Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 79
MENNING
Jón Sigurðsson og Geirungar
Ný bók afslóðum Jóns Sigurðssonar eftir Lúðvík
Kristjánsson sagnfrœðing
Nýverið kom út ný bók eftir Lúðvík
Kristjánsson sagnfræðing; Jón Sigurðs-
son og Geirungar, — neistar úr sögu
þjóðhátíðaráratugar.
Menningarsjóður gaf bókina út á 180
ára afmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní sl.
Lúðvík fjallar í bókinni um Geirunga sem
drógu nafn sitt af leynifélaginu Atgeirinn
sem stofnað var af samherjum Jóns forseta
árið 1872.
Lúðvík Kristjánsson er þjóðkunnur
fræðimaður og rithöfundur sem hefur
verið afkastamikill í rannsóknum á sögu
íslendinga á 19.öld. Hann hefurm.a. sam-
ið Vestlendinga, 3 bindi (1953-60) og Á
slóðum Jóns Sigurðssonar (1961). Á árun-
um 1980-86 kom frá hans hendi ritverkið
íslenzkir sjávarhættir, 5 bindi, einstætt
stórvirki um sjávarútvegssögu íslendinga.
Fyrir það hlaut hann heiðursdoktorsnafn-
bót frá Háskóla íslands.
í eftirmála Geirunga segir Lúðvík að
þarmeð sé lokið sem bókarefni skrifum
hans um Jón Sigurðsson forseta. Hann
hefur verið að birta niðurstöður rann-
sókna sinna á forsetanum á stangli í fjóra
áratugi. Lúðvík Kristjánsson hefur unnið
mikið verk við heimildaöflun og rann-
sóknir á ýmsum sviðum varðandi ævi Jóns
Sigurðssonar sem aðrir fræðimenn hafa
ekki sinnt eða komið auga á.„ Störf mín
varðandi hann hafa fyrst og fremst verið
fólgin í að kanna vissa þætti í ævi hans sem
aðrir hafa lítt eða ekki athugað.“ Allir
áhugamenn um sagnfræði taka áreiðan-
lega fegins hendi við bók Lúðvíks um
Geirunga og Jón Sigurðsson, því eins og í
bókinni Á slóðum Jóns Sigurðssonar,
varpar Lúðvík skýrara ljósi á menn og
viðburði á nítjándu öld. Þannig er t.d. í
henni að finna merkan þátt í blaðaútgáfu-
sögu þjóðarinnar.
Er ættfræðiáhugi í ættinni?
Allt frá söguöld hefur ættfræðiáhugi fylgt
íslendingum. Mismikið að vísu en alltaf
hafa einhverjir yljað sér við þennan kima
þjóðlegra fræða. En kann að vera að þessi
áhugi sé að einhverju leyti bundinn íætt-
um? Það gætu menn freistast til álykta
þegar þeir líta á tengsl helstu ættfræðinga
þjóðarinnar. Bogi Benediktsson fræði-
maður, Jón Pétursson háyfirdómari,
Hannes Þorsteinsson ritstjóri Þjóðólfs og
Pétur Zophaníasson ættfræðingur eru
meðalallra þekktustu ættfræðinga þjóðar-
innar síðustu 150 árin. Þeir eru allir skyld-
ir eða venslaðir með öðrum hætti. Til
gamans eru hér tíunduð tengsl þeirra eftir
því sem tiltækar heimildir segja til um:
Bogi Benediktsson f. 24.sept. 1771, d.
25. mars 1849 var kvæntur Jarþrúði Jóns-
dóttur (1776—1858). Bogi bjó á Staðarfelli
í Dölum og var stórauðugur. Hann sinnti
bókum og íslenskri sögu og ættvísi af
kappi. Hann skrifaði m.a. ættfræðirit sem
notuð eru að miklu leyti sem undirstöðu-
heimild fyrir ættfræðiáhugamenn nútím-
ans, „Sýslumannaævir“. Meðal barna
þeirra Boga og Jarþrúðar voru Sigríður
sem giftist Pétri Péturssyni biskupi og
Jóhanna sem giftist Jóni Péturssyni háyf-
irdómara, bróður biskupsins.
Jón Pétursson háyfirdómari var f.
ló.jan 1812, d. ló.jan 1896. Jón var meðal
ættfróðustu manna sinna tíðar og sá um
margvíslega útgáfu ættfræðirita. Með
fyrri konu sinni, Jóhönnu Bogadóttur,
átti hann m.a. dæturnar Jarþrúði og Jó-
hönnu Soffíu.
Jarþrúður átti Hannes Þorsteinsson
ritstjóra Þjóðólfs (1860—1935). Hannes
var með fádæmum ættfróður þegar á unga
aldri. Reyndar varð sú ættvísi til þess að
hann hóf nám við Latínuskólann í Reykja-
vík. Hann var í heimsókn í Reykjavík
haustið 1880, stóð við túnið þar sem skóla-
piltar hópuðust að honum og þuldi hann
ættir þeirra. Þessi atburður varð til þess að
þeir skutu saman handa honum í sjóð til að
hefja nám. Hannes var afkastamikill í ætt-
fræðirannsóknum og útgáfu en seinni
hluta ævi sinnar voru hæg heimatökin þar
sem hann var þjóðskjalavörður.
Jóhanna Soffía, önnur dóttir Jóns háyf-
irdómara, var gift Zophóniasi Halldórs-
syni (1845 —1908). Synir þeirra voru Páll
alþingismaður og Pétur ættfræðingur.
Pétur Zophóníasson (1879 -1946) sá m.a.
um útgáfu á Ættum Skagfirðinga og Vík-
ingslækjarætt auk margs annars af þeim
toga.
Hér hafa aðeins nokkrir laukar þessarar
ættfræðiáhugaættar verið nefndir en
margir fleiri af þessu kyni hafa dundað sér
við þennan fróðleik til gagns og ánægju
fyrir sjálfa sig og aðra áhugamenn í fræð-
unum.
0
ÞJÓÐLÍF 79