Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Page 66

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Page 66
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR bæjum, 350 hrossum frá 26 bæjum, 140 sauðkindum frá 10 bæjum og 104 svínum frá fjórum bæjum. Oftast voru sýni frá 5-10 gripum sett saman í safnsýni til ræktunar. Til þess að fylgjast með salmónella mengun í sláturhúsum voru settir vöndlar í niðurföll og tekin strok- sýni af skrokkum. Notaðar voru hefðbundnar ræktunaraðferðir til einangrunar og staðfestingar á salmónella. Sermisgreining var framkvæmd á sýkladeild Landspítalans. Niðurstöður: S. typhimurium fannst í nautgripum á einum bæ í Rangárvallahreppi og á einum bæ í Austur-Landeyjum. S. typhim- urium fannst einnig í hrossum á öðrum bæjanna og til viðbótar á einum bæ í Ásahreppi. Ályktanir: Aukin tíðni sjúkdóma í búfé á Suðurlandi af völdum salmónellasýkla gaf fulla ástæðu til að óttast að ef til vill væru salmónellasýklar útbreiddari á þessu landsvæði en menn höfðu áður gert sér grein fyrir. Niðurstöður þessarar athuganar benda ekki til að svo sé. í mörgum tilvikum hefur mátt finna tengsl á milli þeirra bæja þar sem salmónella hefur greinst. Þakkir: Yfirdýralæknisembættið greiddi kostnað við framkvæmd þessarar rannsóknar. V 26 Sýklalyfjaleit í sláturdýrum Signý Bjarnadóttir Sigríður Hjartardóttir’, Guðbjörg Jónsdóttir', Vala Friðriksdóttir’, Sigurður Örn Hansson2, Eggert Gunnarsson' 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum. "embætti yfirdýralæknis Netfang: eggun@hi.is Inngangur: Gerðar eru sífellt meiri kröfur um hollustu og heilnæmi matvæla. Eftirlit með sýklalyfjaleifum í sláturafurðum eru liður í á- ætlun yfirdýralæknisembættisins um reglubundnar athuganir á gæð- um og hreinleika búfjárafurða. Óhófleg og/eða röng notkun sýkla- lyfja í alidýraeldi getur haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir um- hverfi mannsins og heilsu. Reglubundnu eftirliti með sýklalyfjaleif- um er ætlað að stuðla að réttri notkun sýklalyfja í alidýraeldi. Efniviður og uöferðir: Á árunum 1991-1999 voru tekin 3432 sýni úr fimm dýrategundum í sláturhúsum víðs vegar um landið til athug- unar á sýklalyfjaleifum. Við rannsóknina var beitt agardreifiprófi (agar diffusion test) sem byggir á næmi tveggja bakteríustofna fyrir hinum ýmsu flokkum sýklalyfja. Niðurstöður: Sýklalyfjaleifar fundust ekki í saufé, hrossum, naut- gripum og holdahænsnum. Aftur á móti reyndust 6,5% innsendra sýna úr svínum innihalda sýklalyfjaleifar árið 1994 og 9,8% árið 1995. Sýklalyfjaleifar fundust ekki svínaafurðum hin árin sem rann- sóknin náði til. Ályktanir: Niðurstöður gefa til kynna að íslenskar búfjárafurðir séu almennt lausar við sýklalyfjamengun og er það í samræmi við þá í- mynd sem menn vilja gjarnan að íslenskar landbúnaðarafurðir hafi. Helst virðist þörf aðgæslu í notkun sýklalyfja í svínabúskap. Með réttum leiðbeiningum um notkun og-útskilnað lyfja má einnig koma í veg fyrir sýklalyfjaleifar í þessum afurðum. V 27 Campylobacter í dýrum á íslandi Kolbrún Birgisdóttir , Vala Friðriksdóttir’, Guðbjörg Jónsdóttir1, Signý Bjarnadóttir', Eggert Gunnarsson', Jarle Reiersen2 ‘Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2yfirdýralæknisembættinu Netfang: eggun@hi.is Inngangur: Mikil aukning hefur orðið á Campylobacter sýkingum í mönnum á íslandi á síðustu árum og þá sérstaklega á sýkingum sem eiga uppruna sinn innanlands. Því var ráðist í að kanna útbreiðslu Campylobacter í dýrum á íslandi. Efniviður og aðferðir: Við ræktun var notað forræktunaræti og rækt- un á sérhæfðum ætum. Við greiningu til tegunda var notað hippura- te hydrolysis próf og næmi fyrir nalidixic acid og cephalothin. Niðurstöður: í þessari rannsókn fannst Campylobacter í 11 dýrateg- undum af þeim 15 sem voru athugaðar. Tíðni Campylobacter var 25% í eldishópum kjúklinga og 20% í eldishópum kalkúna. Campylobacter fannst á öllum nautgripabúum sem athuguð voru og reyndust 78% allra nautgripa frá þessum bæjum hafa Campylobact- er. Á 69% svínabúa fannst Campylobacter og tíðni Campylobacter í sauðfjárhjörðum var 28%. Campylobacter fannst í 43% máva og einnig fannst Campylobacter í aligæsum, villigæsum, villiöndum og hröfnum. Aftur á móti tókst ekki að einangra Campylobacter úr hundum, köttum, músum og rjúpum. Þær Campylobacter tegundir sem fundust voru Campylobacter jejuni, C. coli, C. lari og C. hyointestinalis. C. jejuni fannst í öllum þeim dýrategundum sem Campylobacter fannst í á annað borð og reyndist einnig algengasta tegundin því hún fannst í 68% af jákvæðum sýnum. Ályktanir: Þessi rannsókn sýnir að Campylobacter er algeng í lffrfk- inu og finnst bæði í búfé og villlum fuglum. Því er full ástæða til að fara varlega við meðhöndlun á matvælum og ómeðhöndluðu yfir- borðsvatni. Þakkir: Verkefnið er hluti af samvinnuverkefni Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, yfirdýralækisembættisins, Hollustuverndar ríkisins, sýklafræðideildar Landspítalans, land- læknisembættisins og Rannsóknastofu fiskiðnaðarins. Verkefnið er styrkt af RANNIS og Umhverfisráðuneytinu. V 28 Rafeindasmásjárskoðun á saursýnum úr hrossum með smitandi hitasótt Vilhjálmur Svansson , Eggert Gunnarsson', Guðmundur Georgsson', Guðmundur Pétursson', Sigríður Björnsdóttir2, Sigríður Matthíasardóttir', Sigurður Sigurðarson', Sigurbjörg Þorsteinsdóttir', Steinunn Árnadóttir' 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 'embætti yfirdýralæknis, Hólaskóla í Hjaltadal, Skagafirði Netfang: eggun@hi.is Inngangur: Smitandi hitasótt er nýr sjúkdómur í hrossum hérlendis. Fyrstu tilfelli hitasóttar greindust á Reykjavíkursvæðinu í febrúar 1998 og það ár fór sóttin um landið. Síðustu tilfellin sáust á einangr- uðum bæjum austanlands í byrjun árs 1999. Eins og nafn sjúkdómsins bendir til fengu hross hita, oft >41°C. Hit- anum fylgdi oft átleysi og deyfð. Sjúkdómseinkenni voru í flestum tilvikum væg og vöruðu oftast í stuttan tíma, eða einn til fjóra daga. Sum hross fengu skitu. Öll hross virtust vera næm fyrir smitefninu. Dánartíðni var lág <0,2% og drápust hross af fylgikvillum, það er hrossasótt (colic) og klumsi (eclampsia). Við krufningar fundust að- allega sjúkdómsbreytingar í meltingarvegi. Ekki hefur enn tekist að greina orsök sóttarinnar en margt bendir til að um veirusjúkdóm sé að ræða. Mótefnaprófanir gegn þekktum og óþekktum veirusýkingum í hrossum hafa verið neikvæðar og einnig allar tilraunir til að einangra smitefnið í frumurækt. Þegar hitasóttin gekk um landið benti ýmislegt til þess að hún gæti smitast með saur. Efniviður og aðferðir: Ákveðið var að skoða í rafeindasmásjá öll til- tæk saursýni frá hrossum með hitarsótt. Rafeindasmásjá hefur á 66 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.