Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 48

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 48
SÆNSKI KOLKRABBINN Hinir raunverulegu valdamenn Svíþjóðar Þeir sem hafa hvað mest völd í Svíþjóð eru ekki ráðherrar nýju ríkisstjórnarinn- ar heldur fjórir herrar, þeir Percy Barn- evik, Pehr G. Gyllenhammar, Björn Svedberg og Anders Sharp. Fjórmenningarnir eru stjórnarformenn í átta af stærstu fyrirtækjum Svíþjóðar sem óneitanlega hafa haft áhrif á uppbygg- ingu sænsks velferðarkerfis. Fyrirtækin hafa um 240.000 manns á launaskrá inn- anlands sem er um einn þriðji hluti af öllum sem vinna í verksmiðjuiðnaði í Sví- þjóð. Auk þess starfa á vegum þessara fyrirtækja nokkrir tugir þúsunda starfs- manna erlendis. Percy Barnevik er sennilega valdamesti einstaklingur Svíþjóðar. Þau fyrirtæki sem hann stjórnar eru Asea sem framleiðir háþróaðar tæknivörur, stáliðnaðarfyrir- tækið Sandvik og byggingafyrirtækið Skanska. Þessi fyrirtæki hafa rúmlega 70.000 manns á launaskrá í Svíþjóð eða um 10% af öllum þeim sem starfa við iðn- að. Þar að auki eru fyrirtækin með hátt á annað hundrað þúsund manns á launaskrá erlendis. í öðru sæti hafnar stjórnarformaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Volvo, Per G.Gyllenhammar, en Volvoverksmiðj- urnar hafa lengi verið með stærstu fyrir- tækjum Svíþjóðar. Auk þess sem Volvo og þar með Gyllenhammar hefur tekið yfir Stéttbundin heilsa Nýlega kom út í Svíþjóð skýrsla um heilbrigðisástand ólíkra þjóðfélags- hópa sem sænska Alþýðusambandið lét taka saman. Skýrslan nefnist „stétt og vanheilsa“ og þar kemur fram að mikill munur er á heilsufari þjóðfélags- hópa, þótt heilsa Svía hafi almennt batnað á síðustu tuttugu árum. Verkamenn, konur sem sinna börn- um, öldruðum og sjúkum og einstæðar mæður eiga við meiri vanheilsu að stríða en aðrir starfshópar. Meðallífslengd þeirra er styttri og dánartíðni korna- barna er hærri hjá þessum hópum en öðrum. Meðallífslengd verkamanna hef- ur nánast ekkert aukist á sfðustu tveim- ur áratugum, öfugt við það sem gildir um flesta aðra hópa. Ekki hefur dregið úr tíðni hjarta- og æðasjúkdóma meðal verkamanna eins og hjá öðrum hópum og þykir skýringin vera sú að þeir hafi síður tekið til sín áróður síðastliðinna ára um æskilegar matarvenjur og skaðsemi reykinga. Hætta á langvarandi sjúkdómum í bein- um, vöðvum og liðum er auk þess 50% til 100% meiri meðal verkamanna en annarra. Bændur, einkaritarar og stúlk- ur sem vinna við vélritun eða tölvu- vinnslu koma einnig illa út hvað þetta varðar. Hvað snertir vinnuumhverfi hefur at- hyglinni sfðastliðin ár verið beint að streituvaldandi þáttum. Þeir sem standa að ofannefndri skýrslu benda hins vegar á að það að geta haft áhrif á vinnuaðstæð- ur sínar skipti meira máli fyrir heilsufar fólks en streita. Það er ekkert nýtt að heilsufar fólks sé mismunandi eftir þjóðfélagshópum. Það kom hins vegar á óvart að ef marka má þessar niðurstöður hefur munurinn á heilsufari þjóðarinnar aukist. GLR/svíþjóð Renaultverksmiðjurnar þá á Volvo stóran hlut í Procordia, sem er eitt umsvifamesta fyrirtæki Svíþjóðar við framleiðslu lyfja og hjúkrunartækja. Samanlagt hafa Volvo og Procordia 82000 manns á launaskrá inn- anlands auk nokkurra þúsunda starfs- manna erlendis. Sá sem hafnar í þriðja sæti er Björn Svedberg en hann stjórnar fyrirtækjum sem hafa sérhæft sig í framleiðslu háþróaðs tæknibúnaðar. Þettar eru fyrir- tækin Ericsson og Modo auk Jas sem framleiðir nýjustu flugvélar sænska hers- ins. Þótt þessi fyrirtæki hafi ekki eins marga á launaskrá og fyrirtæki Barneviks og Gyllenhammars þá eru þetta voldug fyrirtæki sem hafa haft mikla þýðingu fyrir háþróun iðnaðar. Svedberg þykir stjórna hvað sérmenntaðasta vinnuafli Svíþjóðar, ásamt Barnevik. Anders Sharp tekur sem stjórnarformaður í Elektrolux og Saab Scania ákvarðanir sem snerta 50.000 launþega í Svíþjóð. Fyrirtæki hans hafa auk þess sterka stöðu á erlendum mörkuðum en slíkt eykur völdin til muna. GLR/Svíþjóð. 48 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.