Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 88
Vitaskuidir
Kanadískir laxar vega nú
þriðjungi minna en fyrir
þremur áratugum. Lax-
veiðimenn hafa veitt þá
stóru og þeir smávöxnu
hafa því haft betra næði til
að æxlast.
*
Um 40 % þeirrar orku sem
notuð er í E1 Salvador fæst
frá jarðvarma.
★
Vatnagoðinn er plága í
mörgum fljótum hitabeltis.
Á einu sumri geta 25 plönt-
ur orðið að 25 milljónum.
★
Sumar kvenslöngur geta
geymt sæði maka síns árum
saman í líkama sínum og
tekið af birgðunum hvenær
sem þær þurfa að frjóvga
egg sín.
★
Á síðustu fjórum áratugum
hefur bílafloti heimsins tí-
faldast. Á þessu tímabili
hefur bílum fjölgað úr 50
milljónum í hálfan milljarð
bíla.
★
Offxta eykur líkur á sykurs-
ýki, háþrýstingi og æða-
kölkun.
★
Ári eftir lifrarígræðslu eru
níu af hverjum tíu lifrar-
þegum enn á lífi. Á ári
hverju skipta um það bil
10.000 lifrar um eigendur.
★
Fæst flugfélög heimila
konum að fljúga ef þær eru
gengnar með í 34-36 vikur.
*
Nasl
skemmir
tennur
Tilraunir á rottum leiða í ljós
að nasl geti verið jafn hættu-
legt tönnum og sælgæti.
Nasl virðist geta verið jafn
slæmur tannátuvaldur og sæt-
indi að sögn Trevors Grenbys
tannfræðings. Hann gaf rott-
um alls konar flögur og ósætt
kex og komst að raun um að
nasl með osta- eða laukbragði
olli mestum skaða á tönnum.
Einnig kom í ljós að sumar
unnar skyndibitavörur voru
næstum jafn skaðlegar og sætt
kex og sykur. Saltaðar jarð-
hnetur reyndust tannhollastar
nasltegunda.
Grenby telur að tannáta í
mönnum þróist á svipaðan
hátt og í rottum og því megi
yfirfæra þessar niðurstöður á
fólk. Sykur (súkrósi) er mesti
skaðvaldurinn en næst á eftir
kemur sætt kex og síðan osta-
og laukkartöfluflögur. Eins og
áður sagði voru saltaðar jarð-
hnetur neðst á lista yfir skað-
valda tannanna.
Grenby útskýrir slæma út-
komu osta- og laukkartöflu-
flagna með því að í bragðefn-
inu er þrúgusykur. Ástæðan
fyrir hversu illa aðrar tegundir
reyndust telur hann stafa af
vinnsluaðferðum sem geta leitt
til þess að mjölvi í fæðunni
brotni niður. Ensím í munn-
vatni halda niðurbroti áfram
og sykur, til að mynda maltósi
og glúkósi (þrúgusykur),
myndast. Þessar sykrur eiga
þátt í að stuðla að tannátu en
mjölvi ekki.
Framleiðendur naslvara
taka niðurstöðurnar með fyrir-
vara þar eð þær eru byggðar á
tilraunum á rottum. Fleiri til-
raunir þyrfti að gera til þess að
komast að raun um hvort efni í
nasli geti sannanlega eytt gler-
ungi tanna. Þar til gengið hef-
ur verið úr skugga um þetta er
sjálfsagt að halda neyslu á
þessum vörum í hófi. Líkast til
er rétt að halda sig við gamla
góða poppið ef fólk vill fá sér
eitthvað í gogginn á milli mála,
a.m.k. ef það lætur sig tennur
sínar einhverju varða.
Lystarstolnir karlmenn
Fjórfalt fleiri írskir karl-
menn þjást af lystarstoli en
karlmenn í öðrum löndum
Evrópu
Þeim írsku karlmönnum
sem þjást af lystarstoli (an-
orexíu) hefur fjölgað veru-
lega og hefur fjöldi þeirra
líklega tvöfaldast á síðast-
liðnum fimm árum og eru
þeir nú fjórfalt fleiri en í
öðrum löndum Evrópu.
Gillian Moore-Groarke
við Læknastöð heilags
Fransiskusar í Cork kann-
aði neysluvenjur fólks og
komst að þeirri niðurstöðu
að einn af hverjum fimm í
hópi ungs fólks hefði óeðli-
legar neysluvenjur.
Könnunin náði til 3000
einstaklinga á aldrinum 15
til 30 ára og leiddi í ljós
óvenju hátt hlutfall (um
20%) lystarstolssjúklinga
meðal karlmanna. Moore-
Goarke telur þetta háa hlut-
fall stafa af því að ýmsir
áhættuþættir eru algengari á
írlandi en annars staðar í
Evrópu. Einn áhættuþáttur
er kynferðisleg misnotkun
sem er algengari á írlandi en
annars staðar í Evrópu.
88 ÞJÓÐLÍF