Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 12

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 12
INNLENT UNGLINGAR Unglingavandamálið að mestum hluta „fullorðinsvandamál“. Miðbœjarvandinn á rætur að rekja til framkomu fullorðinna, segja útideildarmenn. Skólakerfið ekki hæft til að takast á við verkefni sitt. A annað hundrað nemenda í hverjum árgangi lýkur aldrei grunnskólaprófum! Aundanförnum mánuðum og árum hefur orðið til hugtak sem hefur fengið nafnið „miðbæjarvandi" eða „mið- bæjarvandamál“. Þar er einkum vísað til þess fyrirbæris að á föstudags- og laugar- dagskvöldum safnast saman í miðbænum mikill fjöldi manna og á síðastliðnum ár- um hafa gerst voðaverk í miðbænum á þessum tíma. En hver miðbæjarvandinn raunverulega er hefur hvergi verið ná- kvæmlega skilgreint, stundum virðist vera litið á það sem vandamál að fjöldi fólks safnist saman í miðbænum og stund- um er eins og vandamálið sé einkum það að unglingar komi saman í miðbænum á þessum tíma og stofni til óláta og óeirða. Hið síðarnefnda vakti athygli Þjóðlífs og varð kveikjan að athugunum á málefnum barna og unglinga eins og þau horfa við í því þjóðfélagi sem við búum í og erum að skapa. Starfsfólk útideildar þekkir manna best málefni og ástand þeirra unglinga sem leggja leið sína í miðbæinn um helgar. Björn Ragnarsson og Sigrún Valgeirs- dóttir, starfsmenn útideildar segja: „Þegar við teljum mannfjöldann í mið- bænum á föstudags- og laugardagskvöld- um í góðu veðri sýnist okkur vera þar um 1000 manns um miðnætti, bæði fullorðnir og unglingar. Svo fjölgar mikið á milli kl. þrjú og fjögur þegar fólk er að koma út af skemmtistöðunum. Af þessum 1000 eru um 200 unglingar á aldrinum 13-18 ára. Af unglingunum eru kannski um 30 í mikilli eða talsverðri neyslu áfengis og annarra vímuefna. Flest drekka eitthvað, það eru einhverjir sem geta útvegað vín og gefa hinum með sér en svo eru nokkrir sem drekka ekkert. Það er yfirleitt mjög auð- velt að stöðva slagsmál á meðal ungling- anna, þar er aðallega um að ræða einhvers konar hvolpalæti. Það eru hins vegar þeir sem eru komnir um og yfir tvítugt og eru SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR virkilega reiðir sem er erfitt að stöðva. Hjá þeim verða hin alvarlegu, blóðugu slags- mál.“ Björn heldur áfram: „Við erum alltaf á vakt fyrri part nætur. En þegar klukkan er orðin þrjú og þar yfir þá finnst okkur orðið óþægilegt að vera í bænum. Fullorðna fólkið sem enginn vill sjá eða nefna í sam- bandi við þessi mál er svo árásargjarnt og æst að við viljum helst koma okkur í burtu þegar bærinn er að fyllast af því. Það er hinn venjulegi, frakkaklæddi borgari sem er með mestan skætinginn og dónaskap- inn og er árásargjarnastur. Það verður líka oft mikið bál þegar honum og unglingnum lendir saman og oft eru það hinir fullorðnu sem hefja þessi slagsmál. Við höfum oft séð fólk öskra á eftir krökkunum að ástæðulausu. Ég man t.d. eftir dæmi þar sem fullorðinn maður var að áreita 17-18 ára ungling. Það urðu slagsmál og fjöldi vina stráksins kom honum til aðstoðar. Sá fullorðni fór út úr slagsmálunum sem sá sem hafði orðið fyrir aðkasti þótt að hann hefði í rauninni átt upptökin. jóðlíf tók tali fjóra unglinga, þau Rak- el, John, Óskar og Rögnu og spurði þau álits á slagsmálum og óeirðum í mið- bænum og hlutdeild unglinga í þeim. Þau tóku í svipaðan streng: „Helstu lætin verða um og eftir kl. þrjú á nóttunni. Það er bæði fullorðið fólk og unglingar sem eiga í hlut en unglingunum er oftast kennt um. Við vildum að það væri hlustað meira á okkur. Og fréttamenn sem eru að fjalla um unglinga í miðbænum þyrftu að skoða málin betur. Það er ekki síður fullorðið fólk sem er að slást í miðbænum.“ En hvað veldur því að fjöldi unglinga í miðbænum virðist orðum aukinn í um- fjöllun fjölmiðla sem og hlutdeild þeirra í látum og slagsmálum? Björn og Sigrún: „Fullorðið fólk vill ekki taka ábyrgð á eig- in hegðan og það er mjög auðvelt að kenna unglingum um. Þeir hafa ekki málsvara og þeir skrifa ekki í blöðin, þeir liggja mjög vel við höggi.“ Sigrún heldur áfram: „Ég er orðin mjög þreytt á hvernig spjótunum er sífellt beint að unglingunum í umræðunni um miðbæinn. Það er sífellt sett samasemmerki á milli unglinganna og hins svokallaða miðbæjarvanda en það á alls ekki við nein rök að styðjast. Ungling- arnir eru flestir farnir heim til sín um þrjú- leytið þegar fullorðna fólkið fer að streyma út af skemmtistöðunum. Þá verða lætin, þá verða slagsmálin og þá gerast þessir óhuggulegu atburðir sem við heyrum um í fjölmiðlum.“ Unglingar á aldrinum 15-18 ára eiga ekki möguleika á að komast inn á skemmtistaði hinna fullorðnu enda væri það tæpast góður kostur. Þeir eru hins vegar hættir að stunda félagsmiðstöðvarn- ar sem reknar eru í flestum hverfum fyrir aldurshópinn 13-15 ára og eiga því í engin hús að venda með sitt félags- og skemmt- analíf. Minnihlutinn í borgarstjórn hefur undanfarin ár ítrekað flutt tillögur um unglingahús í miðbænum fyrir þennan aldurshóp. Tillögur þessar hafa hingað til alltaf verið felldar af Sjálfstæðismönnum en þegar þetta er skrifað liggur óafgreidd í Hitt húsið Síðan viðtölin voru tekin hefur nýtt unglingahús, „Hitt húsið“, verið opn- að á vegum Reykjavíkurborgar í gamla Austurbænum. Það er staðsett þar sem áður var Þórscafé, við Brautarholt. Það gerðist í síðasta mánuði og verður um tilraunastarfsemi að ræða í sex mánuði áður en ákveðið verður um framhaldið. 0 12 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.