Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 8

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 8
INNLENT SPRINGUR STJÓRNIN? Hallarbylting í aðsigi í Sjálfstœðisflokknum. Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið vilja sem fyrst komast í ríkisstjórn. Hafa Þorsteinn og Matthías meirihluta íþingflokknum? Vaxandi ónœgja í Alþýðuflokknum. Er verið að undirbúa forystuskipti hjá krötunum? Stjórnarandstaðan á þingi hefur að mörgu leyti verið býsna sterk og harð- vítug. Hún hefur nærst á gagnrýni á ríkis- stjórnina. Og andstaðan græðir stöðugt á mistökum stjórnarinnar. Framsóknar- flokkurinn hefur að ýmsu leyti verið far- sæll í stjórnarandstöðu. Foringinn, Steingrímur Hermannsson, verður vin- sælli eftir því sem forsætisráðherrann ger- ir fleiri bommertur — og í rauninni þarf Steingrímur ekki að hafa svo mikið fyrir því að afla sér fylgis nú um stundir. Hall- dór Asgrímsson fylgir honum fast eftir þungum en þéttum skrefum. Hann nær ekki hinni landsföðurlegu blíðu Stein- gríms en geislar frá sér ábyrgð og trausti. Og þjóðin er sjálf dálítið þumbaraleg nú í skammdeginu, sem gárungarnir segja að komi fram í skoðanakönnunum. Kvennalistinn hefur ekki uppskorið í skoðanakönnunum þó hann hafi sótt í sig veðrið í stjórnarandstöðunni á þingi og er greinilega mikill málefnastyrkur af nýlið- unum, þeim Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur og Kristínu Ástgeirsdóttur. En meðal almennings er farið að kenna þreyt- umerkja á einkynjabaráttu Kvennalistans hvað svo sem fólki kann að þykja mál- ÓSKAR GUÐMUNDSSON flutningur þingmanna Kvennalistans frambærilegur. Nú hlýtur einnig að fara að líða að því að Kvennó leiti að nýjum farvegi fyrir baráttuna. Alþýðubandalagið geysist fram í skoð- anakönnunum og þeir gömlu refir, Ólafur Ragnar Grímsson, Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon fara hamförum í ræðustól — og þá munar í ráðherrastóla . Miklar sættir eru með mönnum á þeim bæ eins og kom fram á landsfundi flokksins en ekki hafa þeir fremur en aðrir íslenskir flokkar getað gert upp við sig stefnu gagn- vart kvótaleigu eða sjávarútvegsmálum, né heldur ýmsu öðru sem skiptir lands- mönnum í fylkingar. Menn voru sammála um að vera ekki ósammála á fundinum, þó margir telji að djúpstæður pólitískur ágr- einingur geti blossað upp hvenær sem er. Landsfundur Alþýðubandalagsins féll annars hálfpartinn í skuggann af þeim inn- anstjórnarerjum sem skömmu síðar bloss- uðu upp á þingi og frammi fyrir alþjóð. að er fyrst og fremst klofningurinn í Sjálfstæðisflokknum sem hefur sett mark sitt á atburðarás síðustu vikna í póli- tíkinni. Kjarni þeirra flokksmanna í Sjálf- stæðisflokknum sem er orðinn uppgefinn, eru sjálfstæðismennir sem stundum eru uppnefndir sem„ framsóknarmenn" í flokknum. Fyrir þessum armi flokksins hefur öldungurinn og kempan Matthías Bjarnason farið auk Þorsteins Pálssonar. Hér er bæði um pólitískan ágreining um grundvallaratriði að ræða sem og persónu- lega óvild og sárindi sem ríkja eftir valda- töku Davíðs í flokknum. Margir telja að einmitt þau viðhorf sem þessir menn eru fulltrúar fyrir njóti meirihlutafylgis í þing- flokki Sjálfstæðismanna. Hins vegar hafa þeir ekki fylgt viðhorfum sínum af hörku eftir gagnvart Davíð Oddssyni og hirð- mönnum hans vegna þess hve skammt er síðan Davíð settist í formannsstól í flokkn- um. Sú kenning er uppi að Sjálfstæðisflokk- urinn geti ekki sprengt ríkisstjórn á eigin sundrungu. Þess vegna hafi Þorsteinn Pálsson og hans liðsmenn freistast til að beina spjótum sínum að Jóni Baldvini. Þeir sjálfstæðismenn sem búnir eru að missa trú á þessa ríkisstjórn hafa því ham- ast gegn Jóni Baldvin í Alþýðuflokknum. Glögg dæmi þessa hafa menn þóst sjá í gagnrýni Þorsteins, Magnúsar Gunnars- sonar og fleiri á utanríkisráðherrann. 8 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.