Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 18
18 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9 ljósið í myrkrinu Forsíðugrein Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital: Sem þjóð erum við aflafólk Þjóðin er svo lánsöm að státa af góðu heilbrigðis- og mennta- kerfi, sem meðal annars hefur þýtt afar hátt menntunarstig landsmanna og almenna velmegun. Auk þess stendur lífeyris- sjóðakerfið vel og getur hjálpað til við endurreisnina. Ójafnvægi í vöruskiptum og verðlagi er óðum að komast á eðlilegt ról. Á næstu tveimur árum munum við færa okkur nær grunn- atvinnuvegunum og náttúrulegum styrkleikum okkar sem þjóðar og vinna aftur sess okkar í samfélagi þjóðanna. Útflutningsfyrirtæki í iðnaði og sjávarútvegi ganga vel um þessar stundir og eru líkleg til að varða okkur veg út úr þessari þoku sem nú ríkir. Það er mikilvægt við núverandi aðstæður að huga að grunngildum og aðlaga sig strax breyttum aðstæðum. Sem þjóð erum við aflafólk og fyllum trogin þegar vel gefur, en getum líka sætt okkur við rýrari heimtur og aflabrest þegar svo ber undir. Okkar eðlislæga bjartsýni og trú á framtíðina er það sem mun að lokum færa þjóðina út úr þessum hremmingum. Ekki skyndilausnir heldur hin gömlu alíslensku gildi um vinnu- semi, heiðarleika og trú sem nýst hafa þjóðinni fram til þessa og munu áfram verða hennar helsta eign. Við endurreisnina eru áframhaldandi nornaveiðar og patent- lausnir, sem settar eru fram í aðdraganda kosninga á óábyrgan hátt í allt öðrum tilgangi en þjóðinni til heilla, ekki hjálplegar. Nú þarf að varpa persónumetnaði og fingrabendingum fyrir borð og hlúa að þjóðinni og blása henni byr í brjóst. Guðbjörg Glóð Logadóttir, framkvæmdastjóri Fylgifiska: Þurfum ekki lengur að vera best í heimi Það sem ég sé sem ljósið í myrkrinu, eftir þetta harkalega hrun kapítalismans, er að nú má aftur fara að reka lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa það að markmiði að skapa starfsfólkinu sínu góðan vinnustað og sem sinna viðskiptavinum sínum af alúð. Nú þurfa Íslendingar ekki lengur að vera bestir í heimi. Í niðursveiflu þurfa stjórnendur að kunna að endurskipuleggja, tryggja að tekjur dekki kostnað og greina ný sóknarfæri. En einnig að hafa trú á framtíðinni og skila þeirri trú til starfsfólksins. Guðbjörg Glóð Logadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.