Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 27

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 27
hún hafði m.a. barist fyrir aukinni sjálf- stjórn lýðveldanna. Við fengum öll að þjást vegna þjóðernis okkar, ég líka. Ef maður t.d. leyfði sérað gagnrýna eitthvað, hvort sem það var efnahagspólitíkin, skólastjórinn eða kennarinn, þá var sagt: „Hvaða þjóðernisrembingur er þetta í þér, — þetta segir þú bara af því að hann er Serbi“. Maður mátti ekki einu sinni kvarta undan vondum mat í mötuneyti skólans af því að það var rekið af Serbum. Skoðanafrelsi var ekkert. Það var ekki eins slæmt í Zagreb af því að Króatar voru þar í meirihluta. En maður varð að gæta sín að segja ekki of mikið. — Mig langar að segja frá atviki sem gerðist þegar ég hugðist fara til Israel, áður en ég hélt til frekara náms í Þýska- landi. Ég þurfti á vegabréfsáritun að halda og var boðuð á lögreglustöðina til að eiga viðtal við leyniþjónustumann. Hann var vingjarnlegur en mjög nákvæmur í yfir- heyrslu sinni. Að viðtalinu loknu gaf hann mér upp nokkur heimilisföng sem ég gat snúið mér til ef ég tæki eftir einhverju sérstöku. Loks sagði hann: „Við þekkjum kennara yðar vel. Við höfum alltaf átt gott samstarf við hann“. Mér leið eins og fót- unum hefði verið kippt undan mér og mér fannst ég hafa verið svikin. Hafði kennar- inn njósnað um okkur? Hann hafði lokið námi sínu í Þýskalandi þegar ferðafrelsi var ekkert. Hann er mikils metinn germ- anisti bæði heima og í Þýskalandi. Þegar ég skýrði honum frá áformum mínum um að skrifa um eitthvað sem tengdi bók- menntir og átrúnað, bað hann að heilsa vini sínum Walter Jens. Fram til þessa hafði hann ekki minnst einu orði á hann í kennslunni, svo þekktur sem hann er. Hvað hefur hann leynt okkur miklu, nem- endum sínum? Fannst þér á hlut þinn hallað sem Króata, fannst þér þú vera annars flokks þegn í eigin landi? — Nei, en ég reyndi heldur ekki að koma mér áfram í heimi stjórnmála. En mér leið aldrei vel. Ég skal nefna annað dæmi. Þegar efnt var til fyrstu lýðræðis- legu kosninganna í landinu sá ég í fyrsta sinn lögreglumann sem var Króati. Mig langaði helst til að faðma hann! Ég upp- lifði í fyrsta sinn tilfinningu öryggis en fram til þessa hafði ég alltaf verið hrædd við lögregluna. Ég hafði alltaf forðast hana, án þess að hafa nokkurn tímann gert nokkuð af mér. Ég hafði alltaf óttast að eftir mér yrði tekið og reyndi alltaf að forða mér hið fyrsta, sama hvert, ef lög- reglan var á ferli. Eftir að lýðræði var kom- ið á hvarf þessi tilfinning. Tölum aðeins um stríðið, Blanka. Mörgum sýnist sem of lítið hafi verið gert til að koma í veg fyrir það... — Ja, hver hefði getað komið í veg fyrir það? Ég ætlaði einmitt að spyrja að því. Evrópubandalagið og hreyfing mæðra þeirra sem gegna herþjónustu voru ein um að gera tilraun til þess, ef marka má fréttaflutninginn sl. vor? — Það er heil þjóð á móti þessu stríði. Heil þjóð vildi það ekki. Það sem gerðist eru viðbrögð gegn stríði og gegn árás. Það er ekki eðlilegt að fílharmoníuhljómsveit- in í Zagreb hélt út í stríðið og varði borgina í heilan mánuð. Leikarar og starfsfólk þjóðleikhússins taka líka þátt í vörnum Króatíu. Þetta eru sjálfboðaliðar, enginn þvingaði þá til að halda til vígstöðvanna. En Serbar reyna að réttlæta stríðið með..... — með því að serbneskum minnihluta- hópum í Króatíu sé ógnað, að Króatar séu þjóð sem stundi þjóðarmorð, að stjórn nú- verandi Króatíu hafi fasískt yfirbragð, að Serbum sé jafn hætt nú og fyrir 50 árum og að Serbum í Króatíu verði að bjarga. Með orðum Miliosevic: „Þar sem Serbar eru er heilög serbnesk jörð, allir Serbar eiga að búa í sama ríki.“ Með þessu er hugmynda- fræði Stór-Serbíu tengd kommúnískri hugmyndafræði í Júgóslavíu. Og hér helg- ar tilgangurinn meðalið. — Ríkisstjórnir Evrópu hefðu ekki átt að leyfa Serbíu að komast upp með þann ÞJÓÐLÍF 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.