Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 75
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 75
iðnaður
Svifið inn í draumalandið
á íslenskri framleiðslu
RB-RúM
Óhætt er að fullyrða að þeir
eru fáir Íslendingarnir sem ekki
hafa einhvern tímann á ævinni
notið þess að sofna í rúmi frá
Húsgagnabólstrun Ragnars
Björnssonar ehf. í Hafnarfirði.
Fjöldamargir hafa meira að
segja sofið í RB rúmi lengst af
ævinni og notið góðra drauma á
íslenskri framleiðslu.
RB rúm er 66 ára en Ragnar
Björnsson húsgagnasmiður
stofnaði fyrirtækið árið 1943.
Síðustu starfsár Ragnars, sem
lést árið 2004, starfaði Birna
dóttir hans við hlið hans og tók
síðan við stjórn fyrirtækisins að
fullu að Ragnari látnum.
Birna segir að fyrirtækið hafi
frá upphafi haft að markmiði að
uppfylla þarfir viðskiptavinanna
og vera um leið í fararbroddi á
Íslandi við þróun og framleiðslu
springdýna. Fáir munu líklega
neita því að RB rúm sé
fyrirtæki í fremstu röð íslenskra
iðnfyrirtækja. Það hefur meira
að segja náð svo langt að komast
í heimssamtök ISPA sem eru
gæðasamtök fyrirtækja sem
sérhæfa sig í framleiðslu og
hönnun á springdýnum. Mega
Íslendingar vera stoltir af slíkum
árangri í íslenskum iðnaði og
þá ekki síður að verð og gæði
framleiðslu RB rúma standast
fullkomlega samanburð við
erlenda framleiðslu. Við þetta
bætist svo að RB rúm veita að
jafnaði um 15 manns örugga
atvinnu.
Rúm og dýnur við allra hæfi
RB rúm hafa sérhæft sig
í hönnun og bólstrun á
rúmgöflum, sem og í viðhaldi
og viðgerðum á springdýnum
og eldri húsgögnum. Í framhaldi
má benda á að ekki hæfir
öllum sama rúmið. Það vita
starfsmenn RB rúma manna
best. Þess vegna hafa ætíð verið
framleidd rúm í fyrirtækinu af
öllum stærðum og gerðum, allt
eftir óskum viðskiptavinarins,
þar sem lögð er áhersla á að
lengd, breidd og mismunandi
hæð á rúmunum eykur
þægindin. Stífleiki dýnunnar er
síðan nokkuð sem hver og einn
verður að velja sér eftir þyngd
þess sem sofa skal í rúminu.
Birna segir að auðvelt sé að
fá rúm við hvers manns hæfi
því úr miklu er að velja. Sem
dæmi má nefna Lyftirúmin
þar sem hægt er að lyfta bæði
höfða- og fótalagi og stýra
hreyfingunni með nettri fjar-
stýringu. Sælurúmin eru hins
vegar með þráðlausri fjarstýr-
ingu og býsna auðstillanleg auk
þess sem þau eru með nuddi og
minni fyrir stillingar o.fl. Þá eru
RB springdýnurnar íslensk iðn-
aðarframleiðsla og hafa verið
framleiddar í 60 ár. Tegundirnar
eru fjórar og í jafnmörgum stíf-
leikum. Komist kaupandinn að
því að ekki hefur verið valinn
réttur stífleiki í upphafi er hægt
að breyta dýnunni. RB rúm er
eina fyrirtækið á sínu sviði sem
býður slíka þjónustu, sem og
endurhönnun á springdýnum
eftir áralanga notkun. Það yrði
til að æra óstöðugan að telja upp
alla möguleikana sem RB rúm
bjóða upp á í dýnum og rúmum
en fullvíst að úr versluninni að
Dalshrauni 8 þarf enginn að
fara án þess að hafa fundið það
sem honum hentar. Um leið
má gleðjast yfir því að eiga eftir
að svífa inn í draumalandið á
íslenskri framleiðslu.
Mikil alúð er lögð í all vinnslu rúmanna frá RB rúmum frá upphafi til enda.
Allt þetta að auki
hjá RB rúmum:
náttborð, lok,
dýnuhlífar, pils,
púðar, rúmteppi,
sængurver,
sængur, koddar