Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 100

Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 100
100 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 s t j ó r n u n Reynsla stjórnendanna var yfirleitt mjög mikil. Yfir 70% svar- enda sögðust hafa yfir 11 ára reynslu og yfir fjórðungur yfir 20 ára reynslu. reYnsLa ÍsLenskra stjórnenDa? Mesta þekkingin á þessum hugtökum og aðferðum reyndist vera meðal þeirra sem höfðu 11–20 ára reynslu í stjórnun en hún reyndist minnst hjá þeim sem höfðu meiri reynslu en það. Athygli vekur að stjórnendur með minnstu reynsluna reyndust nota þessi hugtök og aðferðir minnst í sínum fyrirtækjum. Íslensku viðskiptaumhverfi var lýst í langflestum tilfellum sem mjög hröðu og óstöðugu. Þeir stjórnendur sem sögðu umhverfi sitt vera frekar rólegt og stöðugt virtust þekkja og nota þessi hugtök og/ eða aðferðir minna en hinir. Jafnframt töldu 92% stjórnenda árangur fyrirtækja sinna síðastliðin fimm ár hafa verið samkvæmt væntingum þeirra eða umfram það. Flestir stjórnendur sem svöruðu könnuninni starfa í iðnaðargeiranum eða 28%. Næstflestir voru í smásölu eða 17% og var þekkingin og notkunin á þessum hugtökum og aðferðum minnst þar. Þar á eftir kom fjármálageirinn með 12% svarenda en stjórnendur þar töldu sig þekkja þessi hugtök og aðferðir aðeins meira en aðrir að meðaltali. Athygli vekur að þeir stjórnendur sem voru úr matvælaiðnaðinum, eða um 5% svarenda, höfðu mun betri þekkingu á þessum hugtökum og aðferðum og notuðu þau töluvert meira en aðrir. Hugsanlega má skýra það að einhverju leyti með hve svörin voru fá í þeim geira. Þekking innan fyrirtækjanna og viðhorf starfsmanna til þess- ara hugtaka og/eða aðferða er að mati stjórnendanna frekar góð. Um helmingur stjórnenda taldi þekkinguna frekar mikla eða mjög mikla. Viðhorf starfsmanna gagnvart upptöku nýrra aðferða var að sama skapi frekar jákvæð með um 50% stjórnenda sem sögðu að svo væri. Hins vegar var svipaður fjöldi sem taldi að sér stæði alveg á sama þó að nýjar aðferðir væru kynntar til sögunar í fyrirtækinu. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þar sem hæfi og vilji starfsmanna geta haft mikið um það að segja hvort skynsamlegt sé fyrir stjórnendur að innleiða breytingar innan fyrirtækjanna sem oft eru flóknar og tímafrekar. Oft miða þær að því að fækka eða breyta störfum innan þeirra. Þessi jákvæða afstæða gefur því til kynna að starfsmenn eru ekki nein sértök hindrun fyrir íslenska stjórnendur við innleiðinguna. Almennt virðist sem stjórnendur þessara fyrirtækja telji að fyr- irtæki sín séu vel í stakk búin til þess að innleiða einhverjar þeirra aðferða sem nefndar voru í könnuninni. Yfir helmingur þeirra töldu fyrirtæki mjög vel eða vel í stakk búin og aðeins 13% sögðu fyr- irtækin illa í stakk búin til þess. ÁhrifaÞÆttir viÐ innLeiÐingu Þessara Lausna Rannsóknin gerir ráð fyrir að það séu aðallega þrír þættir sem hafi áhrif á þekkingu stjórnenda á þessum hugtökum og/eða lausnum og hafi þ.a.l. beint eða óbeint áhrif á það að þau séu innleidd í fyrirtæki þeirra. Þessir þættir eða aðilar eru menntastofnanir, stjórnunarráðgjafar og fjölmiðlar, þ.e. allt útgefið efni. Menntun íslenska stjórnandans er mikil, þar sem um 88% þeirra sögðust vera með háskólamenntun og þar af helmingur með meira en grunnmenntun á háskólastigi. hvaÐa Menntun hafa ÍsLenskir stjórnenDur? Langflestir stjórnendurnir voru með verkfræði- eða viðskipta- eða hagfræðimenntun en skiptingin milli þessara tveggja var svipuð. Athyglisvert var að sjá að þeir sem hafa verkfræðimenntun virtust hafa mjög svipaða þekkingu á þessum hugtökum og/eða aðferðum og þeir sem hafa viðskipta- og hagfræðimenntun jafnvel þó að flest ef ekki öll hugtökin eigi uppruna sinn í fræðum síðarnefnda hópsins. Stjórnendur með MBA-gráðu virtust þekkja og nota þessi hugtök meira en aðrir og þeir sem voru aðeins með grunnskólapróf virtust þekkja og nota þau minnst. Það sem kom mest á óvart hins vegar er að þeir sem eru voru með masters- og doktorsgráðu virtust vera undir meðallagi í þekkingu á þessum hugtökum. Spurt var í könnuninni í hvaða landi stjórnendurnir menntuðu sig síðast. Flestir eða 56% svarenda menntuðu sig annarstaðar en á Íslandi og um 70% af þeim í Evrópu. Mjög fáir höfðu menntað sig annarstaðar en í Evrópu eða Bandaríkjunum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.