Lindu til skýringar á órökréttri hugs-
un. Linda er 31 árs kona, greind og á
auðvelt með að tjá sig. Hún stundaði
heimspekinám á háskólastigi og var sam-
hliða því mjög virk í baráttu gegn kyn-
þáttamisrétti og tók þátt í mótmælum
gegn kjarnorku. Hvor þessara tveggja
fullyrðinga um Lindu er því líklegri að sé
rétt?
(a) Linda er bankastarfsmaður.
(b) Linda er bankastarfsmaður og virk í
k vennabaráttunni.
80 ÞJÓÐLÍF