Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 36

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 36
ERLENT ENSKIBOLTINN Verður veldi Liverpool og Man. Utd. ógnað? A íþróttin kannski enga framtíð fyrir sér? GUÐNI THORLACIUS JÓHANNESSON Hart er barist í enska boltanum í vetur sem endranær. Sérfræðingarnir eru ekki í vafa um að Manchester United takist að verja meistaratitil sinn; Liverpool á þó alltaf góðu liði á að skipa. Eins og undrandi sparkáhugamenn er vafalaust farið að gruna, getur ekki verið að þessi grein sé um enska fótboltann. Það er rétt. Hún er um enska handboltann. Mörgum hlýtur að finnast fáránlegt að fjalla um England og handbolta í sömu andrá en svona getur lífið samt verið skrýtið. Það er leikinn handbolti í Eng- landi og reyndar einnig í Skotlandi. Keppni er þannig háttað að þau lið sem það vilja geta leikið í nokkurs konar úr- valsdeild sem nær yfir allt Bretland en þeir sem vilja ekki ferðast svo mikið mega keppa í svæðadeildum. Liverpool, Man. Utd. og Tryst frá Glasgow hafa verið á toppnum í úrvalsdeildinni undanfarin ár en bestu lið svæðadeildanna standa þeim alls ekki að baki. Á síðasta keppnistímabili varð enskum handboltasérfræðingum sérstaklega tíð- rætt um Warwick Jaguars í því sambandi, spútniklið Midlandadeildarinnar sem sló rækilega í gegn. Ástæðurnar fyrir vel- gengni Warwick voru einfaldar, — þær komu að utan. Með liðinu léku nær engir Englending- ar, það gerði gæfumuninn. Námsmenn frá öllum heimshornum skipuðu þetta há- skólalið. Tveir innfæddir fengu að fljóta með en annars voru þrír Norðmenn í lið- inu, Japani, Grikki, Brasilíumaður, Ind- verji og einn íslendingur að auki. Nokkur önnur lið áttu erlendum leik- mönnum á að skipa en ekki í jafn ríkum mæli og Warwick. Yfirburðir þessara að- komumanna koma berlega í ljós þegar leikskýrslur eru skoðaðar. Þá sést kannski að Smith, Jones og Harvey hafi skorað sitt markið hver, en Schultz og Svenson fjórt- án og fimmtán. I stuttu máli sagt eru Englendingar alls ekki góðir í handbolta. Það er ekkert leyndarmál og ætti ekki að koma þeim Aðstæður til að leika handbolta eru vægast sagt sérstæðar. íslendingum á óvart sem hafa séð til þeirra. Fyrir meira en áratug kepptu Valsmenn til að mynda við Brentford, unnu stór- sigur að heiman, lofuðu svo að fá minna en tíu mörk á sig í heimaleiknum en gátu reyndar ekki alveg staðið við stóru orðin. Og fyrir nokkrum árum lenti Stjarnan á móti Birkenhead frá Liverpool í Evrópu- keppni bikarhafa. Stjörnumenn bjuggust ekki við mikilli mótspyrnu er þeir héldu utan en þeim rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar kapparnir frá Liverpool skoruðu sannkallað sirkusmark í fyrstu sókn sinni. Allur ótti reyndist þó ástæðu- laus og Stjarnan vann stórsigur. Fyrir utan þetta eina glæsimark fannst Stjörnumönnum einskis markverðs að minnast úr boltanum í Liverpool nema hve aðstæður til handboltaiðkunar voru slakar. Er völlurinn í Liverpool þó nokk- uð góður miðað við marga aðra. Til dæmis geta menn lent í að spila á nokkurs konar tígulsteinagólfi þar sem boltinn á það til að skoppa nokkuð sjálf- stætt í allar áttir. Þá er það lífsreynsla að leika á móti liði einu í nánd við Birming- ham. Það lið skipa fangar og leikið er á opna svæðinu milli fangaklefanna sem er í öllum fangelsum og fólk hlýtur að hafa séð í bandarískum bíómyndum. Það er ekkert grín að vera rekinn út af þarna, hvað þá að fá rauða spjaldið og vera sendur í sturtu. Því miður fyrir hina fáu en einlægu unnendur handbolta í Englandi er allt sem viðkemur þeirri íþrótt í álíka skötulíki þar í landi. Það er bara ekkert pláss fyrir hand- bolta, — Englendingar eru svo góðir í öðr- um íþróttum. Þótt menn séu að reyna að kynna hand- bolta fyrir börnum og unglingum, ber það yfirleitt engan árangur. Krakkarnir vilja jú hafa fyrirmyndir að dást að og takmark að keppa að; fangar og erlendir námsmenn eru slappar fyrirmyndir og þegar enska landsliðið í handbolta tapar 42—3 fyrir Norðmönnum finnst flestum best að leita sér frekar að einhverri annarri íþrótt. Það er næsta víst. 0 36 ÞJÓÐLÍF l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.