Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 10

Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 10
inberlega með viðræðum um lækkun vaxta, en að mati ýmissa var þá um sviðs- setningu að ræða, þar sem þessi hluti verkalýðshreyfingarinnar hefur áhrif á vaxtastig beint og óbeint í gegnum líf- eyrissjóðakerfið og jafnvel banka (íslands- banka) og því hæg heimatökin að reyna að ná vöxtunum niður. Ríkisstjórnin sjálf með atfylgi VSÍ hækkaði vexti sl. vor skömmu eftir að hún settist að völdum. Forsvarsmenn bankana hafa líka beint spjótum sínum að ríkisstjórninni um lækkun vaxtanna. Þá er það víða skoðun manna í viðskiptaheimi að bankarnir hér- lendis séu að fara svipaða leið og bankar í Noregi, vaxtapólitík þeirra sé að koma þeim í koll. Okurvextirnir sem við lýði hafa verið á undanförnum árum á sam- dráttartímum, hafi gengið svo hart að at- vinnulífinu að það standi ekki undir ákvöxtunarkröfunni. Og bankarnir séu byrjaðir að fá vandann frá atvinnulífinu inn á borð hjá sér í formi gjaldþrota, form- legra og óformlegra. í framhaldi af vaxtaumræðu ASÍ/VSÍ og ríkisstjórnarinnar var opnað á þá hug- mynd að þessir aðilar kæmu að frágangi fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár. I her- búðum stjórnarinnar voru uppi tvær kenningar sem gengu þvert hvor á aðra um það hvers vegna Alþýðusambandið væri reiðubúið í svona viðræður: A) Að ASÍ vildi taka þátt í að skera ríkisstjórnina úr snörunni sem hún er komin í og ASI hefði þar á eftir hönk upp í bakið á ríkis- stjórninni sem hefði „líf‘ sitt að launa. Núverandi ríkisstjórn væri þá skuldbund- in ASÍ/VSÍ. B) Að ASÍ vildi komast inn í umræðu um fjárlögin, gera kröfur, sem stjórnin risi ekki undir og þannig hafa áhrif á að stjórnarsamstarfið færi í loft upp. Þá væri ný ríkisstjórn skuldbundin ASÍ/VSÍ. Reiknað hafði verið með að vinna þess- ara aðilja hæfist um mánaðamótin en af því varð ekki. Innan verkalýðshreyfingar- innar voru miklar efasemdir uppi um þessar nálgunaraðferðir ASI innan sam- bandsins, og um hreina andstöðu við þessa aðferð var að ræða bæði af hálfu BSRB og Dagsbrúnar. Svo virðist sem kjarasamningar séu í uppnámi og ríkisstjórnin hefur sjálf gert það sem hægt er til að klúðra samskipta- málunum og „þjóðarsátt“. Efnahagsað- gerðirnar sem stjórnin efndi til í byrjun ferils síns voru í þeim dúrnum sem og margar aðgerðir heilbrigðisráðherra. Fjár- málaráðherra sem sagði í viðtali við Morg- unblaðið að ekki mætti „þjófstarta", lýsti í INNLENT Friðrik Sophusson varaformaður flokks- ins en þær hugmyndir voru meira stund- arviðbrögð en víðtæk pólitísk krafa úr inn- viðum Sjálfstæðisflokksins. í rauninni á ríkisstjórnin erfiðast með að gera upp við sig hvað hún ætli að gera í efnahags- og atvinnulífinu. Og flestir telja borna von að ríkisstjórnin geti komið sér saman um ráðstafanir sem gætu orðið for- senda hagvaxtar. Það á t.d. við um kerfis- breytingar í sjávarútvegi. Þess vegna gera flestir ráð fyrir áframhaldandi togstreitu, og sú pólitíska togstreita verður ekki minni fyrir þá sök að Þorsteinn Pálsson og margir aðrir telja sig hafa harma að hefna gagnvart gerræðislegum forsætisráðherra. Til viðbótar benda margir á að byrinn í þjóðfélaginu er í „framsóknarseglin“ og það á við um almennar áherslur bæði í öllum stjórnmálaflokkum og almennt í þjóðfélaginu. Framsóknarmennirnir hafa meiri viðspyrnu en löngum áður vegna þess eymdarástands sem ríkir í atvinnu- málum landsmanna og slælegrar frammi- stöðu ríkisstjórnarinnar fram að þessu. Þó flokksleiðtogar séu reiðubúnir til að plotta sig inn í ríkisstjórn, jafnvel að allaballar og frammarar séu reiðubúnir til að „kljúfa Sjálfstæðisflokkinn“, einu sinni, einu sinni enn, þá er ekki víst að það sé einmitt það sem fólkið vilji. Leiðtogar Alþýðubandalags og Alþýðuflokks, flokksbræðurnir fyrrverandi Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Gríms- son, hafa að undanförnu talast við eins og þeir væru erkifjendur. Framferði þeirra virðist í mörgum greinum til þess fallið að breikka gjána milli krata og allaballa. Þeir hafa ekki óttast neitt jafn mikið og samein- ingu jafnaðarmanna, þrátt fyrir allt talið um það mál. En fólkið sem styður þessa flokka vill að flokkarnir fari að taka mið af breyttu þjóðfélagi. Og það hefur samein- ast þrátt fyrir flokkana. Það má færa rök fyrir því að einmitt sú staðreynd að fólk hafi sameinast um viðhorf hafi gert það að verkum að öfgaáherslur núverandi leið- toga Alþýðuflokksins gagnvart velferðar- þjóðfélaginu eiga ekki hljómgrunn meðal jafnaðarmanna. Ekki frekar en miðstýr- ingarárátta margra allaballa. Flest bendir til þess að Jónarnir í Alþýðuflokknum hafi mjög takmarkaðan stuðning frá fylgis- mönnum Alþýðuflokksins í þessu stjórn- arsamstarfi. Og eftir því sem klúðrið verð- ur margfaldara innan stjórnarinnar veikj- ast þeir jafnt og þétt. Innan verkalýðshreyfingarinnar (ASI) hefur sums staðar verið áhugi á sam- starfi við ríkisstjórnina. Þetta byrjaði op- sama viðtali þeirri skoðun sinni að til greina kæmi að segja upp opinberum starfsmönnum til að „verja þá sem verst eru settir og lægst hafa launin“. Og þetta var sagt á sama tíma og viðræður áttu að vera hafnar við BSRB! Annars hafa ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins átt fullt í fangi með að taka á móti yfirlýsingum hver frá öðrum; Þor- steinn gagnrýndi Davíð, Friðrik hjólaði í Þorstein, Davíð danglaði í Þorstein í gegn- um Moggann o.s.frv. Athygli hefur vakið hversu mikil samstaða hefur verið með Jónunum í Alþýðuflokknum og Davíðs- arminum í Sjálfstæðisflokknum. En er Al- þýðuflokkurinn sáttur við þróun og gang mála í ríkisstjórninni? Alþýðuflokkurinn er hvergi sáttur við þessa stjórnarþátttöku. Hún var knúin í gegn í þeim flokki þrátt fyrir mikla andstöðu og eftirleikurinn hefur síst orðið til að réttlæta stjórnarþátttökuna. Flokk- urinn er búinn að missa þriðjung fylgis síns frá kosningum og sá á eftir Alþýðu- Sjálfstæðisflokkurinn erklofinn niðurírót um landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál og persón- ur. 10 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.