Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 82

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 82
—I skólamál ÁNÆGÐU BÖRNIN Á YL / Leikskóli sem starfar samkvœmt Waldorf- uppeldisfrœði. A rœtur að rekja til Sesselju Einarsdóttur á Sólheimum og Rudolfs Steiners Þann 1. janúar tók til starfa nýr leikskóli á höfuðborgarsvæðinu. Hann heitir Ylur og er staðsettur í Lækjarbotnum þar sem áður var leikskólinn Kópasel sem Kópa- vogsbær rak. Undanfarin ár hefur hér á landi verið starfandi hópur foreldra og annarra áhugamanna um svokallaða Wal- dorfuppeldisfræði og sá hópur hafði það að markmiði sínu að koma á fót dagheim- ili. Sá draumur er orðin að veruleika og á Y1 eru nú 16 börn. Það er sjálfseignar- stofnunin Ásmegin sem rekur Y1 og sam- anstendur sá hópur einkum af foreldrum barnanna og áhugafólki um Waldorf- uppeldisfræði Hugmyndin að leikskólanum er hins vegar ekki ný af nálinni. Hugsjónakonan Sesselja Einarsdóttir sem stofnaði og rak meðferðarheimili fyrir þroskahefta að Sól- heimum í Grímsnesi var menntuð í Wal- dorf-uppeldisfræði. Hugmynd hennar var sú að hér á landi yrði einnig stofnaður skóli samkvæmt þessari uppeldisfræði fyrir heilbrigð börn. Það má segja að fyrsti SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR vísirinn að þeim skóla sé nú orðinn til, þ.e.a.s. leikskólinn Ylur fyrir alyngstu börnin en nú er unnið að því að koma af stað í Reykjavík kennsla samkvæmt Wal- dorf-uppeldisfræðinni fyrir yngstu bekki grunnskólans. Waldorf-uppeldisfræðin á rætur sínar að rekja til heimspekingsins Rudolf Stein- er (1866-1925) og kenninga hans um manninn. Árið 1989 voru rúmlega 400 Waldorfskólar starfandi í öllum heimin- um. Einkum eru margir í Evrópu og Bandaríkjunum en einnig má finna Wal- dorfskóla í Japan, Kína og fleiri löndum. Á Y1 eru nú fimm starfsmenn. Þeir eru Snorri Traustason, menntaður í Wal- dorf-uppeldisfræði, Helga Óskarsdóttir myndmeðferðarfræðingur, Kirsten And- erson, Guðjón T. Árnason og Andrea Henk. Blaðamaður Þjóðlífs sótti Y1 heim, skoðaði umhverfið og tók starfsmennina tali. Snorri Traustason varð fyrstur fyrir svörum: „Við höfum reynt að aðlaga okkar menntun og reynslu erlendis frá hinum íslensku aðstæðum. Waldorf-uppeldis- fræðin leggur megin áherslu á þrjá þætti; athafnaþrána, hið listræna og hið vits- munalega. Þetta reynum við að þroska jafnhliða með einstaklingnum en það hef- ur viljað brenna við í hinu almenna skóla- kerfi að áherslan væri mestöll lögð á vits- munina og aðrar hliðar á einstaklingnum látnar sitja á hakanum. En það þarf að tengja saman hið verklega, vitsmunalega og listræna. Þetta má ekki slíta í sundur heldur verður það að styðja hvert annað. í Waldorf-leikskólanum er lögð mest áhersla á athafna- og framkvæmdagleðina en síðar á vitsmunina og hið listræna. Við höfum það að leiðarljósi að börnin læri það sem þau sjá okkur fullorðna fólkið gera, þ.e. læri það sem fyrir þeim er haft. Einn dag í viku höfum við t.d. bakstur á dag- skránni. Þá erum við ekki að kenna þeim að baka með því að segja: „Nú átt þú að hnoða kúlu úr deiginu" heldur er höf- uðáherslan lögð á athöfnina, við hnoðum Snorri Traustason, Hclga Óskarsdóttir og Andrea Henk, starfsmenn á Yl: „Við höfum reynt að aðlaga menntun okkar og reynslu erlendis frá hinum íslensku aðstæðum“. 82 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.