Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 38

Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 38
ERLENT Mistök sem ekki fara hátt Talið er að um fjórðungur allra þeirra dauðsfalla sem urðu meðal bandarískra her- manna á meðan Persaflóa- stríðinu stóð megi rekja til al- varlega mistaka meðal vest- urlandahersins. Mennirnir féllu fyrir kúlum frá eigin her- liði. Samkvæmt skýrslu frá Pentagon fórust 35 hermenn í 28 árásum á eigin herlið. Og af þeim 467 Bandaríkja- mönnum sem særðust í stríð- inu má rekja 72 tilfelli til þess- ara sömu árása. í öllum öðr- um styrjöldum á þessari öld er talið að þessi hlutfallstala hafi verið 2% af öllum særð- um og föllnum, þannig að mönnum bregður við þessi tíðindi. Bandarískir yfirmenn í hernum segja aö þessi óhugnanlega tala fallinna og særðra hljóti að krefjast al- gerrar endurskoðunar á þjálf- un og uppbyggingu herlið- sins. Sérstaklega finnst yfir- mönnunum óhugnanlegt að þessar árásir og slys urðu þar sem allra síst var við því að búast, þ.e. í átökum land- gönguliðsins. Orustuflugvél- ar Bandaríkjahers réðust níu sinnum á eigin herlið á landi og 11 hermenn féllu. En í engu tilfellanna voru flugvél- arnar skotnar niður. Á hinn bóginn kom 16 sinnum til átaka bryndreka og hersveita á landi og féllu 24 hermenn í þeim. Margar skýringar eru nefndartil sögunnar; næturá- tök og slæmt skyggni á víg- vellinum. Enn fremur að ná- kvæmniskotfærin hafi reynst gölluð, þ.e. skot sem leita uppi skotmarkiö með há- tæknibúnaði hafi margsinnis leitað til baka á eigin hersveit- ir. Sá búnaður sem átti að koma í veg fyrir slíkt hafi brugðist... (Spiegel/óg) Madan Lal ásamt áhangendum sínum. Sérkennileg endurfæðing Indverskur furðufugl, Madan Lal 62 ára, segist vera endur- fæddur Ghandi, sál hans hafi tekið sér bólfestu í nýjum lík- ama. Frelsishetjan Ghandi var myrtur árið 1948, þannig að þessi sálartilflutningur hef- ur átt sér stað eftir að Madan Lal var kominn töluvert á legg. Til að undirstrika þessa veru sína hefur Lal stælt í hví- vetna Ghandi í útliti. Ásökun- um um að vera einfaldlega ruglaður vísar Madan Lal á bug með tilvísun til þess að hann hafi stofnað flokk, sem muni bjóða fram næst til þings á Indlandi... (Spiegel/óg) Skaðabætur til Öðru hvoru verða menn ill- yrmislega minntir á fortíðar- glæpi. Ibrahim Bagbanida forseti Nígeríu hefur varpað fram þeirri hugmynd að skaðabætur fyrir þræla- verslun á síðustu öld gætu dregið úr eymd í Afríku nú á tímum. í þréfi til Afríkuráðs- ins (OAU) segir forsetinn: „Afríkumenn voru hand- teknir, hlekkjaðir og fluttir eins og búfénaður yfir Atl- antshafið til Ameríku til þess að auka velmegun ræn- Afríku ingja sinna. Þrælaverslunin og stjórnleysið sem af henni leiddi í Afríku varð til þess að heimsálfan dróst um aldir aft- ur á þróunarbrautinni." Fyrir það ættu þeir sem þræla- haldsins nutu nú að gjalda. Viðmiðunarverð sem Baab- anida nefnir er um 1,8 mill- jónir króna fyrir hvern Afríku- búa sem fluttur var mannsali til Ameríku. Verðið fyrir hvern einstakling er þaö sama og Bandaríkjamenn greiddu fyrir hvern Japana sem hafðir voru í haldi í Bandaríkjunum meðan á annarri heims- styrjöldinni stóð. Heildar- upphæðin sem OAU gæti þannig fengið frá stærstu þrælaverslunarþjóðunum, Bandaríkjunum og Hol- landi, er ekki lág; um 300 milljarðar dollara eða 20460 milljarðar íslenskra króna. Reiknað er með að um11 milljónir Afríkumanna hafi verið teknar til þræld- óms á síðustu öld... (Spiegel/óg) 38 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.