Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 42

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 42
ERLENT UMSKURÐUR KVENNA RAKEL ÁRNADÓTTIR BELGÍU „Ég var 6 ára þessa nótt og lá í rúmi mínu, milli svefns og vöku og var í hálf draumkenndu ástandi. Þá fann ég eitt- hvað koma undir sængina mína sem líkt- ist stórri, hrjúfri hönd sem fálmaði um líkama minn, eins og verið væri að leita að einhverju. Næstum samtímis kom önnur hönd, jafnköld og hin fyrri, sem skellt var yfir munn mér til að forða mér frá því að hrópa... Ég var borin fram á baðherbergi. í fyrstu gerði ég mér ekki grein fyrir hve mörg þau voru eða hvort þetta voru karlar eða konur, því mér fannst ég sjá allt í þoku. Ég man ekki svo gjörla hvort þau höfðu sett eitthvað fyrir augu mín en það sem ég man var að ég var hrædd við allt þetta fólk. Einhvers konar málmhlekkir voru settir utan um handleggi og fótleggi til að halda mér fastri og ég man greinilega eftir kuldanum frá gólfinu og hljóðunum frá málmáhöldunum sem fólkið var farið að munda sem minntu mig á slátrarann þegar hann brýndi hnífa sína fyrir slátrun. Blóðið fraus í æðum mér og ég hélt að þjófar hefðu brotist inn í húsið og þeir ætluðu að skera mig á háls eins og gerðist í sögum sem amma gamla var vön að segja mér. En þau komu ekkert nálægt hálsinum á mér eins og ég bjóst við heldur nálguðust þau annan hluta líkama míns, einhvers staðar neðan mittis, eins og þau væru að leita að einhverju milli fóta mér. Þá gerði ég mér grein fyrir að læri mín voru tekin í sundur og einhver hélt þeim föstum, með- an beitt málmáhald var notað til að skera eitthvað í burtu þarna niðri. Ég öskraði af öllum lífs og sálar kröftum af sársauka, þrátt fyrir höndina sem haldið var þétt- ingsfast yfir munni mínum. Nokkrum mínútum síðar sá ég neðri hluta líkama míns allan útataðan í blóði og blóðpoll á gólfinu. Islam og menningar- heimur araba Greinin um umskurð kvenna í araba- heiminum er þriðja og síðasta grein Rakelar Árnadóttur um Islam og menningarheim araba. Áður hafa birst greinarnar Islam og arabar í ó.tbl og Konur og karlmennska í arabísku samfélagi í 7.fbl. 0 Ég vissi ekki hvað hafði verið skorið burt og reyndi ekki að komast að því. Ég grét bara og kallaði á mömmu til hjálpar. En áfallið kom þegar ég leit í kringum mig og sá að sjálf móðir mín var þarna mitt á meðal þessa ókunna fólks. Hún stóð þarna ljóslifandi og ég trúði ekki mínum eigin augum. Hún talaði kumpánlega við fólk- ið, sem reyndar voru allt konur og brosti til þeirra eins og ekkert væri, þó hún hefði tekið þátt í að misþyrma eigin dóttur. Þær báru mig inn í svefnherbergi. Ég sá þær taka systur mína, sem var tveimur árum yngri en ég, á nákvæmlega sama hátt og þær höfðu tekið mig stuttu áður. Ég man að ég öskraði af öllum kröftum „nei, nei!“ er ég sá andlit systur minnar milli grófra handa þeirra og úr augnatilliti hennar las ég hrylling og hræðslu sem ég gleymi aldrei. Augnabliki síðar hvarf hún inn fyrir baðherbergisdyrnar þaðan sem ég hafði verið borin...“ fangreint er lýsing egypskrar konu, læknis og rithöfundar, er hún rifiar upp sinn eigin umskurð. í hennar tilviki voru engin hátíðarhöld eða undirbúning- ur til að draga úr áfallinu. Þessi siður á rót sína að rekja til tíma Bannhelgi hvíliryfir umræðunni um umskurð þegarrætt er um kjörkvenna íislömskum ríkjum. 42 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.