Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 103

Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 103
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 103 s t u Ð u L L rannsóknin Til þess að rannsókn sem þessi sé samanburðarhæf milli landa er nærtækast að gera samanburðarrannsókn milli tveggja eða fleiri landa og bera svo saman niðurstöður. Þessa leið hefur bandaríska ráðgjafafyrirtækið Bain & Company valið og rannsakað vinsælustu stjórnendahugtök og/eða aðferðir víðsvegar í heiminum, að Íslandi undanskildu. Könnun þess hefur verið endurtekin á næstum hverju ári allt frá árinu 1993. Hins vegar er þessi rannsókn, sem nú er til umfjöllunar, annars eðlis þar sem aðalatriðið er ekki að kanna vinsældalista yfir vinsæl hugtök og/eða aðferðir í fyrirtækjum heldur hvort áhrifavaldar séu hinir sömu hér á landi og erlendis, sem gæti svo skýrt skyldleika í svörum við erlenda aðila. Þar sem aðgengi að íslenskum stjórnendum er tiltölulega auðvelt miðað við aðgengi að kollegum þeirra í öðrum löndum, var farin sú leið að senda tölvupóstkönnun með hinu íslenska Outcome-kannanakerfi til stjórnenda 300 stærstu fyrirtækja Íslands. Um þriðjungur stjórnenda svaraði könnuninni og má sjá valdar niðurstöður hennar hér neðar. Rannsóknaraðferðin var í grunninn byggð á lista sem lagður var fyrir stjórnendurna sem samanstóð af 19 þekktum og vinsælum stjórnendahugtökum og/eða aðferðum og þeir beðnir að greina frá þeim sem þeir þekktu og notuðu af þeim. Listinn var fundinn út með samanburði á könnun Bains & Company við aðra könnun sem framkvæmd var í Svíþjóð á sænskum fyrirtækjum. Einnig var farið yfir vinsælustu bækur og tímarit um þessi efni, svo og kennsluefni í háskólum hér heima og erlendis. eru til tískubylgjur í stjórnun? Stjórnendum fyrirtækja bjóðast í síauknum mæli svokallaðar nýjar lausnir til að auka framleiðni og hagnað fyrirtækja sinna. Fræðimenn jafnt sem ráðgjafar og stjórnendur, sem náð hafa langt með einstaka fyrirtæki, eiga það til að útbúa leiðbeiningar um hvernig best sé að haga málum innan fyrirtækja og útbúa oftar en ekki í því sambandi pakkalausnir sem hægt er að fara eftir. Slíkar lausnir birtast stjórnendum sem hugtök og/eða aðferðir sem þeir læra í skólum, hjá aðkeyptum ráðgjöfum eða við lestur bóka og tímarita um þessi efni. Dæmi um slíkar pakkalausnir eru Gæðastjórnun (Total Quality Management) og Stefnumiðað árangursmat (Balanced Scorecard) svo einhver séu nefnd. Nú er svo komið að heill iðnaður hefur orðið til í kringum þessar lausnir sem veltir árlega óheyrilegum fjárhæðum úti um allan heim. Ráðgjafar, fræðimenn eða reyndir stjórnendur hafa gefið út bækur um „bestu“ lausnir (Best Practices) á tilteknum vandamálum sem hafa náð toppnum á bókasölulistum út um allan heim. Ráðgjafaiðnaðurinn vex stöðugt ár frá ári þar sem stjórnendur vilja innleiða nýjustu lausnina á sem bestan hátt. Margir hafa bent á hliðstæðu á vinsældabylgjum þessara lausna og annar tískubylgna líkt og í fataiðnaði. Þessi aðilar ganga svo langt að kalla stjórnendahugtök og/eða aðferðir „stjórnunartískur“ (Management Fashions). niÐurstaÐa Íslenskir stjórnendur eru að mörgu leyti líkir stjórnendum í Banda- ríkjunum og Evrópu, sérstaklega með tilliti til þekkingar á þessum hugtökum og/eða aðferðum. Helsti munurinn liggur í því hvernig þeir innleiða þessar lausnir í sín fyrirtæki og hverjir helstu áhrifa- valdar þeirra eru. Á meðan stjórnendur í Evrópu og í Bandaríkjunum eiga það til að fylgja tískustraumum fjölmiðla og stjórnunarráðgjafa þá er menntun helsti áhrifavaldur íslenska stjórnandans. Teikn eru hins vegar á lofti um að þetta sé smám saman að breytast. Mörg fyrirtæki eru farin að kaupa þjónustu erlendra ráðgjafa og erlendir fjölmiðlar eiga hér mikil óbein ítök. Enn fremur ber íslensk viðskiptamenntun þess merki að hún styðst fyrst og fremst við bandarískt námsefni og MBA-nám að bandarískri fyrirmynd er farið að sækja í sig veðrið hér á landi. Annað athyglisvert við íslenska stjórnandann er að notkun hans á þessum lausnum er með nokkuð öðrum hætti en kollega hans í öðrum löndum. Niðurstaðan var sú að íslenskir stjórnendur virðast ekki gleypa við nýjustu tískustraumum algerlega hráum heldur vilja þeir laga það að íslenskum aðstæðum og matreiða það með séríslenskum kryddum. Ekki var það tilgangur verkefnisins að leggja dóm á hvort þróun í átt að einsleitni í viðskiptum sé góð eða slæm heldur lýsa því umhverfi sem íslenskir stjórnendur starfa í og þeim áhrifaþáttum sem umlykja hann. Hins vegar má benda á að einsleitni í stjórnun getur eytt þeim sérkennum sem einstaka aðilar eða þjóðir hafa komið sér upp og hefur hugsanlega búið þeim forskot í hinum mikla ólgusjó samkeppninnar. Er íslenski stjórnandinn ólíkur þeim útlenska?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.