Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 74
Vilhjálmur Vilhjálmsson:
Við eigum samleið
Gullnar
glædur
Hér er komin safnplata með
lögum sem Vilhjálmur heitinn
Vilhjálmsson söng inn í hug
og hjörtu landsmanna í þáttum
eins og Óskalög sjúklinga, á
gömlu Gufunni, hér í „den
tid“.
Þó eru þessi 20 lög ekki
nema um fjórðungur þess
fjölda laga sem hann söng inn á
hljómplötur á 13 ára ferli, sem
endaði allt of fljótt, er Vil-
hjálmur lést í umferðarslysi þ.
28. mars 1978 í Luxemborg,
þar sem hann bjó og starfaði
sem flugmaður.
Engum blöðum er um það
að fletta að Vilhjálmur hafði
einstaka rödd og að hæfileikar
hans voru geysimiklir. Það
heyrist greinilega á Við eigum
samleið, í lögum eins og Ó,
mín kæra vina og Bíddu pabbi
(bæði eftir erl. höf.) þar sem
tær og mjúk röddin lyftir lög-
unum langt upp fyrir alla
meðalmennsku. Burtséð frá
þessum tveimur lögum eru
þarna fleiri gullnar glæður s.s.
Einbúinn (e.Magnús Eiríks-
son), Vorí Vaglaskógi(e.Jón-
as Jónasson), Lítill fugl (e.
Sigfús Halldórsson, sem sem-
ur einnig titillagið), og Dagný,
einnig eftir Sigfús, en í því lagi
syngur systir Vilhjálms, Ellý,
með honum, sem og í þremur
lögum til viðbótar. Allt eru
þetta löngu klassísk lög og þarf
svo sem ekki að eyða mörgum
orðum á þau. Og þeir hjá
Steinum h/f ætla ekki að láta
staðar numið, heldur er von á
öðrum diski með lögum Vil-
hjálms og hefur hann þegar
hlotið nafnið í tíma og rúmi.
En eins og þjóðkunn persóna
segir gjarnan: „Þetta er náttúr-
lega hið besta mál“.
0
Húsið: Ýmsir flytjendur
Krísuplatan
Þessi hljómplata sem inni-
heldur lög með átján ungl-
iðasveitum er gefln út til
styrktar Krísuvíkursam-
tökunum og þeirra verk-
efna sem samtakanna bíða,
en þau felast í að hjálpa
unglingum sem hafa lent á
villigötum fíkniefnanna.
Ýmsar tegundir tónlistar
er að finna á plötunni, allt
frá góðu nýbylgjurokki/
poppi sveita á borð við Óð-
fluga frá Akranesi (lagið
Húsið) og lagsins Morg-
undagurinn sem hljóm-
sveitin Efri deild Alþingis
frá Egilsstöðum flytur, en í
þeirri sveit er mjög efnileg
söngkona á ferð, Sólný Páls-
dóttir, til „instrumental“ laga í
Mezzoforte stílnum, sbr. lagið
Trekk í trekk með Munkun-
um frá Keflavík. önnur
skagasveit, Bróðir Darwins,
með hina mjög svo ágætu
söngkonu Önnu Halldórs-
dóttur fremsta í flokki, flytur
lagið / heimi hugsana sem er í
svipuðum flokki og tónlist
bresku sveitarinnar The
Sundays, þ.e. mjög góð.
Annað sem mætti nefna eru
Mömmustrákarnir frá Vest-
mannaeyjum, sem flytja
yndislega unglingalegt lag,
Á krossgötum. Þess má
geta að þeir eru allir fæddir
1974. Efnilegar geta líka
talist hljómsveitirnar
Mamma skilur allt frá
Höfn í Hornafirði með lag-
ið Þú getur ef þú vilt og
Bjartsýnismerm frá ísafirði
með lagið Söknuður.
Það er byrjendabragur
yfir sumu á þessari plötu en
nokkrar sveitir lofa mjög
góðu. Krísuplatan er virki-
lega gott framtak.
74 ÞJÓÐLÍF