Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 11
Fyrst þetta... F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 11 lána og ríkir hagsmunir eru fyrir neytendur og samfélagið í heild að eftirlit sé haft með réttindum neytenda í viðskiptum við banka og önnur fjármálafyrirtæki. Bankar hafa ríka upplýsingaskyldu gagn- vart viðskiptavinum sínum og ríkar kröfur eru gerðar til skilmála í lánasamningum við neytendur. Það er því áríðandi að reglur um lánastarfsemi séu hafðar í heiðri, en mál hafa komið til kasta Neyt- endastofu þar sem fjármálastofnanir hafa bæði breytt þokukenndum skilmálum og vaxtakjörum án lagaheimildar og rukkað inn vafasöm seðilgjöld.“ Neytendastofa hefur líka þurft að taka ákvarðanir í málum er varða ólögmætar verðhækkanir á utanlandsferðum, villandi auglýs- ingar og villandi upplýsingar á umbúðum vara, auk þess sem fjöldi ábendinga berst gjarnan á útsölutímum um að verslanir séu að brjóta reglur um útsölur með villandi verðlagningu og tilboðum. Rafrænar verðkannanir Hlutverk Neytendastofu er m.a. að efla verðskyn neytenda og eftir atvikum að afla í því skyni upplýsinga um verð, verðmyndun og önnur viðskiptakjör og birta niðurstöður eftir því sem ástæða þykir til. Tryggvi segir að veruleg tiltekt sé nauðsynleg á dagvörumark- aðnum þar sem verðmerkingar í hillu og á kassa séu oft misvísandi og réttar upplýsingar nái ekki til neytenda. Viðskiptaráðherra fól Neytendastofu í ágúst 2007 að vinna framkvæmdaáætlun um raf- rænar verðkannanir og nýta leiðir upplýsingatækninnar við miðlun upplýsinga um verð og viðskiptakjör til neytenda. Fulltrúar helstu hagsmunasamtaka voru boðaðir til fundar þar sem leitað var eftir sjónarmiðum aðila um rafrænar verðkannanir. Ljóst er að rafrænar verðkannanir eru vel framkvæmanlegar þar sem strikamerki og önnur rafræn merki auðkenna vöru og verð hennar og eru upplýs- ingar þessar því vel birtanlegar á vefnum, neytendum til hagsbóta. Hinsvegar var talað fyrir daufum eyrum verslunarmanna, sem lagst hafa eindregið gegn því að hugmyndin um rafrænar verðkannanir nái fram að ganga, einhverra hluta vegna, að sögn Tryggva. „Þetta er að mínu mati alröng nálgun við neytandann því ef fyrirtæki vilja vera þjónustumiðuð ber þeim auðvitað að koma til móts við við- skiptavini sína með trúverðugleika og nægri upplýsingagjöf,“ segir Tryggvi og bætir við að embættinu hafi nú borist ábendingar um að verðlag á matvöru hækki eftir klukkan 20.00 á kvöldin í einhverjum þeirra verslana, sem opnar eru fram eftir á kvöldin og á næturna án þess að neytendur séu upplýstir um það. Rannsókn standi nú til á þessum staðhæfingum. Bætt viðskiptasiðferði Fylgifiskar þess efnahagsástands, sem Íslendingar upplifa nú, hafa bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar, að mati Tryggva. „Aukin neyt- endavitund og kröfur neytenda um að fyrirtæki fari að settum reglum og virði rétt neytenda er jákvæð afleiðing ástandsins. Á hinn bóginn hafa efnahagsleg réttindi neytenda verið þverbrotin og valdið neytendum ómældu tjóni vegna óskýrs regluverks. Í okkar litla þjóðfélagi hafa viðgengist ótrúlegustu viðskiptahættir og þrátt fyrir ákvarðanir embættisins um ólögmæti kemur fyrir að fyrirtæki fari ekki að ákvörðun Neytendastofu og verður embættið í slíkum tilvikum að bregðast við með ákvörðun um viðurlög, s.s. dagsektir eða stjórnvaldssekt.“ Neytandinn er alltaf sjálfur best til þess fallinn að standa vörð um eigin hag, segir Tryggvi og leggur áherslu á að vakandi augu á viðsjárverðum tímum geti án efa fært margt til betri vegar. Mest um vert sé að láta ekki kyrrt liggja ef menn verða varir við órétt- mæta viðskiptahætti í samskiptum við verslanir og þjónustuaðila. Á heimasíðu Neytendastofu má nálgast upplýsingar og þjónustu á svokallaðri rafrænni þjónustugátt, en þar geta neytendur lagt inn ábendingar og kvartanir úr viðskiptalífinu fyrir sérfræðinga Neyt- endastofu að vinna úr, ef ástæða þykir til. „Almenningur er nú í vaxandi mæli að nýta sér þessa þjónustu til að freista þess að bæta hér íslenskt viðskiptasiðferði.“ Neytendastofa tók til starfa 1. júlí 2005 og heyrir undir viðskiptaráðuneytið. Hlutverk hennar er m.a. að hafa eftirlit með viðskiptalífinu, öryggi og réttindum neytenda. Sér í lagi hefur þeim málum nú fjölgað er varða ágreining neytenda og fjármálastofnana. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.