Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 97

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 97
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 97 fólk Jónas Kristinsson: „Ég hef verið KR-ingur frá blautu barnsbeini og starf mitt tengist helsta áhugamáli mínu sem er íþróttir.“ Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR, er 110 ára á þessu ári. Á afmælis- daginn 16. febrúar var vel heppnaður afmælisfagnaður í KR húsinu við Faxaskjól sem eldri og yngri KR-ingar sóttu. Fram- kvæmdastjóri KR er Jónas Kristinsson og tók hann við starfinu 1. desember sl. Jónas er KR-ingum að góðu kunnur og hefur m.a. setið í stjórnum félagsins í yfir tuttugu ár og hefur verið formaður KR Sport undanfarin ár. „Starf mitt er yfirgripsmikið, það felst í að stjórna starfsemi skrifstofunnar og vera tengiliður við aðalstjórn félagsins. Það felst einnig í að vera í sambandi og samvinnu við aðila eins og Reykjavíkurborg, íþróttahreyfinguna og sérsamböndin innan hennar, skóla og fyrirtæki. Við erum með öfluga skrifstofu sem sinnir öllum deildum félagsins þar sem fram fer mikið og öflugt starf. Við veitum þjónustu inn í allar deildirnar með bókhaldi og innheimtu gjalda, svo eitthvað sé nefnt, og má geta þess að við vorum að gefa út launamiða fyrir síðasta ár sem voru 150 talsins. Langmest af þessu starfsfólki er í hlutastarfi. Þá má ekki gleyma öllum þeim fjölda sjálfboðaliða, foreldra og einstaklinga sem starfa í félaginu að stjórnarstörfum, fjáröflun o.fl. Hvað varðar afmælisárið þá erum við með afmælisnefnd sem skipuleggur atburði á árinu. Nefna má að í júní verður KR-dagur með þátt- töku allra deilda félagsins og síðan verður stór afmælishátíð í byrjun október þar sem slegið verður upp fagnaði með dansi og skemmti- atriðum. Og sjálfsagt endum við árið með stórri flugeldasýningu en KR hefur verið öfl- ugur söluaðili flugelda í gegnum tíðina.“ Jónas er félagsfræðingur frá háskólanum í Gautaborg þar sem hann sérhæfði sig í skipulagningu frítíma fólks í stórborgum og enn fremur hefur hann lokið prófi í rekstrarfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Eiginkona Jónasar er Ásdís Eva Hannesdóttir, framkvæmdastjóri Norræna félagsins, og segir Jónas að svo skemmtilega hafi viljað til að þau hafi bæði tekið við nýju starfi 1. desember. Þau eiga þrjú börn á aldr- inum 14 til 22 ára. „Ég hef verið KR-ingur frá blautu barns- beini og starf mitt tengist helsta áhugamáli mínu sem er íþróttir. Ég var sjálfur í fótbolta, handbolta og körfubolta þegar ég var yngri og einnig eru skíði mikið áhugamál. Á síðari árum hefur golfið hertekið mig eins og svo marga aðra og það á ekki aðeins við um mig heldur alla í fjölskyldunni. Og þar sem engin golfdeild er í KR lá beinast við að fara í GR og þar unum við okkur vel í golfinu. Liverpool er mitt félag í ensku knatt- spyrnunni og ég og elsti sonur minn, sem er að klára fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík, erum á leið til Manchester og ætlum að sjá leik Liverpool og Aston Villa á Anfield Road í Liverpool. Við ætlum einnig að taka eins og tvo golfhringi í Manchester. Fyrir utan áhuga á íþróttunum þá höfum við Ásdís Eva verið mjög dugleg að ferðast bæði innanlands og utan og höfum gaman af að uppgötva og skoða nýja staði og kynnast menningu þjóða.“ framkvæmdastjóri Kr JónaS kRiStinSSon nafn: jónas Kristinsson. fæðingarstaður: reykjavík, 1. mars 1960. foreldrar: Kristinn tryggvason og Margrét Pálsdóttir. maki: Ásdís Eva Hannesdóttir. Börn: jónas, 22 ára, Andrea, 17 ára, og Aron, 14 ára. menntun: Félagsfræðingur, próf í rekstrarfræði frá Endurmenntun HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.