Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 Tal er í eigu Teymis, sem á 51% í félaginu, og IP fjarskipta sem á 49%. Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað þurft að skerast í leikinn og skipaði svo fyrir í janúar að fulltrúar Teymis í stjórn Tals skyldu víkja en í þeirra stað skyldu skipaðir tveir óháðir aðilar sem tilnefndir voru af eftirlitinu. Þetta er í fyrsta skipti sem Samkeppniseftirlitið tekur ákvörðun um framkvæmd sem þessa. Ákvörðunin var tekin til að tryggja sam- keppnislegt sjálfstæði félags en hætta var talin á því að Teymi myndi beita Tal þrýstingi sem að öllum líkindum hefði skaðleg áhrif á sam- keppni á markaði. Fulltrúar Samkeppniseftirlitsins sögðu sig úr stjórninni eftir tæp- lega viku setu og lýstu því yfir að þeir hefðu „aldrei áður kynnst eins miklum viðskiptasóðaskap“. Hermanni sagt upp Þessi flókna hluthafadeila hófst fyrir alvöru þegar Hermanni Jón- assyni var sagt upp störfum sem forstjóra Tals 30. desember sl. á þeim forsendum að hann hefði gert samning við Símann til að tryggja fullan aðgang viðskiptavina Tals að farsímakerfi landsins, án þess að hafa samráð við stjórn félagsins, en annar samningur var þá þegar í gildi við Vodafone sem jafnframt er í eigu Teymis. IP fjarskipti, félag í eigu Hermanns og Jóhanns Óla Guðmunds- sonar, á eins og áður sagði 49% eignarhlut í Tal en Teymi á 51% hlut í Tal og 100% í Vodafone. Tal er þriðja stærsta fjarskiptafélagið á Íslandi og varð til í kjölfar sameiningar Hive og Sko en hvort félag um sig hafði markað sér sterka stöðu á íslenskum fjarskiptamarkaði, á sitt hvorum vettvang- inum. Tal býður upp á þjónustuleiðir á interneti, heimasíma og farsíma. Hermann segist hafa gert samning við Símann um farsímaþjón- ustu þar sem Vodafone gat ekki tryggt samband fyrir Tal á Aust- fjörðum nema fyrir tilstuðlan reikisamnings Vodafone og Símans. Póst- og fjarskiptastofnun breytti hinsvegar síðastliðið sumar reglum sínum á þá leið að Vodafone væri óheimilt að framselja slíkan samn- ing til Tals. Hermann vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samn- ingnum sem gerður var við Símann. Hann segir að á stjórnarfundi 11. desember hafi hann kynnt að Tal stæði frammi fyrir því að við- skiptavinir fyrirtækisins hefðu ekki GSM-samband á Austurlandi frá 1. janúar. Hann segist hafa tilkynnt á fundinum að hann væri að skoða tvær leiðir: Annars vegar í gegnum Vodafone og hins vegar í gegnum Símann í samvinnu við Póst- og fjarskiptastofnun. „Mér var falið að leysa málið með hagsmuni Tals og viðskiptavina þess í huga,“ segir hann og heldur áfram. „Við unnum þetta mál í samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun. Það var vissulega annar samningur í gildi við Vodafone en félagið hefur ekki kerfi um allt land. Tal fór hins vegar formlega fram á það við Vodafone að þeir féllu frá þeim ákvæðum samningsins sem banna Tali að vera með samninga við tvo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.