Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 79
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 79
iðnaður
Hvernig eru vírarnir framleiddir ?
„Álvírarnir eru verðmætasta framleiðslan
okkar. Víravélin er töluvert flókið fyr-
irbæri sem steypir álið í samfellda stöng
sem síðan er völsuð niður í mismunandi
sveran vír sem þarf að uppfylla kröfur um
leiðni, þanþol og styrk. Þessi vír er svo
unninn áfram hjá viðskiptavinum og mest
af honum er notað í háspennukapla. Þá er
vírinn dreginn áfram niður í 2-3 mm þver-
mál, fléttaður saman í búnt sem eru svo
einangruð. Svo eru þessi búnt sett saman
eftir kúnstarinnar reglum, allt eftir notkun.
Þegar vélin verður farin að keyra á
fullum afköstum reiknum við með að um
fjórðungur af okkar framleiðslu fari þar í
gegn. Ástæða þess að ákveðið var að fram-
leiða vír hér tengist bæði mögulegum
markaði og því hátækniálveri sem hér var
reist. Til þess að framleiða vírinn, þarf að
tryggja aðgengi að vissum hreinleika áls
sem við náum frá kerunum okkar hér.
Mikill markaður er til staðar því það er
fyrirséð að það þarf að fara í mikla end-
urnýjun á öllu rafneti Evrópu, ekki síst í
austurhluta álfunnar. Þá er ekki alveg hrist
fram úr erminni að setja upp svona vél og
koma henni í gang þannig að nýir þátttak-
endur á markaðinum koma ekki hratt inn.
Það hefur gengið ágætlega hjá okkur að
koma víravélinni í gang, þó auðvitað höfum
við rekið okkur á nokkrar hindranir. Það er
ekki óeðlilegt, enda er hver vél sérsmíðuð og
margt sem þarf að stilla saman á hverjum
stað. Við víravélina eina og sér vinna um 40
manns, auk þess sem fleiri vinna í kringum
hana t.d. við að undirbúa málminn fyrir
steypu og ganga frá og pakka afurðunum.‘‘
Hvaða áhrif hefur samdráttur á
álmarkaði á sölu og markaðssetningu
Alcoa Fjarðaáls?
„Samdrátturinn hefur haft mikil áhrif á
sölu allra álafurða í Evrópu sem er okkar
helsti markaður. Til að mynda hefur
bílaiðnaðurinn dregist saman um allt að
40%. Þetta hefur gert það að verkum
að ekki hefur verið framleitt eins mikið
af málmblöndum og ráðgert var. Hvað
víraframleiðslu snertir hefur þetta ekki haft
eins mikil áhrif þar sem samningar voru til
fyrir stórum hluta af því sem ráðgert var að
framleiða. Þá standa vonir til að endurnýjun
á raflagnaneti í Evrópu verði haldið áfram.
Afurðir Alcoa Fjarðaáls uppfylla ströngustu
kröfur um gæði á markaðnum og við
höfum átt auðvelt með að selja allar okkar
framleiðsluvörur.‘‘
„Í álverinu eru framleidd um 346.000
tonn af áli á ári og útflutningsverðmæti
framleiðslunnar nam á síðasta ári um 800
milljónum dollara, eða um 90 milljörðum
króna á núverandi gengi.‘‘
Ormarr Örlygsson, framkvæmdastjóri
útflutnings hjá Alcoa Fjarðaáli.
lJ
ó
s
M
Yn
d
:
h
R
ei
n
n
M
aG
n
ú
s
s
O
n
lJ
ó
s
M
Yn
d
:
B
Jö
R
G
V
iG
fú
s
d
ó
tt
iR
lJ
ó
s
M
Yn
d
:
h
R
ei
n
n
M
aG
n
ú
s
s
O
n