Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 66

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 66
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR bæjum, 350 hrossum frá 26 bæjum, 140 sauðkindum frá 10 bæjum og 104 svínum frá fjórum bæjum. Oftast voru sýni frá 5-10 gripum sett saman í safnsýni til ræktunar. Til þess að fylgjast með salmónella mengun í sláturhúsum voru settir vöndlar í niðurföll og tekin strok- sýni af skrokkum. Notaðar voru hefðbundnar ræktunaraðferðir til einangrunar og staðfestingar á salmónella. Sermisgreining var framkvæmd á sýkladeild Landspítalans. Niðurstöður: S. typhimurium fannst í nautgripum á einum bæ í Rangárvallahreppi og á einum bæ í Austur-Landeyjum. S. typhim- urium fannst einnig í hrossum á öðrum bæjanna og til viðbótar á einum bæ í Ásahreppi. Ályktanir: Aukin tíðni sjúkdóma í búfé á Suðurlandi af völdum salmónellasýkla gaf fulla ástæðu til að óttast að ef til vill væru salmónellasýklar útbreiddari á þessu landsvæði en menn höfðu áður gert sér grein fyrir. Niðurstöður þessarar athuganar benda ekki til að svo sé. í mörgum tilvikum hefur mátt finna tengsl á milli þeirra bæja þar sem salmónella hefur greinst. Þakkir: Yfirdýralæknisembættið greiddi kostnað við framkvæmd þessarar rannsóknar. V 26 Sýklalyfjaleit í sláturdýrum Signý Bjarnadóttir Sigríður Hjartardóttir’, Guðbjörg Jónsdóttir', Vala Friðriksdóttir’, Sigurður Örn Hansson2, Eggert Gunnarsson' 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum. "embætti yfirdýralæknis Netfang: eggun@hi.is Inngangur: Gerðar eru sífellt meiri kröfur um hollustu og heilnæmi matvæla. Eftirlit með sýklalyfjaleifum í sláturafurðum eru liður í á- ætlun yfirdýralæknisembættisins um reglubundnar athuganir á gæð- um og hreinleika búfjárafurða. Óhófleg og/eða röng notkun sýkla- lyfja í alidýraeldi getur haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir um- hverfi mannsins og heilsu. Reglubundnu eftirliti með sýklalyfjaleif- um er ætlað að stuðla að réttri notkun sýklalyfja í alidýraeldi. Efniviður og uöferðir: Á árunum 1991-1999 voru tekin 3432 sýni úr fimm dýrategundum í sláturhúsum víðs vegar um landið til athug- unar á sýklalyfjaleifum. Við rannsóknina var beitt agardreifiprófi (agar diffusion test) sem byggir á næmi tveggja bakteríustofna fyrir hinum ýmsu flokkum sýklalyfja. Niðurstöður: Sýklalyfjaleifar fundust ekki í saufé, hrossum, naut- gripum og holdahænsnum. Aftur á móti reyndust 6,5% innsendra sýna úr svínum innihalda sýklalyfjaleifar árið 1994 og 9,8% árið 1995. Sýklalyfjaleifar fundust ekki svínaafurðum hin árin sem rann- sóknin náði til. Ályktanir: Niðurstöður gefa til kynna að íslenskar búfjárafurðir séu almennt lausar við sýklalyfjamengun og er það í samræmi við þá í- mynd sem menn vilja gjarnan að íslenskar landbúnaðarafurðir hafi. Helst virðist þörf aðgæslu í notkun sýklalyfja í svínabúskap. Með réttum leiðbeiningum um notkun og-útskilnað lyfja má einnig koma í veg fyrir sýklalyfjaleifar í þessum afurðum. V 27 Campylobacter í dýrum á íslandi Kolbrún Birgisdóttir , Vala Friðriksdóttir’, Guðbjörg Jónsdóttir1, Signý Bjarnadóttir', Eggert Gunnarsson', Jarle Reiersen2 ‘Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2yfirdýralæknisembættinu Netfang: eggun@hi.is Inngangur: Mikil aukning hefur orðið á Campylobacter sýkingum í mönnum á íslandi á síðustu árum og þá sérstaklega á sýkingum sem eiga uppruna sinn innanlands. Því var ráðist í að kanna útbreiðslu Campylobacter í dýrum á íslandi. Efniviður og aðferðir: Við ræktun var notað forræktunaræti og rækt- un á sérhæfðum ætum. Við greiningu til tegunda var notað hippura- te hydrolysis próf og næmi fyrir nalidixic acid og cephalothin. Niðurstöður: í þessari rannsókn fannst Campylobacter í 11 dýrateg- undum af þeim 15 sem voru athugaðar. Tíðni Campylobacter var 25% í eldishópum kjúklinga og 20% í eldishópum kalkúna. Campylobacter fannst á öllum nautgripabúum sem athuguð voru og reyndust 78% allra nautgripa frá þessum bæjum hafa Campylobact- er. Á 69% svínabúa fannst Campylobacter og tíðni Campylobacter í sauðfjárhjörðum var 28%. Campylobacter fannst í 43% máva og einnig fannst Campylobacter í aligæsum, villigæsum, villiöndum og hröfnum. Aftur á móti tókst ekki að einangra Campylobacter úr hundum, köttum, músum og rjúpum. Þær Campylobacter tegundir sem fundust voru Campylobacter jejuni, C. coli, C. lari og C. hyointestinalis. C. jejuni fannst í öllum þeim dýrategundum sem Campylobacter fannst í á annað borð og reyndist einnig algengasta tegundin því hún fannst í 68% af jákvæðum sýnum. Ályktanir: Þessi rannsókn sýnir að Campylobacter er algeng í lffrfk- inu og finnst bæði í búfé og villlum fuglum. Því er full ástæða til að fara varlega við meðhöndlun á matvælum og ómeðhöndluðu yfir- borðsvatni. Þakkir: Verkefnið er hluti af samvinnuverkefni Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, yfirdýralækisembættisins, Hollustuverndar ríkisins, sýklafræðideildar Landspítalans, land- læknisembættisins og Rannsóknastofu fiskiðnaðarins. Verkefnið er styrkt af RANNIS og Umhverfisráðuneytinu. V 28 Rafeindasmásjárskoðun á saursýnum úr hrossum með smitandi hitasótt Vilhjálmur Svansson , Eggert Gunnarsson', Guðmundur Georgsson', Guðmundur Pétursson', Sigríður Björnsdóttir2, Sigríður Matthíasardóttir', Sigurður Sigurðarson', Sigurbjörg Þorsteinsdóttir', Steinunn Árnadóttir' 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 'embætti yfirdýralæknis, Hólaskóla í Hjaltadal, Skagafirði Netfang: eggun@hi.is Inngangur: Smitandi hitasótt er nýr sjúkdómur í hrossum hérlendis. Fyrstu tilfelli hitasóttar greindust á Reykjavíkursvæðinu í febrúar 1998 og það ár fór sóttin um landið. Síðustu tilfellin sáust á einangr- uðum bæjum austanlands í byrjun árs 1999. Eins og nafn sjúkdómsins bendir til fengu hross hita, oft >41°C. Hit- anum fylgdi oft átleysi og deyfð. Sjúkdómseinkenni voru í flestum tilvikum væg og vöruðu oftast í stuttan tíma, eða einn til fjóra daga. Sum hross fengu skitu. Öll hross virtust vera næm fyrir smitefninu. Dánartíðni var lág <0,2% og drápust hross af fylgikvillum, það er hrossasótt (colic) og klumsi (eclampsia). Við krufningar fundust að- allega sjúkdómsbreytingar í meltingarvegi. Ekki hefur enn tekist að greina orsök sóttarinnar en margt bendir til að um veirusjúkdóm sé að ræða. Mótefnaprófanir gegn þekktum og óþekktum veirusýkingum í hrossum hafa verið neikvæðar og einnig allar tilraunir til að einangra smitefnið í frumurækt. Þegar hitasóttin gekk um landið benti ýmislegt til þess að hún gæti smitast með saur. Efniviður og aðferðir: Ákveðið var að skoða í rafeindasmásjá öll til- tæk saursýni frá hrossum með hitarsótt. Rafeindasmásjá hefur á 66 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.