Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 46

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 46
VANTRU A RIKISVALDIÐ Aukin þrá einstaklinga eftir athafnafrelsi í Svíþjóð —samfara hnignun alþjóðlegrar samstöðu GUÐBJÖRG LINDA RAFNSDÓTTIR Úrslit þingkosninganna í Svíþjóð 15.september síðastliðinn endurspegla aukna vantrú á almáttugt og gott ríkis- vald sem stýrir lífi þegnanna með hags- muni heildarinnar fyrir augum og um leið aukna þrá einstaklinga eftir athafna- frelsi. Úrslitin sýna einnig að hin al- kunna samstaða Svía með bágstöddum íbúum fjarlægra landa hefur minnkað. tærsti og öflugasti jafnaðarmanna- flokkur á Vesturlöndum, Socialdem- okratiska Arbetarpartiet í Svíþjóð, hefur verið hrakinn í stjórnarandstöðu í annað sinn á sex áratugum. En hann á stærstan þátt í að hafa nýtt ríkidæmi sænska kapíta- lismans til að byggja upp velferðarkerfi sem mörgum þykir til fyrirmyndar en öðr- um víti til varnaðar. Jafnaðarmenn fengu þó 38 prósent atkvæða en það er það minnsta frá árinu 1928. Þeir hafa yfirleitt verið með 40-45% atkvæða en í kosning- unum 1988 fengu þeir 43%. Þeir voru samfellt í stjórn frá árinu 1932-1976, oftast einir, og þeir hafa setið í stjórn frá árinu 1982. Fjögurra flokka stjórn Carl Bildts hefur nú mun betri forsendur til að koma stefnumálum sínum í höfn en stjórnir borgaraflokkanna höfðu er þær sátu við völd árin 1976-1982. Þá kepptust stjórn- irnar við að auka ríkisútgjöld og tryggja atvinnu en nú eru aðstæður aðrar. Ríkis- valdið hefur náð hámarksstærð (opinber útgjöld voru mest 65% af þjóðarfram- leiðslu árið 1985 en nema nú 60%) og að- lögunin að Evrópubandalaginu hefur í för með sér að skattar munu væntanlega lækka og starfsemi hins opinbera dragast enn frekar saman. Þeir sem unnu á í kosningunum voru Hægriflokkurinn (Moderata Samlingsp- artiet) sem fékk 21,7% atkvæða (18,3% 1988) og nýju flokkarnir tveir á þingi; Kristilegi þjóðaflokkurinn (Kristdemo- kratiska Samhallspartiet) með 7,4% (2,9%) og Nýtt lýðræði (Ny Demokrati) sem fékk 6,6% í þessum fyrstu kosningum sínum. Aðrirflokkartöpuðufylgi. Jafnað- armenn fengu 37,9% (43,2% 1988), Frjálslyndi þjóðaflokkurinn (Folkpartiet Liberalerna) 9,2% (12,2%), Miðflokkur- inn fékk 8,0% (11,3%), Vinstriflokkurinn 4,7% (5,8%) og Umhverfisflokkurinn fékk 3,4% (5,5%). Frjálslyndir fengu sína næst verstu út- reið frá upphafi, Miðflokkurinn hefur aldrei fengið jafn fá atkvæði, Vinstriflokk- urinn fékk minnsta fylgi síðan 1968 og Umhverfisflokkurinn datt út af þingi eftir að hafa setið þar eitt kjörtímabil. Hægri flokkarnir unnu því á en mið- og vinstri- flokkar töpuðu. Borgaraflokkarnir fengu samtals 193 þingmenn en jafnaðarmenn og vinstrimenn 156. koðanakannanir hafa sýnt að það eru í ríkari mæli konur en karlar sem vilja slá vörð um það opinbera kerfi sem hefur verið byggt upp í Svíþjóð síðastliðna ára- tugi. Opinbera kerfið hefur gert konum auðveldara um vik að sameina atvinnu- og fjölskyldulíf auk þess sem það hefur skap- að fjölda kvenna atvinnu. Núverandi ríkisstjórnarflokkar gagn- rýna þetta kerfi harðlega og hafa úrslit kosninganna því verið túlkuð sem ósigur fyrir sænskar konur. Auk þess fækkar nú konum á sænska þinginu í fyrsta sinn í nokkra áratugi. Á komandi kjörtímabili munu 104 konur eiga sæti á þingi af 349 þingmönnum en voru á síðasta kjörtíma- bili 132. Þeir flokkar sem komu vel út úr kosn- ingunum í ár höfðu nefnilega fáum konum á að skipa og kosningarannsóknir sýna að karlmenn voru í meirihluta kjósenda þess- ara flokka. Þeir flokkar sem höfðu hvað flestar konur innanborðs og sem flestar konur kusu biðu skipbrot í kosningunum. Konur í Stokkhólmi fóru að fordæmi íslenskra kvenna og buðu fram kvenna- lista til þings. Það fór fremur hljótt um þetta framboð sem og önnur ný framboð að undanskildu Nýju lýðræði. Kvenna- listinn fékk aðeins 524 atkvæði og var langt frá því að hreppa þingsæti. að má nefna nokkrar skýringar á úr- slitum kosninganna. Ein er almenn hægri þróun í Svíþjóð sem víðar í Evrópu. Ungt fólk kaus hægri flokkana í auknum mæli. Þetta eru börn velferðarkerfisins sem vilja slíta af sér þau bönd sem mið- stýringin setur þeim. Framtíðarsýn þeirra er ekkert of björt; ótti við atvinnuleysi, umhverfiseyðingu og vaxandi ofbeldi. Margir telja Jafnaðarmannaflokkinn stirðnaðan kerfisflokk og hann beri ábyrgð á stöðunni. Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu hefur auk þess sannfært suma miðjukjósendur um að best sé að gefa sósíalísku öflunum í Jafnaðarmanna- flokknum og Vinstriflokknum frí en síð- arnefndi flokkurinn hefur löngum tryggt Carlsson, Wachtmeister, Bildt og Westcrberg. 46 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.