Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 10
Fyrst þetta... 10 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 Við fáum óneitanlega smjörþefinn af ótrúlegustu viðskipta-háttum, sem menn virðast ekkert kippa sér upp við að iðka hér á landi á þessum síðustu og verstu tímum. Staðreyndin er hinsvegar sú að neytendalöggjöfin veitir almenningi bæði víðtækan neytendarétt og víðtæka neytendavernd. Íslenskir neytendur hafa bara því miður ekki verið nógu vel meðvitaðir um sinn rétt og eiga enn langt í land með að ná þeirri neytendavitund sem ríkir meðal frændþjóða okkar á Norðurlöndunum sem láta ekki bjóða sér hvaða „viðskiptasvínarí“ sem er . Ég trúi því þó að neytendavitundin fari hér vaxandi, ekki síst nú eftir allt það umrót sem fall bankanna hefur haft í för með sér, enda hefur allt viðskipta- og fjármálalíf í landinu beðið mikinn hnekki og misst bæði trúverðugleika og traust hins almenna neytanda,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. Kvörtunum og ábendingum frá almennum neytendum hefur „rignt“ inn á borð Neytendastofu á síðustu vikum og mánuðum og sér í lagi hefur þeim málum nú fjölgað er varða ágreining neytenda og fjármálastofnana. Málin eru annars af fjölbreyttum toga neyt- endaréttar, en meginmarkmið Neytendaréttarsviðs Neytendastofu er að stuðla að bættum hag neytenda með því að tryggja að réttindi þeirra séu bæði þekkt og virt. Sviðinu er einkum ætlað að tryggja að ekkert sé aðhafst sem er óhæfilegt gagnvart neytendum, stuðla að því að neytendur hafi sem mestar upplýsingar og yfirsýn yfir mark- aðinn og að vinna gegn óréttmætum viðskiptaháttum. Stofnuninni er m.a. falið eftirlit með lögum um viðskiptahætti og markaðssetn- ingu og gagnsæi markaðarins, lögum um alferðir, lögum um neyt- endalán, lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga og lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. Vinna við mál er varða við þessi lög geta hafist hjá sérfræðingum Neytendastofu eftir ábendingu frá neytanda, kvörtun frá keppinauti eða samtökum eða að frumkvæði Neytendastofu, sem svo tekur ákvörðun í málum og getur með slíkum úrskurðum beitt ýmsum viðurlögum á borð við sölubann, afturköllun vöru af markaði, dag- sektir og stjórnvaldssektir um allt að tíu milljónir króna. Öllum ákvörðunum Neytendastofu má skjóta til áfrýjunarnefndar neyt- endamála sem er sjálfstæð úrskurðarnefnd og þaðan má svo skjóta málum til dómstóla ef aðilar una ekki ákvörðunum Neytendastofu. Vanþekking um regluverkið Að sögn Tryggva er mjög mikilvægt að réttindi neytenda séu bæði þekkt og virt af aðilum beggja vegna borðsins. „Neytendur standa yfirleitt veikar að vígi í samskiptum sínum við verslanir og fagmenn, sem veita og selja þjónustu. Verslanir og fagmenn hafa yfirleitt á sínum snærum sérfræðinga, sem semja einhliða viðskiptaskilmála, sem neytendum ber að hlíta í viðskiptum. Alþingi hefur sett ýmis lög, sem tryggja eiga rétt neytenda í samningum um viðskipti, lántöku og fleira. Ljóst er að hvorki neytendur né oft á tíðum fag- aðilar þekkja þau lög og reglur sem vernda neytendur og það er miður. Neytendastofa vill því vinna markvisst að því að efla þekk- ingu á lögum á sviði neytendaréttar og á þann hátt stuðla að því að réttindi neytenda séu ávallt virt í viðskiptum þeirra og seljenda vöru og þjónustu. Það eru til dæmis ekki allir sem vita það að réttur hins almenna neytenda við lausafjárkaup er mun betur tryggður en réttur fyrirtækja því hinn almenni neytandi hefur lögbundinn ófrá- víkjanlegan tveggja ára kvörtunarfrest vegna galla á keyptri vöru eða þjónustu, á meðan semja má um annan og mun styttri kvörtunar- frest þegar fyrirtæki á í hlut sem er að kaupa vöru og þjónustu. Ráðgert er að auka sérstaklega eftirlit með bönkum og lánastofn- unum á næstu misserum, bæði hérlendis og á hinum Norðurlönd- unum, með það að markmiði að réttindi neytenda séu að fullu virt, samkvæmt samþykkt sem gerð var á árlegum samráðsfundi for- stöðumanna neytendamála í Reykjavík fyrir skömmu. Jafnframt var ákveðið að vinna sérstaklega að því að tryggja réttindi neytenda á sviði neytendalána og viðskipta þeirra við fjármálastofnanir. Mik- ilvægt er, að sögn Tryggva, að skilmálar séu skýrir og í öllum auglýs- ingum um neytendalán verði gefin upp árleg hlutfallstala kostnaðar sem segir til um heildarþyngd lánsins með öllum áföllnum kostnaði út samningstímann. „Fjármálakreppan og það efnahagsástand, sem hefur skapast í kjölfar hennar, hefur nú þegar valdið miklum erfiðleikum fyrir neyt- endur á Norðurlöndum. Allt bendir til að allar afleiðingar hennar séu enn ekki komnar að fullu fram og hvaða áhrif hún muni hafa á lögvarin réttindi neytenda á næstu árum. Mikilvægt er að bankar og önnur fjármálafyrirtæki virði að öllu leyti sett lög á sviði neytenda- Íslenskir neytendur hafa alltof lengi látið óréttmæta viðskiptahætti yfir sig ganga þó víðtæk neytendavernd sé tryggð í lögum. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, fagnar vökulum augum neytenda sem leitt hafa til þess að ótrúlegustu mál eru nú farin að rata inn á borð stofnunarinnar. Sjónum verður nú í vaxandi mæli beint að eftirliti með bönkum og fjármálastofnunum. „Neytandinn ver sig best sjálfur með vökulu auga“ TExTI: jóHanna ingVarsdóttir ● MYND: geir ólaFsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.