Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 46

Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 46
VANTRU A RIKISVALDIÐ Aukin þrá einstaklinga eftir athafnafrelsi í Svíþjóð —samfara hnignun alþjóðlegrar samstöðu GUÐBJÖRG LINDA RAFNSDÓTTIR Úrslit þingkosninganna í Svíþjóð 15.september síðastliðinn endurspegla aukna vantrú á almáttugt og gott ríkis- vald sem stýrir lífi þegnanna með hags- muni heildarinnar fyrir augum og um leið aukna þrá einstaklinga eftir athafna- frelsi. Úrslitin sýna einnig að hin al- kunna samstaða Svía með bágstöddum íbúum fjarlægra landa hefur minnkað. tærsti og öflugasti jafnaðarmanna- flokkur á Vesturlöndum, Socialdem- okratiska Arbetarpartiet í Svíþjóð, hefur verið hrakinn í stjórnarandstöðu í annað sinn á sex áratugum. En hann á stærstan þátt í að hafa nýtt ríkidæmi sænska kapíta- lismans til að byggja upp velferðarkerfi sem mörgum þykir til fyrirmyndar en öðr- um víti til varnaðar. Jafnaðarmenn fengu þó 38 prósent atkvæða en það er það minnsta frá árinu 1928. Þeir hafa yfirleitt verið með 40-45% atkvæða en í kosning- unum 1988 fengu þeir 43%. Þeir voru samfellt í stjórn frá árinu 1932-1976, oftast einir, og þeir hafa setið í stjórn frá árinu 1982. Fjögurra flokka stjórn Carl Bildts hefur nú mun betri forsendur til að koma stefnumálum sínum í höfn en stjórnir borgaraflokkanna höfðu er þær sátu við völd árin 1976-1982. Þá kepptust stjórn- irnar við að auka ríkisútgjöld og tryggja atvinnu en nú eru aðstæður aðrar. Ríkis- valdið hefur náð hámarksstærð (opinber útgjöld voru mest 65% af þjóðarfram- leiðslu árið 1985 en nema nú 60%) og að- lögunin að Evrópubandalaginu hefur í för með sér að skattar munu væntanlega lækka og starfsemi hins opinbera dragast enn frekar saman. Þeir sem unnu á í kosningunum voru Hægriflokkurinn (Moderata Samlingsp- artiet) sem fékk 21,7% atkvæða (18,3% 1988) og nýju flokkarnir tveir á þingi; Kristilegi þjóðaflokkurinn (Kristdemo- kratiska Samhallspartiet) með 7,4% (2,9%) og Nýtt lýðræði (Ny Demokrati) sem fékk 6,6% í þessum fyrstu kosningum sínum. Aðrirflokkartöpuðufylgi. Jafnað- armenn fengu 37,9% (43,2% 1988), Frjálslyndi þjóðaflokkurinn (Folkpartiet Liberalerna) 9,2% (12,2%), Miðflokkur- inn fékk 8,0% (11,3%), Vinstriflokkurinn 4,7% (5,8%) og Umhverfisflokkurinn fékk 3,4% (5,5%). Frjálslyndir fengu sína næst verstu út- reið frá upphafi, Miðflokkurinn hefur aldrei fengið jafn fá atkvæði, Vinstriflokk- urinn fékk minnsta fylgi síðan 1968 og Umhverfisflokkurinn datt út af þingi eftir að hafa setið þar eitt kjörtímabil. Hægri flokkarnir unnu því á en mið- og vinstri- flokkar töpuðu. Borgaraflokkarnir fengu samtals 193 þingmenn en jafnaðarmenn og vinstrimenn 156. koðanakannanir hafa sýnt að það eru í ríkari mæli konur en karlar sem vilja slá vörð um það opinbera kerfi sem hefur verið byggt upp í Svíþjóð síðastliðna ára- tugi. Opinbera kerfið hefur gert konum auðveldara um vik að sameina atvinnu- og fjölskyldulíf auk þess sem það hefur skap- að fjölda kvenna atvinnu. Núverandi ríkisstjórnarflokkar gagn- rýna þetta kerfi harðlega og hafa úrslit kosninganna því verið túlkuð sem ósigur fyrir sænskar konur. Auk þess fækkar nú konum á sænska þinginu í fyrsta sinn í nokkra áratugi. Á komandi kjörtímabili munu 104 konur eiga sæti á þingi af 349 þingmönnum en voru á síðasta kjörtíma- bili 132. Þeir flokkar sem komu vel út úr kosn- ingunum í ár höfðu nefnilega fáum konum á að skipa og kosningarannsóknir sýna að karlmenn voru í meirihluta kjósenda þess- ara flokka. Þeir flokkar sem höfðu hvað flestar konur innanborðs og sem flestar konur kusu biðu skipbrot í kosningunum. Konur í Stokkhólmi fóru að fordæmi íslenskra kvenna og buðu fram kvenna- lista til þings. Það fór fremur hljótt um þetta framboð sem og önnur ný framboð að undanskildu Nýju lýðræði. Kvenna- listinn fékk aðeins 524 atkvæði og var langt frá því að hreppa þingsæti. að má nefna nokkrar skýringar á úr- slitum kosninganna. Ein er almenn hægri þróun í Svíþjóð sem víðar í Evrópu. Ungt fólk kaus hægri flokkana í auknum mæli. Þetta eru börn velferðarkerfisins sem vilja slíta af sér þau bönd sem mið- stýringin setur þeim. Framtíðarsýn þeirra er ekkert of björt; ótti við atvinnuleysi, umhverfiseyðingu og vaxandi ofbeldi. Margir telja Jafnaðarmannaflokkinn stirðnaðan kerfisflokk og hann beri ábyrgð á stöðunni. Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu hefur auk þess sannfært suma miðjukjósendur um að best sé að gefa sósíalísku öflunum í Jafnaðarmanna- flokknum og Vinstriflokknum frí en síð- arnefndi flokkurinn hefur löngum tryggt Carlsson, Wachtmeister, Bildt og Westcrberg. 46 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.