Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 79

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 79
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 79 iðnaður Hvernig eru vírarnir framleiddir ? „Álvírarnir eru verðmætasta framleiðslan okkar. Víravélin er töluvert flókið fyr- irbæri sem steypir álið í samfellda stöng sem síðan er völsuð niður í mismunandi sveran vír sem þarf að uppfylla kröfur um leiðni, þanþol og styrk. Þessi vír er svo unninn áfram hjá viðskiptavinum og mest af honum er notað í háspennukapla. Þá er vírinn dreginn áfram niður í 2-3 mm þver- mál, fléttaður saman í búnt sem eru svo einangruð. Svo eru þessi búnt sett saman eftir kúnstarinnar reglum, allt eftir notkun. Þegar vélin verður farin að keyra á fullum afköstum reiknum við með að um fjórðungur af okkar framleiðslu fari þar í gegn. Ástæða þess að ákveðið var að fram- leiða vír hér tengist bæði mögulegum markaði og því hátækniálveri sem hér var reist. Til þess að framleiða vírinn, þarf að tryggja aðgengi að vissum hreinleika áls sem við náum frá kerunum okkar hér. Mikill markaður er til staðar því það er fyrirséð að það þarf að fara í mikla end- urnýjun á öllu rafneti Evrópu, ekki síst í austurhluta álfunnar. Þá er ekki alveg hrist fram úr erminni að setja upp svona vél og koma henni í gang þannig að nýir þátttak- endur á markaðinum koma ekki hratt inn. Það hefur gengið ágætlega hjá okkur að koma víravélinni í gang, þó auðvitað höfum við rekið okkur á nokkrar hindranir. Það er ekki óeðlilegt, enda er hver vél sérsmíðuð og margt sem þarf að stilla saman á hverjum stað. Við víravélina eina og sér vinna um 40 manns, auk þess sem fleiri vinna í kringum hana t.d. við að undirbúa málminn fyrir steypu og ganga frá og pakka afurðunum.‘‘ Hvaða áhrif hefur samdráttur á álmarkaði á sölu og markaðssetningu Alcoa Fjarðaáls? „Samdrátturinn hefur haft mikil áhrif á sölu allra álafurða í Evrópu sem er okkar helsti markaður. Til að mynda hefur bílaiðnaðurinn dregist saman um allt að 40%. Þetta hefur gert það að verkum að ekki hefur verið framleitt eins mikið af málmblöndum og ráðgert var. Hvað víraframleiðslu snertir hefur þetta ekki haft eins mikil áhrif þar sem samningar voru til fyrir stórum hluta af því sem ráðgert var að framleiða. Þá standa vonir til að endurnýjun á raflagnaneti í Evrópu verði haldið áfram. Afurðir Alcoa Fjarðaáls uppfylla ströngustu kröfur um gæði á markaðnum og við höfum átt auðvelt með að selja allar okkar framleiðsluvörur.‘‘ „Í álverinu eru framleidd um 346.000 tonn af áli á ári og útflutningsverðmæti framleiðslunnar nam á síðasta ári um 800 milljónum dollara, eða um 90 milljörðum króna á núverandi gengi.‘‘ Ormarr Örlygsson, framkvæmdastjóri útflutnings hjá Alcoa Fjarðaáli. lJ ó s M Yn d : h R ei n n M aG n ú s s O n lJ ó s M Yn d : B Jö R G V iG fú s d ó tt iR lJ ó s M Yn d : h R ei n n M aG n ú s s O n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.