Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 98
98 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 aurum er skartgripafyrirtæki sem selur íslenska skartgripahönnun eftir Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur. Guðbjörg stofnaði fyrirtækið árið 1999 með það að markmiði að koma hönnun sinni á framfæri. Á síðastliðnum 10 árum hefur hún þróað fjölbreyttar vörulínur og sótt innblástur úr sínu nánasta umhverfi. „Allar skartgripalínurnar mínar bera íslensk kvenmannsnöfn, ég vel það nafn sem mér þykir lýsandi fyrir formið sem ég fæst við hverju sinni. Til að mynda heitir ein línan Brynja og má rekja innblástur til brynjusmíði fyrri alda. Línan Fold vísar til jarðarinnar og legg ég þá áherslu á að blanda saman ólíkum efniviði. Ég sé gjarnan fyrir mér íslensku háfjallaplönturnar, sem brjótast fram í hvaða landslagi sem er, eða óheflað hraunið sem umlykur landið. Hver og ein lína hefur að geyma ólíka stemningu og yfirbragð en flestar eiga þær þó sameiginlegt að vera frekar fínlegar. Starf mitt er mjög fjölbreytt en stærsti þáttur starfs míns er hönnunar- og þróunarvinna og smíði frumgerða. Þar á eftir kemur smíði á skartgripum og frágangur. Þessa stundina er ég að leggja lokahönd á nýjustu hönnunina sem verður til sýnis í Norræna húsinu á Norræna tískutvíæringnum sem haldinn er 19. mars til 5. apríl. Einnig er ég að undirbúa kynningu á nýjum línum og uppákomu í verslun minni, Aurum við Bankastræti 4, fyrir Hönnunardaga sem verða síðustu helgina í mars.“ Guðbjörg nam við Iðnskólann í Reykjavík og hélt síðan til Danmerkur þar sem hún lauk sveinsprófi í gullsmíði: „Í framhaldi af því tók ég meistararéttindin hér heima og hélt að því loknu aftur til Danmerkur þar sem ég fór í fólk Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir: „Skíðaíþróttin skipar stóran sess enda ólst ég nánast upp í skíða- brekkunum á Ísafirði. Þetta er einnig góð fjölskylduíþrótt og við höfum öll gaman af því að fara á skíði.“ skartgripahönnuður og verslunareigandi GuðbJöRG kRiStín inGvaRSdóttiR nafn: Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir. fæðingarstaður: Ísafirði, 26 september 1969. foreldrar: Ásgerður Halldórsdóttir og Ingvar Einarsson. maki: Karl jóhann jóhannsson. Börn: Ásgerður diljá, 11 ára, og Karlotta Kara, 6 ára. menntun: Gullsmíði og framhaldsnám í skartgripahönnun. framnhaldsnám í hönnun við Institute for Precious Metals í Kaupmannahöfn.“ Guðbjörg er gift Karli Jóhanni Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Kar ehf., og eiga þau tvær dætur: „Ég hef brennandi áhuga á starfi mínu og er því hönnun eitt af mínum stærstu áhugamálum. Skíðaíþróttin skipar stóran sess enda ólst ég nánast upp í skíðabrekkunum á Ísafirði. Þetta er einnig góð fjölskylduíþrótt og við höfum öll gaman af því að fara á skíði. Ég og maðurinn minn erum á leiðinni í skíðaferð til Austurríkis og stefnan er svo tekin á að fara á skíði með dæturnar til Ísafjarðar um páskana. Ég er mikið fyrir útivist og finnst fátt skemmtilegra en að ferðast um okkar fallega land á sumrin með fjölskyldunni og er þá veiði, berjaferð og sumarbústaðurinn í uppáhaldi hjá okkur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.