Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 8

Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 8
INNLENT SPRINGUR STJÓRNIN? Hallarbylting í aðsigi í Sjálfstœðisflokknum. Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið vilja sem fyrst komast í ríkisstjórn. Hafa Þorsteinn og Matthías meirihluta íþingflokknum? Vaxandi ónœgja í Alþýðuflokknum. Er verið að undirbúa forystuskipti hjá krötunum? Stjórnarandstaðan á þingi hefur að mörgu leyti verið býsna sterk og harð- vítug. Hún hefur nærst á gagnrýni á ríkis- stjórnina. Og andstaðan græðir stöðugt á mistökum stjórnarinnar. Framsóknar- flokkurinn hefur að ýmsu leyti verið far- sæll í stjórnarandstöðu. Foringinn, Steingrímur Hermannsson, verður vin- sælli eftir því sem forsætisráðherrann ger- ir fleiri bommertur — og í rauninni þarf Steingrímur ekki að hafa svo mikið fyrir því að afla sér fylgis nú um stundir. Hall- dór Asgrímsson fylgir honum fast eftir þungum en þéttum skrefum. Hann nær ekki hinni landsföðurlegu blíðu Stein- gríms en geislar frá sér ábyrgð og trausti. Og þjóðin er sjálf dálítið þumbaraleg nú í skammdeginu, sem gárungarnir segja að komi fram í skoðanakönnunum. Kvennalistinn hefur ekki uppskorið í skoðanakönnunum þó hann hafi sótt í sig veðrið í stjórnarandstöðunni á þingi og er greinilega mikill málefnastyrkur af nýlið- unum, þeim Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur og Kristínu Ástgeirsdóttur. En meðal almennings er farið að kenna þreyt- umerkja á einkynjabaráttu Kvennalistans hvað svo sem fólki kann að þykja mál- ÓSKAR GUÐMUNDSSON flutningur þingmanna Kvennalistans frambærilegur. Nú hlýtur einnig að fara að líða að því að Kvennó leiti að nýjum farvegi fyrir baráttuna. Alþýðubandalagið geysist fram í skoð- anakönnunum og þeir gömlu refir, Ólafur Ragnar Grímsson, Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon fara hamförum í ræðustól — og þá munar í ráðherrastóla . Miklar sættir eru með mönnum á þeim bæ eins og kom fram á landsfundi flokksins en ekki hafa þeir fremur en aðrir íslenskir flokkar getað gert upp við sig stefnu gagn- vart kvótaleigu eða sjávarútvegsmálum, né heldur ýmsu öðru sem skiptir lands- mönnum í fylkingar. Menn voru sammála um að vera ekki ósammála á fundinum, þó margir telji að djúpstæður pólitískur ágr- einingur geti blossað upp hvenær sem er. Landsfundur Alþýðubandalagsins féll annars hálfpartinn í skuggann af þeim inn- anstjórnarerjum sem skömmu síðar bloss- uðu upp á þingi og frammi fyrir alþjóð. að er fyrst og fremst klofningurinn í Sjálfstæðisflokknum sem hefur sett mark sitt á atburðarás síðustu vikna í póli- tíkinni. Kjarni þeirra flokksmanna í Sjálf- stæðisflokknum sem er orðinn uppgefinn, eru sjálfstæðismennir sem stundum eru uppnefndir sem„ framsóknarmenn" í flokknum. Fyrir þessum armi flokksins hefur öldungurinn og kempan Matthías Bjarnason farið auk Þorsteins Pálssonar. Hér er bæði um pólitískan ágreining um grundvallaratriði að ræða sem og persónu- lega óvild og sárindi sem ríkja eftir valda- töku Davíðs í flokknum. Margir telja að einmitt þau viðhorf sem þessir menn eru fulltrúar fyrir njóti meirihlutafylgis í þing- flokki Sjálfstæðismanna. Hins vegar hafa þeir ekki fylgt viðhorfum sínum af hörku eftir gagnvart Davíð Oddssyni og hirð- mönnum hans vegna þess hve skammt er síðan Davíð settist í formannsstól í flokkn- um. Sú kenning er uppi að Sjálfstæðisflokk- urinn geti ekki sprengt ríkisstjórn á eigin sundrungu. Þess vegna hafi Þorsteinn Pálsson og hans liðsmenn freistast til að beina spjótum sínum að Jóni Baldvini. Þeir sjálfstæðismenn sem búnir eru að missa trú á þessa ríkisstjórn hafa því ham- ast gegn Jóni Baldvin í Alþýðuflokknum. Glögg dæmi þessa hafa menn þóst sjá í gagnrýni Þorsteins, Magnúsar Gunnars- sonar og fleiri á utanríkisráðherrann. 8 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.