Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 51
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 51 Auglýsingaherferðin Glæpir og hryllingur frá Eymunds- son var besta auglýsingaherferðin, að mati dómnefndar. „Hugmyndin á bak við herferðina er að auka sölu á bókum á tímum þegar bóksala hefur verið lítil. Til þess að lyfta þessum rólegri tímum bjuggum við til ný tímabil – við byrj- uðum fyrir tveimur árum og þetta er strax búið að festa sig í sessi,“ segir Viggó Örn Jónsson, hönnunarstjóri hjá Jóns- son & Le’macks: „Ég held að nálgun Eymundssonar á bókum hafi smitast á alla bóksölu og herferðin þar með skilað góðum árangri. Það vill stundum gleymast að bækur eiga að vera skemmti- legar. Það er engin gleði að pínast í gegnum eitthvert torf. Börn lesa miklu meira á heimilum þar sem fullorðna fólkið les og fyrir fólk sem hefur ekki alist upp með bókum getur verið erfitt að komast af stað. Ég lít á auglýsingar Eymunds- sonar sem leið til að opna heim bókarinnar fyrir þeim sem þekkja þar lítið til.“ Viggó tekur fram að tilgangurinn með verkefninu hafi verið að fríska upp á herferðina 2007, sem stofan fékk einnig sömu verðlaun fyrir, og búa til nýtt efni í öðrum miðlum: „Við gerðum síðan sambærilega vinnu með ástar- faraldurinn nú í febrúar – skiptum um lag og breyttum graf- íkinni á sjónvarpsauglýsingu frá því í fyrra. Þannig að nú er verkefnið að halda þessu fersku þannig að glæpirnir eigi sína daga um langa framtíð.“ Viggó er spurður hvort það sé ekki alltaf jákvætt að hvetja fólk til að lesa: „Það er einmitt útgangspunkturinn. Vegna þess að smekkur fólks er svo mismunandi þá er stranglega bannað að gera upp á milli bóka. Allar bækur eru jafngildar vegna þess að léttar bækur eru fyrir marga fyrsta skrefið í að uppgötva heim bókmenntanna. Bækur auka skilning á heiminum og lífinu og börn sem lesa gengur betur í skóla. Það eiga allir að lesa.“ auglýsingaherferðir Hugmyndin á bak við herferðina er að auka sölu á bókum á tímum þegar bóksala hefur verið lítil Jónsson & Le’macksViggó Jónsson, hönnunarstjóri. ÍMARK verðlaunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.