Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 74

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 74
Vilhjálmur Vilhjálmsson: Við eigum samleið Gullnar glædur Hér er komin safnplata með lögum sem Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson söng inn í hug og hjörtu landsmanna í þáttum eins og Óskalög sjúklinga, á gömlu Gufunni, hér í „den tid“. Þó eru þessi 20 lög ekki nema um fjórðungur þess fjölda laga sem hann söng inn á hljómplötur á 13 ára ferli, sem endaði allt of fljótt, er Vil- hjálmur lést í umferðarslysi þ. 28. mars 1978 í Luxemborg, þar sem hann bjó og starfaði sem flugmaður. Engum blöðum er um það að fletta að Vilhjálmur hafði einstaka rödd og að hæfileikar hans voru geysimiklir. Það heyrist greinilega á Við eigum samleið, í lögum eins og Ó, mín kæra vina og Bíddu pabbi (bæði eftir erl. höf.) þar sem tær og mjúk röddin lyftir lög- unum langt upp fyrir alla meðalmennsku. Burtséð frá þessum tveimur lögum eru þarna fleiri gullnar glæður s.s. Einbúinn (e.Magnús Eiríks- son), Vorí Vaglaskógi(e.Jón- as Jónasson), Lítill fugl (e. Sigfús Halldórsson, sem sem- ur einnig titillagið), og Dagný, einnig eftir Sigfús, en í því lagi syngur systir Vilhjálms, Ellý, með honum, sem og í þremur lögum til viðbótar. Allt eru þetta löngu klassísk lög og þarf svo sem ekki að eyða mörgum orðum á þau. Og þeir hjá Steinum h/f ætla ekki að láta staðar numið, heldur er von á öðrum diski með lögum Vil- hjálms og hefur hann þegar hlotið nafnið í tíma og rúmi. En eins og þjóðkunn persóna segir gjarnan: „Þetta er náttúr- lega hið besta mál“. 0 Húsið: Ýmsir flytjendur Krísuplatan Þessi hljómplata sem inni- heldur lög með átján ungl- iðasveitum er gefln út til styrktar Krísuvíkursam- tökunum og þeirra verk- efna sem samtakanna bíða, en þau felast í að hjálpa unglingum sem hafa lent á villigötum fíkniefnanna. Ýmsar tegundir tónlistar er að finna á plötunni, allt frá góðu nýbylgjurokki/ poppi sveita á borð við Óð- fluga frá Akranesi (lagið Húsið) og lagsins Morg- undagurinn sem hljóm- sveitin Efri deild Alþingis frá Egilsstöðum flytur, en í þeirri sveit er mjög efnileg söngkona á ferð, Sólný Páls- dóttir, til „instrumental“ laga í Mezzoforte stílnum, sbr. lagið Trekk í trekk með Munkun- um frá Keflavík. önnur skagasveit, Bróðir Darwins, með hina mjög svo ágætu söngkonu Önnu Halldórs- dóttur fremsta í flokki, flytur lagið / heimi hugsana sem er í svipuðum flokki og tónlist bresku sveitarinnar The Sundays, þ.e. mjög góð. Annað sem mætti nefna eru Mömmustrákarnir frá Vest- mannaeyjum, sem flytja yndislega unglingalegt lag, Á krossgötum. Þess má geta að þeir eru allir fæddir 1974. Efnilegar geta líka talist hljómsveitirnar Mamma skilur allt frá Höfn í Hornafirði með lag- ið Þú getur ef þú vilt og Bjartsýnismerm frá ísafirði með lagið Söknuður. Það er byrjendabragur yfir sumu á þessari plötu en nokkrar sveitir lofa mjög góðu. Krísuplatan er virki- lega gott framtak. 74 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.