Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 89

Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 89
Peningana og minnið - eða lífið! Þjófar hafa notað lyf sem unnið er úr nornajurt til að framkalla minnisleysi hjá fórnarlömbum sínum. Ferðamenn sem fara til Bógótá í Kólumbíu og verða fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að verða fórnarlömb þjófa gætu lent í því að tapa meiru en bara peningum sín- um. Þeir gætu nefnilega líka misst minnið. Árásarmenn í höfuðborg Kólumbíu hafa margir hverjir snúið sér frá ofbeldi en nota þess í stað efnið skópólamín til að yfirbuga fórnarlömb sín. Skópólamín er lyf sem eflir undirgefni og hlýðni og auka- áhrif neyslunnar eru minnis- leysi. Sérfræðingar við Kólum- bíuháskólann hafa fyrstir greint einkenni þeirra sem verða fyrir skópólamíneitrun. Þau minna mjög á einkenni stundarminnisleysis sem er vel þekktur kvilli þar sem sjúkl- ingurinn man hver hann er og getur unnið venjuleg störf en man ekki hvað hann hefur verið að gera. Ardila og Moreno rannsök- uðu 25 sjúklinga sem lögðust inn á spítala með skópólamín- eitrun. Hér á eftir kemur saga eins sjúklingsins, 28 ára gamallar konu. Hún man eftir að hafa yfirgeflð skrifstofu sína um kl. 11 að morgni dags og að huggulega klæddur maður nálgaðist hana. Síðan man hún ekkert hvað gerðist næstu þrjá og hálfan klukkutíma. Á þeim tíma kom hún aftur við á skrif- stofunni, náði í launaávísun og leysti hana út. Hún leysti út fleiri ávísanir og fór heim og náði í skartgripina sína. Ljóst er að konan lét óþekktan mann fá bæði pen- ingana og skartgripina en hún man ekkert eftir því. Þegar hún náði stjórn á sér aftur féll hún í svefn og var flutt á spítala þar sem þvagsýni var tekið. í því reyndust vera leifar af skó- pólamíni og róandi lyfi. Skópólamín, unnið úr nornajurt og jurtum sem til- heyra ættkvíslinni Datura, hefur verið notað við trúarat- hafnir í margar aldir. Á Vest- urlöndum hafa litlir skammtar verið notaðir sem róandi lyf og gegn ferðaveiki. Ekki er vitað til að það hafi verið notað í glæpsamlegu skyni fyrr en á 6. áratugnum. Nútímaglæponar nota skópólamín í blöndu með róandi lyfi sem er úðað í vit fórnarlambanna þegar atlaga er gerð. Enn er ekki ljóst hvernig skópólamín truflar starfsemi heilans. Rannsóknir á því gætu reynst mikilvægar við að komast á snoðir um orsakir stundarminnisleysis. Veljum íslenskt! HANDPRJÓNASAMBANS (SLANDS Skólavörðustíg 19 ■ Reykjavík • Símar 21890-21912
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.