Frjáls verslun - 01.02.2009, Blaðsíða 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 9
Bankar
Bankar og fjármálafyrirtæki eru í eðli sínu
íhaldssöm fyrirtæki. Í áratugi hafa þeir haft
framsækna íhaldssemi að leiðarljósi. Þeir
lána til heimila og fyrirtækja og hafa látið
atvinnulífið um ákafann og ný tækifæri.
Þeirra hlutverk var að lána fé sparifjáreig-
enda. Athafnamenn hafa ætíð orðið að fara
bónleiðir til bankastjóra til að selja hug-
myndir sínar.
Ný vinnubrögð banka
Upp úr árinu 1995, eftir nokkurra ára sam-
dráttarskeið um heim allan og bankakreppur
á Norðurlöndunum, fór að verða vart við
aukið flæði peninga í heiminum. Það sem
meira var; vinnubrögð banka voru að breyt-
ast; þeir lánuðu meira og ákafar – og urðu
gráðugri og virkari þátttakendur í atvinnulífinu.
Bjarni og FBa
Árið 1997 var Bjarni Ármannsson, fyrr-
verandi forstjóri Kaupþings, sem þá
var lítið fyrirtæki, ráðinn forstjóri FBA,
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Bjarni var
þá aðeins 29 ára. FBA var ríkisbanki sem
var einkavæddur á árunum 1998 til 1999.
Eigið fé FBA var mikið í upphafi og miklar
vangaveltur voru um það hvernig Bjarna
myndi takast að ávaxta svo mikið eigið fé.
kaupaukar og bónusar
Bjarni tók við FBA með miklu eigin fé og
þurfti að ávaxta það. Hann réð til sín öfl-
uga stjórnendur til þessa verks. Talsverðar
umræður urðu um það þegar FBA ákvað
að taka upp virkt kerfi kaupauka og bón-
usa að erlendum sið og gera kauprétti
millistjórnenda og stjórnenda á hlutabréfum
í bankanum að drifkrafti. Ýmsir gagnrýndu
þetta en langflestir voru á því að þetta væri
sniðug nýjung og hvetjandi fyrir bankann og
atvinnulífið.
kaupþing og FBa fjármagna Baug
Vorið 1998 birtist athyglisverð frétt um að
Bónus og Hagkaup hefðu verið sameinuð
í eitt fyrirtæki; Baug, og að Kaupþing og
FBA hefðu fjármagnað kaupin. Jón Ásgeir
Jóhannesson og fjölskylda keyptu gömlu
Hagkaupsfjölskyldunni út í einu lagi en hún
hafði frá haustinu 1992 átt helminginn í
Bónus. Fjármögnun Bónusfjölskyldunnar á
Baugi vorið 1998 var í raun fyrsta fréttin um
stórfjármögnun tveggja banka við kaup á
íslensku stórfyrirtæki. Allt greitt með einum
tékka. Þetta var bara byrjunin. Eftir þetta
urðu fréttir um kaup athafnamanna á fyrir-
tækjum með „aðstoð banka“ algengar.
Endurfjármögnun varð vinsælt orð í tungu-
máli viðskiptanna á kotnað endurgreiðslu.
Netbólan sprakk vorið 2000
Aukið flæði peninga í heiminum, áhættu-
samari vinnubrögð banka og ofurtrú alþjóð-
legra fjárfesta á að Netið væri uppspretta
hagvaxtar í heiminum, leiddi til Netbólunnar
svonefndu. Verð hlutabréfa í öllum tæknifyr-
irtækjum snarhækkuðu. Það var svo í mars
árið 2000 sem Netbólan sprakk með hvelli
og hlutabréfaverð féll um allan heim. Þetta
varð aðeins efnahagslægð en ekki kreppa
og stóð hún yfir í um eitt ár; eða fram á árið
2001. Vinsældir Íslenskrar erfðagreiningar
náðu hámarki í netbólunni.
Sameining Íslandsbanka og FBa
Einkabankarnir Íslandsbanki og FBA voru
sameinaðir um miðjan maí árið 2000 undir
heitinu Íslandsbanki. Bjarni Ármannsson
varð bankastjóri hins sameinaða banka
ásamt Val Valssyni. Rætt var um samein-
inguna sem stór tímamót í sögu bankamála
á Íslandi. Kaupaukar, bónusar og kaup-
réttarsamningar urðu við þetta áberandi í
kjörum starfsmanna Íslandsbanka.
Björgólfsfeðgar selja Bravó
Í upphafi ársins 2002 birtust fréttir um að
þrír Íslendingar, Björgólfur Guðmundsson,
Björgólfur Thor Björgólfsson og Magnús
Þorsteinsson, hefðu selt bjórverksmiðju
sína í Pétursborg, Bravó, á 41 milljarð króna
til hollenska bjórrisans Heineken. Þetta var
fáheyrð fjárhæð í íslensku viðskiptalífi.
Samson kaupir í Landsbanka
á 12,3 milljarða
Eignarhaldsfélag þeirra Björgólfs Guð-
mundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar
og Magnúsar Þorsteinssonar, kaupir 45,8%
hlut í Landsbanka Íslands haustið 2002 á
12,3 milljarða króna. Gengið var endanlega
frá kaupunum undir áramót sama árs.
Íslenskir peningamenn, sem litu á sig sem
alþjóðlega fjárfesta, voru komnir inn í landið.
S-hópur kaupir í Búnaðarbanka
á 11,9 milljarða
Um miðjan nóvember 2002 náðist sam-
komulag um að S-hópurinn svonefndi;
Egla, Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga,
Samvinnulífeyrissjóðurinn og VÍS (leifarnar
af gamla Sambandinu), hefði keypt 45,8%
hlut í Búnaðarbanka Íslands á 11,9 millj-
arða króna.
Búnaðarbankinn
og kaupþing sameinast
Í byrjun sumars árið 2003 var hald-
inn fréttamannafundur þar sem sagt
var frá sameiningu Búnaðarbankans
og Kaupþings undir heitinu KB banki.
Þeir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már
Sigurðsson urðu bankastjórar hins sam-
einaða banka. Þetta varð stærsti banki
á Íslandi en báðir bankarnir voru með
starfsemi í Lúxumborg, auk þess sem
Kaupþing var í Svíþjóð og á fleiri stöðum. Í
viðtölum sögðu þeir Sigurður og Hreiðar að
hinn stóri, sameinaði banki væri tákn um
nýja tíma; bankinn myndi styðja við útrás
stærstu fyrirtækja á Íslandi.
k a u p a u k a r
BaNkarNir GráðuGri ...