Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 84

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 „Veljum íslenskt – okkar hagur“ eru orð sem við höfum heyrt síend- urtekin að undanförnu, og ekki að ástæðulausu, nú þegar þrengt hefur að í þjóðfélaginu. Hvatningarorð í þessa veru heyrðust lík- lega fyrst árið 1983 þegar Félag íslenzkra iðnrekenda, fyrirrennari Samtaka iðnaðarins, hóf herferð sem ætlað var að hvetja lands- menn til að velja íslenskar vörur. Síðan þá hafa ýmis slagorð og kennimerki litið dagsins ljós í sambandi við frekari herferðir í þessa veru að undirlagi Samtakanna. „Á 25 ára afmæli Félags íslenzkra iðnrekenda var hafin herferð til að kynna ágæti íslensks iðnaðar,“ segir Þóra Ólafsdóttir hjá SI. „Þá var haldin mjög vegleg sýning í Iðnskólanum í tilefni af afmæl- inu. Aftur var haldin Iðnsýning á 50 ára afmæli Félags íslenskra iðnrekenda árið 1983. Í tengslum við þá sýningu skipaði formaður FÍI, Víglundur Þorsteinsson, nefnd sem átti að vinna að því að breiða út fagnaðarboðskapinn „Veljum íslenskt“. Í framhaldi af því var skilað inn 600 tillögum og það „slagorð“ sem þótti hvað best, var „Setjum íslenskt í öndvegi“. Sú herferð var unnin í samvinnu við Auglýsingastofuna Argus.“ Þegar horft er til baka finnst mönnum athyglisvert hve ráðherrar og þingmenn tóku virkan þátt í að leggja íslenskum iðnaði lið. Iðnaðarráðherra, forsætisráðherra og aðrir góðir meðal þeirra voru reiðubúnir að ferðast um landið, heimsækja fyrirtæki, ræða við starfsmenn, standa við færibönd og raða konfektmolum í kassa, keppa um að kaupa ódýrustu matvælakörfuna, klippa á borða, tala við börn á leikskólum, heimsækja framhaldsskóla og ræða við starfsfólk að sögn Þóru. Sem dæmi um slagorð liðinna ára eru: „Hollt er heima hvar“ sem söng í eyrum landsmanna árið 1952. Árið 1983 mátti heyra „Íslensk framtíð á iðnaði byggð“. 1985/1986 voru slagorðin „Veljum íslenskt, Veljum íslenskt til jólanna, Veljum íslenskt alltaf – til að tryggja atvinnu, Veljum íslenskt alltaf – þegar það er betra“ og svo „Setjum íslenskt í öndvegi“. Árið 1994 var slagorðið „Íslenskt, já takk“ og í dag hljóma orðin „Veljum íslenskt – okkar hagur“ í eyrum okkar við öll tækifæri. iðnþing 2009 Veljum íslenskt – í áranna rás
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.