Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 89

Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 89
Peningana og minnið - eða lífið! Þjófar hafa notað lyf sem unnið er úr nornajurt til að framkalla minnisleysi hjá fórnarlömbum sínum. Ferðamenn sem fara til Bógótá í Kólumbíu og verða fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að verða fórnarlömb þjófa gætu lent í því að tapa meiru en bara peningum sín- um. Þeir gætu nefnilega líka misst minnið. Árásarmenn í höfuðborg Kólumbíu hafa margir hverjir snúið sér frá ofbeldi en nota þess í stað efnið skópólamín til að yfirbuga fórnarlömb sín. Skópólamín er lyf sem eflir undirgefni og hlýðni og auka- áhrif neyslunnar eru minnis- leysi. Sérfræðingar við Kólum- bíuháskólann hafa fyrstir greint einkenni þeirra sem verða fyrir skópólamíneitrun. Þau minna mjög á einkenni stundarminnisleysis sem er vel þekktur kvilli þar sem sjúkl- ingurinn man hver hann er og getur unnið venjuleg störf en man ekki hvað hann hefur verið að gera. Ardila og Moreno rannsök- uðu 25 sjúklinga sem lögðust inn á spítala með skópólamín- eitrun. Hér á eftir kemur saga eins sjúklingsins, 28 ára gamallar konu. Hún man eftir að hafa yfirgeflð skrifstofu sína um kl. 11 að morgni dags og að huggulega klæddur maður nálgaðist hana. Síðan man hún ekkert hvað gerðist næstu þrjá og hálfan klukkutíma. Á þeim tíma kom hún aftur við á skrif- stofunni, náði í launaávísun og leysti hana út. Hún leysti út fleiri ávísanir og fór heim og náði í skartgripina sína. Ljóst er að konan lét óþekktan mann fá bæði pen- ingana og skartgripina en hún man ekkert eftir því. Þegar hún náði stjórn á sér aftur féll hún í svefn og var flutt á spítala þar sem þvagsýni var tekið. í því reyndust vera leifar af skó- pólamíni og róandi lyfi. Skópólamín, unnið úr nornajurt og jurtum sem til- heyra ættkvíslinni Datura, hefur verið notað við trúarat- hafnir í margar aldir. Á Vest- urlöndum hafa litlir skammtar verið notaðir sem róandi lyf og gegn ferðaveiki. Ekki er vitað til að það hafi verið notað í glæpsamlegu skyni fyrr en á 6. áratugnum. Nútímaglæponar nota skópólamín í blöndu með róandi lyfi sem er úðað í vit fórnarlambanna þegar atlaga er gerð. Enn er ekki ljóst hvernig skópólamín truflar starfsemi heilans. Rannsóknir á því gætu reynst mikilvægar við að komast á snoðir um orsakir stundarminnisleysis. Veljum íslenskt! HANDPRJÓNASAMBANS (SLANDS Skólavörðustíg 19 ■ Reykjavík • Símar 21890-21912

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.