Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 88

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 88
Vitaskuidir Kanadískir laxar vega nú þriðjungi minna en fyrir þremur áratugum. Lax- veiðimenn hafa veitt þá stóru og þeir smávöxnu hafa því haft betra næði til að æxlast. * Um 40 % þeirrar orku sem notuð er í E1 Salvador fæst frá jarðvarma. ★ Vatnagoðinn er plága í mörgum fljótum hitabeltis. Á einu sumri geta 25 plönt- ur orðið að 25 milljónum. ★ Sumar kvenslöngur geta geymt sæði maka síns árum saman í líkama sínum og tekið af birgðunum hvenær sem þær þurfa að frjóvga egg sín. ★ Á síðustu fjórum áratugum hefur bílafloti heimsins tí- faldast. Á þessu tímabili hefur bílum fjölgað úr 50 milljónum í hálfan milljarð bíla. ★ Offxta eykur líkur á sykurs- ýki, háþrýstingi og æða- kölkun. ★ Ári eftir lifrarígræðslu eru níu af hverjum tíu lifrar- þegum enn á lífi. Á ári hverju skipta um það bil 10.000 lifrar um eigendur. ★ Fæst flugfélög heimila konum að fljúga ef þær eru gengnar með í 34-36 vikur. * Nasl skemmir tennur Tilraunir á rottum leiða í ljós að nasl geti verið jafn hættu- legt tönnum og sælgæti. Nasl virðist geta verið jafn slæmur tannátuvaldur og sæt- indi að sögn Trevors Grenbys tannfræðings. Hann gaf rott- um alls konar flögur og ósætt kex og komst að raun um að nasl með osta- eða laukbragði olli mestum skaða á tönnum. Einnig kom í ljós að sumar unnar skyndibitavörur voru næstum jafn skaðlegar og sætt kex og sykur. Saltaðar jarð- hnetur reyndust tannhollastar nasltegunda. Grenby telur að tannáta í mönnum þróist á svipaðan hátt og í rottum og því megi yfirfæra þessar niðurstöður á fólk. Sykur (súkrósi) er mesti skaðvaldurinn en næst á eftir kemur sætt kex og síðan osta- og laukkartöfluflögur. Eins og áður sagði voru saltaðar jarð- hnetur neðst á lista yfir skað- valda tannanna. Grenby útskýrir slæma út- komu osta- og laukkartöflu- flagna með því að í bragðefn- inu er þrúgusykur. Ástæðan fyrir hversu illa aðrar tegundir reyndust telur hann stafa af vinnsluaðferðum sem geta leitt til þess að mjölvi í fæðunni brotni niður. Ensím í munn- vatni halda niðurbroti áfram og sykur, til að mynda maltósi og glúkósi (þrúgusykur), myndast. Þessar sykrur eiga þátt í að stuðla að tannátu en mjölvi ekki. Framleiðendur naslvara taka niðurstöðurnar með fyrir- vara þar eð þær eru byggðar á tilraunum á rottum. Fleiri til- raunir þyrfti að gera til þess að komast að raun um hvort efni í nasli geti sannanlega eytt gler- ungi tanna. Þar til gengið hef- ur verið úr skugga um þetta er sjálfsagt að halda neyslu á þessum vörum í hófi. Líkast til er rétt að halda sig við gamla góða poppið ef fólk vill fá sér eitthvað í gogginn á milli mála, a.m.k. ef það lætur sig tennur sínar einhverju varða. Lystarstolnir karlmenn Fjórfalt fleiri írskir karl- menn þjást af lystarstoli en karlmenn í öðrum löndum Evrópu Þeim írsku karlmönnum sem þjást af lystarstoli (an- orexíu) hefur fjölgað veru- lega og hefur fjöldi þeirra líklega tvöfaldast á síðast- liðnum fimm árum og eru þeir nú fjórfalt fleiri en í öðrum löndum Evrópu. Gillian Moore-Groarke við Læknastöð heilags Fransiskusar í Cork kann- aði neysluvenjur fólks og komst að þeirri niðurstöðu að einn af hverjum fimm í hópi ungs fólks hefði óeðli- legar neysluvenjur. Könnunin náði til 3000 einstaklinga á aldrinum 15 til 30 ára og leiddi í ljós óvenju hátt hlutfall (um 20%) lystarstolssjúklinga meðal karlmanna. Moore- Goarke telur þetta háa hlut- fall stafa af því að ýmsir áhættuþættir eru algengari á írlandi en annars staðar í Evrópu. Einn áhættuþáttur er kynferðisleg misnotkun sem er algengari á írlandi en annars staðar í Evrópu. 88 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.