Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 16

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 16
EG ER MEÐ SÁR Á SÁLINNI Fyrrverandi fíkniefnaneytandi: „Maður var alltaf að sœra og svíkja fólkið í kringum sig... “ „ Ég er minnisslappur og reikna ekki með því að fá minnið að fullu aftur“ segir rúmlega tvítugur karlmaður, fyrrverandi fíkniefnaneytandi í viðtali við Þjóðlíf. Hvenær byrjaðirðu að drekka og svo að dópa? „Ég byrjaði að drekka 14 ára eins og flestir unglingar en mín fyrsta reynsla af dópi var þegar ég var 16 ára. Ég var kannski frekar seinn til því ég veit að krakkar byrja alveg niður í tólf ára í dópi. Ég prófaði dóp fyrst í partíi hjá vinnuveit- anda mínum. Þar var fullt af fríu víni og hann dældi spítti í nasirnar á okkur. Ég var á móti þessu en allir hinir prófuðu og PÉTUR BJÖRNSSON mér fannst allt í lagi að prófa. Mér fannst það nokkuð gott og þegar ég var búinn að prófa einu sinni þá fannst mér allt í lagi að prófa aftur. Svo var maður náttúrulega grobbinn af því að hafa þessa reynslu sem flestir aðrir höfðu ekki. Þó að þjóðfélagið vari við þessu með forvörnum og fræðslu þá frnnst mér það bara gera illt verra. Fólk sækir ekki í það sem það veit ekki af og það eru örugglega fullt af krökkum sem leita í þetta bara til að prófa. Síðan eru kannski einhverjar stjörnur sem þú lítur upp til og vilt líkjast, kaupir þér kannski nýjan leðurjakka eða eitthvað. Þú veist að þær eru alltaf dópað- ar, þá finnst þér þú færast nær þeim þegar þú ert dópaður líka og þér finnst þú sjá heiminn í sama ljósi og þær. Síðan þegar ruglið er byrjað þá veltur allt á því hvað þú ert sterkur, hvort þú verður aumingi eða hvort þú getur lifað með þessu.“ Hvað svo? Hélstu bara áfram upptekn- um hætti? „Já, eitthvað. Ég dópaði minna en ég var farinn að drekka mjög mikið, það mik- ið að fjölskyldan taldi það vandamál. Þá fannst mér gott að hlaupa úr víninu yfir í hassið og fannst það miklu betra. Þá var ég rólegur og skárri inni á heimili en ég fatt- aði síðan seinna að dópið var alveg jafn slæmt og vínið og jafnvel verra. Á þessum tíma var vinsælt hjá okkur að fara á pillufyllerí. Þá rændi maður lyfja- skápa hvar sem maður kom og át síðan pillur og drakk. Þannig var maður að prófa sig áfram hvernig pillurnar fóru með víni. Það voru sjaldan keyptar pillur. Þeim var frekar rænt úr lyfjaskápum hjá hinum og þessum. Annars er lítið mál að redda sér svona læknadópi. Sumir sem slasast eitthvað fá mjög sterk verkjalyf og selja parta af skammtinum sem þau fá vegna þess að það gefur kikk að drekka ofan í þau. Líka að ef þig langar í eitthvað sterkara þá er auðvelt að redda því. Þú getur fengið hvað sem er, bara ef þú leitar eftir því. Það er hægt að sjá á fólki hvort það er í einhverju og þá er bara að fara og spyrja það. Þú færð annaðhvort já eða nei. Ef þú lendir á neytanda þá er hann ábyggi- lega til í að redda fyrir þig. Þú kaupir kannski einn bút og sá sem reddar tekur helminginn af honum. Þannig er liðið að redda eigin neyslu og sér tækifæri til að græða á þér. Síðan ef þú lætur redda meiru og ferð að reykja með liðinu þá síastu smátt og smátt inn í klíkuna.“ 16 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.